Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 57
55
Magnús ætlar nú enn að halda áfram ferðinni, þótt
hestlaus sé orðinn og hyggst nú að ganga á snið við
skrímslið, en þá ræðst það enn á hann.
Hann hafði svipu mikla silfurbúna í hendinni með
langri ól.
Leggur hann nú til atlögu við dýrið og lætur svip-
una ganga miskunnarlaust á því, en sú aðför endaði
svo, að dýrið kippti svipunni úr höndum hans.
Nú er Magnús vopnlaus orðinn og leggur því á
flótta, enda sér hann nú ljósið heima hjá sér og
hleypur heim eins og fætur toga.
Ekki þótti tiltækilegt að leita hestsins um kvöldið
vegna myrkurs, enda var uggur í mönnum vegna
skrímslisins.
Morguninn eftir fannst hesturinn með hnakkinn
undir kvið og beizlislaus skammt frá bænum.
Svipan fannst aftur á móti við gaddavírsgirðingu.
Hún hékk þar föst á ólinni á vírnum við háan girð-
ingarstólpa.
107.
SNAUÐ KONA, sem ég, skrásetjari þessarar bók-
ar, man eftir, kom árlega til foreldra minna og víðar
um sveitina, þar sem einhverra gjafa var að vænta.
Það var venja móður minnar að gefa henni ull.
í síðustu heimsstyrjöld var hér mikil peningavelta,
eins og kunnugt er.
Þá var ölmusukonan gömul orðin, en fylgdist vel
með tímanum, því þegar móðir mín, af gömlum vana,