Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Blaðsíða 49
41
93.
fsLENDINGAR hafa sýnt eindregna úrkynjun frá
þeim gamla, trausta, norræna kynstofni með því að
taka upp meira og minna álappaleg Gyðinganöfn,
samhliða okkar skýrlegu og hressilegu, norrænu
mannanöfnum, en þau ein samþýðast bezt málinu og
beygingum þess.
Þó tekur út yfir með nafnasamklastrið, þegar til
dæmis eru settir sama'n frampartur af Gyðinganafni
og afturpartur af norrænu nafni. Yfirleitt eru þau
mannanöfn afskræmi, sem þannig eru til orðin. Eina
veit ég þó undantekningu frá þessu.
Kona, sem var með barni, hafði ákveðið að láta
það heita í höfuðið á hjónum, sem hétu Loftur og
Steinunn.
Barnið fæddist, var meybarn og var skírt —
Unnur.
Síðari atkvæði beggja nafnanna voru sett saman.
94.
SR. ÓLAFIJR ÓLAFSSON átti að fara að jarð-
syngja ungan mann hér í Reykjavík. Áður en hús-
kveðjan byrjaði, var hann að rabba við foreldra
mannsins og aðra aðstandendur hans.
„Aldrei verð ég svo gamall maður“, segir sr. Ólaf-
ur, „að ég gleymi þeim hörmungum, sem yfir þennan
bæ dundu í inflúenzunni 1918.
Eg lagðist strax, en þá var séra Jóhann alltaf að
jarða“.