Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 70
6S
130.
'V^SU þá, sem tilfærð er hér á undan, sendi mér
ónafngreindur mennta- og fræðimaður úr Reykjavík
með formála þeim, sem vísunni fylgir.
Ég spurði hann, hvort hann vissi um höfund vís-
unnar, og neitaði hann því.
Nú mundi ég, að ég hafði heyrt svipaða vísu eftir
Ingimar Jónsson, skólastjóra. Ég fór því til hans og
spurði hann um þetta.
Hann lét mig þá heyra eftifrarandi vísu og sagði,
að hún hefði verið ort til sr. Árna Sigurðssonar, en
þeir voru sessunautar, er þeir hlustuðu á heimspek-
isfyrirlestra Ágústs H. Bjarnasonar, prófessors, og
köstuðust stundum á kesknisvísum, eins og títt er í
skóla.
í þetta skipti ræddi Ágúst um rökfræði, og var
umræðuefnið sannanir. Hann talaði um að skjóta út
og inn orsökum í sambandi við þær.
Þetta er gott dæmi þess, hvernig vísur geta breytzt
og stundum aflagazt í meðförum á stuttum tíma.
Þú munt einatt, Árni minn,
unað holdsins kanna
við að skjóta út og inn
orsök barneignanna.