Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 67
65
Hér liggur hundsk þjóð,
hefur hvorki merg né blóð.
Átti við enska í stríði,
barðist á tréskóm og flýði.
125.
Qestur Á HÆLI og ég, skrásetjari þessarar bók-
ar, vorum einu sinni sem oftar á ferðalagi saman um
vornótt.
Við riðum upp Murneyrar á Skeiðum.
Lausir hestar, sem við rákum, voru komnir all-
langt á undan, og hleyptum við á eftir þeim.
Ég reið brúnum hesti asviljugum og fljótum, og
fór hann fram úr hesti Gests.
Þegar við hlupum af baki eftir sprettinn, kastaði
Gestur fram þessari vísu:
Þér ætti að vera auðsótt leið
inn í hjónabandið,
því þú ert frægur fyrir reið
fjandi víða um landið.
126.
Vísu þá. sem hér fer á eftir, orti Sæmundur Eyj-
ólfsson um bekkjarbróður sinn, Sigurð leikara á
Flankastöðum, eða Sigurð Flanka, eins og hann var
venjulega kallaður.
Vísuna hefi ég eftir sr. Ingvari Nikulássyni, sem