Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Blaðsíða 45
43
Þegar Geir fór að lengja eftir þeim félögum, gekk
hann upp á túnið og sá, að skrokkurinn var ósnert-
ur, en þeir félagar lágu útúrdrukknir með tóman
koppinn á milli sín. Varð honum þá að orði:
„Búið úr koppnum og báðir liggja. Fari Björn
bölvaður, en Sæmund læt ég vera“.
85.
GrEIR hafði einu sinni mann austan úr sveitúm á
einu af skipum sínum.
Maðurinn var latur og fiskaði illa.
Þegar hann ætlaði af stað austur í vertíðarlokin,
biður hann Geir að láta sig hafa skæði í skó.
„Það er velkomið“, sagði Geir. „En ég vona bara,
að þau endist ekki til baka aftur“.
86.
C^LAFUR EYVINDSSON í Landsbankanum, sem
flestum Reykvíkingum er kunnur, var á unglingsár-
um sínum í fiskvinnu hjá Geir.
Það bar stundum við, að hann svaf yfir sig á
morgnana og kom of seint til vinnu.
Einu sinni er svo stóð á fyrir Ólafi, sá hann, að
Geir var á fiskreitunum. Hann ætlaði því að skjótast
fyrir húshorn, til þess að Geir sæi sig ekki. En þetta
brást. Geir sá hann og sagði:
„Hafið þið ekki hátt, piltar, svo hann Óli vakni
ekki“.