Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 48
46
þjófur og lygari og yfirleitt glæpamaður hinn mesti.
„Nú hvernig stendur á því, að þú hefir ekki sett
manninn í fangelsi?“ segir Sigurður.
„Hvaða áhrif heldurðu, að það hafi á slíkan bófa?“
sagði Einar. „En ég gerði annað, það sem honum
kom ver“.
„Nú, hvað var það?“ sagði Sigurður.
„Ég lét hana tengdamóður mína tala við hann“.
92.
LÖGREGLUÞJÓNN nokkur lenti einu sinni í því
að vera kærður fyrir nauðgun í réttum fyrir austan
fjall.
Þetta var bagalegt fyrir manninn, þar sem hann
fór í réttirnar til að halda uppi góðri reglu og sið-
gæði.
Nú fer yfirvaldið á staðnum að prófa stúlkuna,
sem kært hafði lögregluþjóninn, og rannsaka rétt-
mæti kærunnar.
Yfirvaldið var virðulegur maður, sem á allan hátt
vildi halda embætti sínu og annarra í heiðri og
virðingu.
Nú fer hann að spyrja stúlkuna að því, hvernig
nauðgunin hafi atvikazt, og gefur stúlkan greið svör
við því.
„Tók hann ofan húfuna?“ spurði hann stúlkuna
loks.
„Nei“, svaraði stúlkan.
„Er það satt? Tók hann virkilega ekki ofan em-
bættishúfuna?“ varð þá yfirvaldinu að orði.