Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Blaðsíða 53
5Í
Þetta vissi líka kona sveitagestgjafans, sem átti
milli tíu og tuttugu börn, sitt á hverju árinu.
Hún hafði sumargistihús skammt frá Reykjavík.
Ekki voru ofnar eða önnur upphitun í húsinu,
enda var þetta löngu áður en upphitunartæki voru
almenn í sveitabæjum.
Nú ber svo við eitt sinn, að sumargestur konunn-
ar, kulvís Reykvíkingur, kemur að máli við hana og
segir:
„Mér finnst ónotalega kalt í dag. Ekki vænti ég,
að þér gætuð yljað upp herbergið?“
„Jú, sjálfsagt“, svaraði konan.
„Nú skal ég kalla á krakkana“.
102.
SAGA SÚ er hér fer á eftir, gengur um þá Pál-
ana, þingmenn Norðmýlinga.
í síðasta kosningaleiðangri þurftu þeir víða við að
koma í sýslunni og ræddu við kjósendurna um hin
ósamstæðustu efni.
Einu sinni fóru þeir að tala um soðkökur á bæ ein-
um eystra þar, og geðjaðist Páli Hermannssyni vel
að þeim.
Páll Zóphóníasson taldi þær aftur á móti ómeti
hið mesta og sagðist alls ekki geta látið þær inn fyr-
ir sínar varir.
Þá gat nafni hans, Páll Hermannsson, ekki orða
bundizt og segir:
„Og ætli þú ætir ekki eina, ef þú fengir atkvæði
fyrir hana“.
4*