Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Síða 61
59
lega halda, að ég sé það sem kallað er lúsugur, þótt
ég, eins og ég hefi tjáð yður, kunni því hinsvegar
illa, að finna ekki á mér títlu og títlu, svona við og
við“.
113.
IlLUGI JÓNSSON var staðarsmiður í Skálholti á
dögum Finns biskups.
Annars bjó Illugi lengi á Drumboddsstöðum í
Biskupstungum, en búskapurinn gekk illa, sem von-
legt var, þar sem hann var langdvölum í Skálholti
við smíðar.
Illugi var fróðleiksmaður, fyndinn og hnyttinn í
tilsvörum.
Eitt af störfum Illuga fyrir Skálholtsstól var að
hafa umsjón með staðarskipunum, sem gengu frá
Grindavík, á vertíðinni.
Einar Bjarnason hét brytinn í Skálholti í tíð Finns.
Hann var maður hæðinn og mikillátur. Kvennaorð
hafði hann á sér allmikið.
Það var venja Einars að fara í lokaferð í Grinda-
vík.
Eitt sinn er þeir hittust þar, Einar og Illugi, á lok-
um, þá spyr Illugi frétta að heiman.
Einar svarar og brosir háðslega:
„Ég segi engar fréttir, nema þær, að það eru
skeknir tveir strokkarnir á hverju máli á Drumb-
oddsstöðum".
Illugi svaraði þegar:
„Það þykir mér ekki mikið. Hitt er meira, að þeir