Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 46
44
87.
JÓN hét maður. Hann bjó hjá Geir Zoega, og hafði
Geir miklar mætur á honum.
Jón var hæfileikamaður um margt, sérstaklega
var hann sönghneigður.
Það henti Jón, að vinnukona Geirs varð þimguð af
hans völdum.
Nokkru síðar kom það fyrir, að önnur vinnukona
hjá Geir varð barnshafandi, og átti Jón einnig það
barn.
Þegar barnið er fætt, kemur Geir að máli við Jón
og segir:
„Ég sé nú ekki annað, en ég verði sjálfur að vera
í eldhúsinu næsta vetur“.
88.
S TURLU-BRÆÐUR áttu einu sinni seglskútu, sem
„Friðrik" hét. Skipið var gamalt og lélegt og fiskaði
illa.
Þeir bræður seldu skipið.
Maðurinn, sem keypti það, réði háseta á það og
ætlaði svo að sigla því norður fyrir land.
Geir fréttir nú þetta, hittir einn hásetann og segir:
„Ætlið þið sveitir eða fjöll með Friðrik? Ekki farið
þið sjóveg“.
89.
BlNAR BENEDIKTSSON var farinn að heilsu síð-
ustu ár æfi sinnar, sérstaklega hafði minnið bilað.