Fréttablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 1
Allar mælingar sýna mikinn stuðning Íslendinga við líffæra- gjafir. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungna- skurðlæknir 2 4 2 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 2 Airwaves á fullum krafti Skáldaðar minningar Lífið ➤ 26Menning ➤ 24 Krónan mælir með! Mmm ... Sætar og safaríkar perur eru bestar núna! Alls hafa 24 Íslendingar gengist undir hjartaígræðslu. Á þessari öld hefur hjarta- gjöfum hér fjölgað langt umfram innlenda eftirspurn. ser@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Íslendingar gefa nú næstum tvöfalt f leiri hjörtu en þeir þiggja samkvæmt nýrri rannsókn vísindamanna Háskóla Íslands og Landspítala sem sagt er frá í nýjasta hefti Læknablaðs- ins. Ástæðuna má rekja til þess að hjartagjöfum hér á landi hefur fjölgað umtalsvert á síðustu tveim- ur áratugum. Það sem af er öldinni hafa 42 hjörtu verið gefin frá Íslandi. Hefur þeim fjölgað úr tæplega einu hjarta á ári á fyrri hluta tímabilsins í þrjú hjörtu á ári á síðari hlutanum. „Allar mælingar sýna mikinn stuðning Íslendinga við líffæra- gjafir,“ segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, sem vann að rannsókninni ásamt Atla Steini Valgarðssyni, sérnámslækni í skurðlækningum í Texas. Tómas segir að nýjar reglur um ætlað sam- þykki sjúklinga frá 2019 hafi skipt sköpum í þessum efnum. Ma rk mið ra nnsók na r inna r var að birta heildstætt yfirlit um tíðni og árangur af hjartaígræðslu á Íslendingum en einnig kanna þann fjölda hjarta sem gefinn er til ígræðslu erlendis og bera saman við nágrannalöndin. Meðal niður- staðna er að lífslíkur og lífsgæði Íslendinga eftir hjarta ígræðslu eru ágætar og sambærilegar við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Hjartaígræðslur eru ekki gerðar hérlendis, en alls hafa 24 Íslendingar gengist undir slíka aðgerð ytra frá fyrsta aðgerðinni í Bretlandi 1988, flestir á Sahlgrenska-háskólasjúkra- húsinu í Gautaborg. Rannsókn á afdrifum hópsins sýnir að meðal- líftími eftir aðgerð var 24,2 ár og var 91 prósent sjúklinga á lífi einu ári frá aðgerð og 86 prósent fimm árum síðar, sem er á pari við stærri ígræðslusjúkrahús nágrannalanda. „Ég á ekki von á því að við hefjum hjartaígræðslur á Íslandi, svo sér- hæfðar sem aðgerðirnar eru og eftir- meðferðin flókin,“ segir Tómas Guð- bjartsson sem hefur ásamt öðrum íslenskum hjartaskurðlæknum tekið þátt í ígræðslum erlendis. n Gefum fleiri hjörtu en við þiggjum Velkomin í glænýja verslun á Selhellu í Hafnarfirði Bæjarstarfsmenn settu upp jólatré við Fífuhvammsveg í gær. Þó að enn sé ekki byrjað að snjóa er vetur konungur byrjaður að minna á sig og veður fer kólnandi í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SLYSAVARNIR Síðastliðinn áratug hefur banaslysum sjómanna fækkað verulega og hefur ekkert banaslys orðið síðustu fimm ár. „Okkur hefur tekist að koma að þekkingu hjá sjómönnum sem þeir eru að nýta sér, en þetta snýst um breytt viðhorf,“ segir Hilmar Snorra- son, skólastjóri Slysavarnaskóla sjó- manna. „Það er eitt að kenna, en annað hvernig sjómaðurinn vinnur úr því.“ Samgöngustofa kynnti í gær nýtt skráningarkerfi þar sem hægt er að tilkynna slys rafrænt. SJÁ SÍÐU 8 Alvarlegum sjóslysum fækkað Hilmar Snorra- son, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.