Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 52
50
Ekki voru þau hjón vel látin af hjúum búsins, sízt
konan, sem var heimsk, önuglynd og skapstór.
Kona embættismannsins var oft á búinu að sumr-
inu til, og reyndi hún þá að stilla til friðar milli
vinnufólksins og ráðskonunnar.
Einu sinni komu tvær konur úr Reykjavík í kaupa-
vinnu á búið.
Þær voru systur.
Ráðskonan sagði þeim að sofa saman í rúmi.
Þær færðust undan því og báru sig upp undan
þessu við konu jarðeigandans.
Hún fer nú til ráðskonunnar og segir henni, að
sér finnist ósanngjarnt að fara fram á það, að stúlk-
urnar sofi í sama rúmi, þar sem til séu nóg rúmstæði
og rúmföt.
„Og ég held þær séu ekki of góðar til þess“, svaraði
ráðskonan. „Þetta má ég hafa að sofa hjá öðrum“.
100.
KAUPMAÐUR NOKKUR bauð dönskum við-
skiptavini sínum til Þingvalla fyrir nokkrum árum.
Hann sýndi honum þar allar söguminjar, sem hon-
um voru kunnar.
Þegar þeir komu að Snorrabúð, segir kaupmaður:
„Det er nú Snorri Sturlusons Butik“.
101.
MENN OG SKEPNUR hita upp hús, sem þau
dvelja í, eins og allir vita.