Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Blaðsíða 55
53
Nú er farið að lesa borðbænina, og gekk bænalest-
urinn seint og dræmt.
í miðri bæninni tekur Oddur eftir því, að gleymzt
hefur að setja spón hjá honum. Þá gleymir hann sér
alveg og segir hvellum rómi:
„Nei, hér vantar spón“.
105.
AUMA ÞÆR nú svona vel á íslandi?" spurðu
danskar konur Stefán Thordarsen, síðar prest í Vest-
mannaeyjum, á stúdentsárum hans í Kaupmanna-
höfn, en hann var í húsi, þar sem konur báru saman
sauma sína.
Hann lét drjúgum yfir því, að íslenzkar konur
saumuðu betur.
„Gaman væri að sjá eitthvað eftir þær“, sögðu
dönsku konurnar.
Stefán bauðst til þess að skreppa heim og vita,
hvort hann fyndi þar eitthvað saumakyns.
Að vörmu spori kom hann aftur með litla skinn-
skjóðu, kvaðst ekki hafa fundið annað í svipinn, „en
þið getið reynt að finna sauminn á þessum poka“.
Þær leituðu og leituðu, en fundu ekki sauminn, og
dáðust mjög að handbragði íslenzkra kvenna.
Skinnskjóðan var eltur, ónotaður tóbakspungur.
106.
|Í>JÓÐSÖGUR og andatrúarskrif hafa jafnan verifi
í miklu dálæti meðal íslendinga.