Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 62
60
eru skeknir tólf í Skálholti, og gengur sama bullan
að öllum“.
Einar skildi sneiðina og þagði.
114.
KlRKJUPRESTURINN í Skálholti þótti kenna
hart og barðist um í stólnum til áherzlu orðum sín-
um.
Þar kom að lokum, að predikunarstóllinn, sem var
gamall orðinn, þoldi ekki lengur umbrot prests og
laskaðist.
Illugi gerði við stólinn, og sagði við prest, þegar
hann hafði lokið verkinu:
„Nú þolir hann yður eitt skammaryrði“.
115.
J>AÐ VAR ILLUGI, sem sagði þetta þjóðkunna
snilldarsvar, þegar Finnur biskup rakst á hann með
vinnukonu þar á staðnum í undirganginum upp í
kirkjuna. Biskup þykist vita erindi þeirra og segir:
„Fúlt brúðkaup, fámennt“.
„Og komu þó fleiri en boðnir voru“, var svar 111-
uga.
116.
■RrYNJÓLFUR PRESTUR var nýbúinn að fá
brauð úti á landi.
Honum leiddist þar, og hneigðist mjög til drykkju.
Faðir hans, sem var Reykvíkingur, fréttir þetta,