Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 50
48
95.
PÁLL LÖGFRÆÐINGUR og Ólafur kunningi hans
voru að fá sér í staupinu saman í húsi einu hér í
bænum.
Þeir voru á neðri hæð hússins, en á efri hæðinni
bjó vélstjórafrú.
Páll og vélstjórafrúin voru vel kunnug, en ekki
vissi Ólafur um það.
Páll laumast nú upp á loft á fund frúarinnar.
Þegar Ólafi fer að lengja eftir Páli, fer hann upp
á loft, því að hann grunar, að hann hafi farið þangað,
en þar eru allar dyr harðlæstar.
Ólafur bankar nú harkalega á eina hurðina og
kallar loks:
„Hver er þarna inni?“
„Og það er vélstjóri", heyrir hann sagt fyrir inn-
an og þekkir málróm Páls.
96.
IV ORÐLENZUR PRESTUR fór til að vera við bisk-
upsvígslu, sem fór fram á Hólum fyrir nokkrum
árum.
Hann kom við á Akureyri og fékk sér eina flösku
í nestið af sænsku brennivíni, sem þá fékkst í áfeng-
isverzluninni.
Ekki hafði prestur hempu með sér og settist á
bekk utarlega í kirkjunni, en allir aðrir prestar sátu
í hempum innst í kórnum.
Biskup gengur nú til prests og segir: