Fréttablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 22
Lífsstílstímaritið GQ tók nýlega saman lista yfir þá leikmenn NBA-deildarinnar sem þykja skara fram úr í klæðaburði. starri@frettabladid.is NBA-deildin í körfubolta hófst um miðjan októbermánuð og hefur spennan sjaldan verið meiri enda deildin óvenju jöfn þennan vetur- inn. Eins og með fleira íþróttafólk fylgist tískupressa heimsins með klæðaburði körfuboltastjarnanna en margir leikmenn deildarinnar eru þekktir fyrir afar litfagran og skrautlegan fatastíl. Nýlega tók líf sstílstímaritið GQ saman lista yfir þá leikmenn deildarinnar sem þykja búa yfir svalasta fatastílnum. Lítum á nokkra leikmenn af listan- um. n Vel klæddar körfuboltastjörnur Jordan Clarkson hefur leikið með Utah Jazz undanfarin ár. Hann er óhræddur við að klæða sig með fjölbreyttum hætti og þykir jafn flottur í „baggy grunge“ fötum eða pilsum og flestu þar á milli. Russell Westbrook, leikmaður Los Angeles Lakers, hefur lengi verið einn skrautlegasti leikmaður deildarinnar þegar kemur að klæðaburði og ekki síst skærum litum. Hér er hann á tískuvikunni í sumar. P.J. Tucker er fjórði elsti leikmaður deildarinnar en þó meðal þeirra svalari þegar kemur að klæða- burði. Hann safnar íþróttaskóm og á um 5.000 pör. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Shai Gilgeous- Alexander, leikmaður Oklahoma City Thunder, þykir hafa mjög frjóan fatastíl og er óhræddur við að blanda saman ólíkum stílum. Jalen Green, leikmað- ur Houston Rockets, átti ekki bara gott tímabil innan vallar á sínu fyrsta ári heldur vakti klæðaburður hans líka athygli. Jayson Tatum er ekki bara skærasta stjarna gamla stórveldisins Boston Celtics heldur líka best klæddi leikmaður liðsins að flestra mati. Í vefverslun okkar á ggsport.is má finna meira úrval af öllu sem þarf í ævintýrið þitt! Smiðjuvegur 8, græn gata • 200 Kópavogi • Sími: 571-1020 • ggsport.is Opnunartími: Virkir dagar 10:30-18, laugardagur 11-15 ERT ÞÚ KLÁR Í VEIÐINA? Stingum af… Við hjálpum þér að velja rétta búnaðinn! 6 kynningarblað A L LT 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.