Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Síða 105
Guðmundur Daníelsson:
Á BÖKKUM BOLAFLJÓTS.
Fá skáldrit, sem út hafa komið hér á landi, hafa hlotið lof-
legri dóma. Birtast hér örlítil sýnishorn úr nokkrum ritdóm-
um um bók þessa:
...»hún er skemmtileg frá upphafi til enda. Skáldauga höf-
undarins er skært og víðvakandi, stíllinn flugléttur og kjarn-
mikill... Þannig skrifar enginn nema sá, sem hefir stórskálda-
hæfileika.
Jón Magnússon« (skáld). Skírnir 1940.
...»Maður leggur því bókina frá sér ánægður yfir að hafa
verið að lesa góða og skemmtilega bók — góðar bókmenntir.
Guðbrandur Jónsson« (prófessor). Vísir, 7. ágúst 1940.
...»Og hver sá, sem les bókina og er ekki að eðli eitthvert
náttúruhimpi, hlýtur að hrífast með og njóta um leið og hann
les.
Guðmundur Hagalin. Lesbók Morgunblaðsins, 13. okt. 1940.
...»Sagan er skemmtileg aflestrar og líkleg til að verða mjög
vinsæl. Hún er prýðisvel byggð og efnisvalið víða ágætt.
Skáldið er ungt og þróttmikið, og fer hamförum. En hann
fer þeim á sínum eigin brautum.
Kristmann Guðmundsson« (skáld). Vísir, 20. okt. 1940.
...»Eg minnist þess ekki að hafa lesið skemmtilegri íslenzka
skáldsögu... Með sögunni Á bökkum Bolafljóts hefur Guð-
mundur Danielsson ekki aðeins skrifað skemmtilega og veiga-
mikla skáldsögu, heldur einnig sögu sem hefir mikið listagildi
og lífsgildi. Þjóðin mun nú skipa honum á bekk með beztu
skáldsagnahöfundum sínum og bíða með óþreyju næstu skáld-
sögu hans. Kristinn Stefánssom. Tlminn, 24. sept. 1940.