Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 65
63
sóknarnefndina, var það, hvort mikið væri drukkið
í héraðinu.
Björn varð fyrir svörum og segir:
„Ég veit nú ekki vel, hvernig það er vestan Vatna,
en hérna austan Vatna má það ekki minna vera“.
120.
H ÚSMÆÐUR, sem eru í vinnukonuhraki, auglýsa
stundum eftir stúlkum, sem mega hafa barn með sér.
Hnyttinn Reykvíkingur stakk upp á því í haust, að
þær færu að auglýsa þannig:
„Stúlka óskast. Má hafa dáta með sér“.
121.
FrÆÐIMENNIRNIR Ólafur Davíðsson og Guð-
mundur Þorláksson (Glosi) voru lengi samtímis í
Kaupmannahöfn.
Eins og kunnugt er, voru þeir báðir hagmæltir, og
fóru stundum glettnisvísur á milli þeirra.
Einu sinni orti Ólafur níð- og klámvísu um Guð-
mund, en hann svaraði með þessari hógværu en
meinlegu vísu, því Ólafur sinnti lítt um hreinlæti og
klæðaburð, sérstaklega við skál.
Ólafur er ofboð flott
fyrir utan þvott/
Hann gengur með grasið í skónum
í snjónum.