Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 63
81
skrifar syni sínum bréf og leggur að honum að hætta
að drekka. Hann segir meðal annars, að hann eyði-
leggi konu og börn með drykkjuskap sínum.
Prestur sýnir kunningja sínum bréf föður síns og
segir um það:
„Mikil óskapleg fjarstæða er þetta. Ég held, að
karlinn sé orðinn vitlaus. Að ég eyðileggi konu og
börn með drykkjuskap.
Eins og þau verði full, þó að ég drekki“.
117.
LÁRUS PÁLSSON, homopati, var landskunnur
maður og sóttur víðsvegar að sem læknir.
Einu sinni var vinnumaður austan úr ölfusi send-
ur til hans, til að leita sjúklings lækninga, sem lá
þar þungt haldinn.
Guðmundur hét vinnumaður þessi. Hann var vask-
leikamaður hinn mesti og duglegur ferðamaður en
drykkfelldur.
Guðmundur lýsir nú sjúkdómi sjúklingsins fyrir
Lárusi og fær síðan hjá honum 6 glös af meðölum,
sem sjúklingurinn á að taka inn daglega, 3 dropa
þrisvar á dag af hverju glasi.
Sterkan varnað lagði Lárus á að taka meira úr glös-
unum, því hann sagði, að meðölin væru eitruð mjög.
Nú heldur Guðmundur heimleiðis eftir að hafa
fengið sér vel í staupinu í Reykjavík. Á leiðinni
austur þraut hann drykkinn. Hann minntist þá með-
alanna og reiknar það rétt út, að í þeim muni vera
áfengi og rennir út úr einu glasinu.