Fréttablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 26
Sóknarlína liðsins er svo hrika- lega spenn- andi, þar sem við erum með Bayern- þríburana. Hrafnkell Freyr Ágústsson Til að íþróttin vaxi og dafni þurfa allir að róa í sömu átt. 17 HM KARLA Í FÓTBOLTA DAGAR Í Heimsmeistaramótið 2022: E-riðill Innbyrðis viðureignir 23. nóv. 27. nóv. 27. nóv. 23. nóv. 1. des. 1. des. Leikjadagskrá Heimild: FIFA Mynd: Getty © GRAPHIC NEWS Leikmaður til að fylgjast með: 012 014 220 001 988 001 Kosta Ríka Þýskaland Japan Spánn Japan Þýskaland TapJafnt.Sigur Ferran Torres SPÁ Ákall um að taka Heims- meistaramótið í fótbolta af Katar bar engan árangur, aðbúnaður verkamanna, mannréttindabrot og annað hefur verið harðlega gagn- rýnt og krafa verið uppi um að Katar fengi ekki að halda þetta stærsta íþróttamót í heimi. Mótið fer af stað eftir sautján daga og í E-riðli eru tveir risar mættir til leiks. hoddi@frettabladid.is FÓTBOLTI Spánverjar koma brattir inn í Evrópumótið enda spilaði liðið frábæran fótbolta á Evrópu- mótinu síðasta sumar. Liðið er með marga unga og spennandi leikmenn sem hafa öðlast mikla reynslu síðustu 18 mánuði. Búist er við miklu af spænska liðinu undir stjórn Luis E n r i q u e . Tveir risar í E-riðli en Japanir gætu valdið usla Eftir erfiða tíma í spænskum fót- bolta hefur þjóðin trú á liði sínu sem fer til Katar. „Ég er alltaf spenntur fyrir spænska liðinu fyrir stórmót, núna er kannski mesta spennan hjá þeim í kringum það hver verður í mark- inu. Þeir eru með marga mjög svip- aða markmenn og þó margt benti til þess að Unai Simon verði þarna þá eru f leiri góðir kostir. Þetta er kannski ólíkt þeim spænsku liðum sem við þekkjum frá fyrri tíð þar sem mikið var um stjörnur, þetta er mikið af mörgum jafn góðum leik- mönnum. Ég hef mestar áhyggjur af hjarta varn- a r i n n a r hjá þeim, þar hefur Pau Torres átt fast sæti en síðan hefur verið mikið rót í k r ing u m hann og það á líka við um bak- varðarstöður nar,“ segir Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræð- ingur Fréttablaðsins, um Heimsmeistaramótið. „Miðsvæðið er áhugavert en þar mun Luis Enrique eflaust skipta mínútum á milli Rodri hjá Man- chester City og Sergio Busquets hjá Barcelona. Það er ljóst að Busquets getur ekki spilað svona þétt og það verður fróðlegt að sjá hver endar ofan á þegar líður á mótið. Þarna eru líka Pedri og Gavi sem eru að verða þekktar stærðir. Þá vantar að vera með framherja í stuði, auðvitað er Alvaro Morata frábær leikmaður. Hann fær alltaf gagnrýni en hann hefur spilað fyrir fjölda stórliða, það gerist ekki nema að gæði séu til staðar. Hann fór hins vegar illa með færin á Evrópumótinu í fyrra og þarf að gera betur þar. Ferran Torres er í miklu uppáhaldi hjá Enrique þrátt fyrir að vera aukaleikari í Barcelona. Það verður fróðlegt hvernig hann stillir upp sóknarlínunni.“ Þýska stálið Hansi Flick er undir pressu að koma þýska liðinu aftur í fremstu röð eftir mögur ár. Í Þýskalandi eru gerðar kröfur á árangur og þýska liðið gæti látið til skarar skríða í Katar. Nokkur kynslóðaskipti hafa átt sér stað í liðinu en Flick hefur þó haldið í reynslumikla menn. Spennandi verður að sjá hvernig Jamal Musiala tekst til en hann hefur verið frábær með FC Bayern undanfarið. „Ég sé alveg að þetta þýska lið geti farið langt ef allt smellur saman en ég á mjög erfitt með að sjá þá fara alla leið,“ segir Hrafnkell um þýska stálið. „Þetta er lið í uppbyggingu eins og Spánn en þeir eru bara ekki komnir eins langt í henni. Nico Schlotter- beck og Niklas Süle hafa spilað mikið saman í Dortmund og það ætti að hjálpa varnarleik liðsins þar sem Antonio Rudiger er fyrir og er límið í þessu öllu saman. Bakvarðarstöð- urnar hafa verið smá vandræði og þar hafa bæði kantmenn og miðju- menn þurft að hlaupa í skarðið. Það verður fróðlegt að sjá hvort Thomas Muller fái traustið í hópnum, Flick hefur aðeins verið að sækja í reynsl- una sem Joachim Löw hafði hent á haugana. Hann mun eflaust ekki kalla til Jerome Boateng en hann gæti leitað í smá reynslu til að fá jafn- vægi í hópinn. Sóknarlína liðsins er svo hriklega spennandi, þar erum við með Bayern-þríburana, Leroy Sana, Serge Gnabry og Jamal Musi- ala, til að búa til hluti. Timo Werner með þýska landsliðinu er svo allt önnur skepna en það sem við þekkj- um frá Chelsea. Miðsvæðið er svo vel mannað þar sem Ilkay Gundogan og Joshua Kimmich ráða ríkjum.“ Ekki góðir kostir Ekki eru margir góðir kostir í liði Kosta Ríka en Keylor Navas, mark- vörður PSG, er stjarna liðsins. Þarna má einnig finna Joel Camp- bell en hann var lengi vel í her- búðum Arsenal. Bryan Ruiz er svo fyrirliði liðsins en hann hefur átt f lottan feril bæði í Hollandi og svo með Fulham. Báðir eru þó komnir yfir sitt besta skeið á ferlinum. „Bryan Ruiz virðist ódauðlegur, hann er með mikil gæði. Þetta er svo bara liðið hans Keylor Navas en annars er fátt um fína drætti. Ég hef enga trú á þessu liði,“ segir Hrafnkell. Léttleikandi Japanir Takehiro Tomiyasu, varnarmaður Arsenal, er leiðtoginn í liði Japan en liðið hefur marga leikmenn í Evrópu. Takumi Minamino, fyrr- verandi leikmaður Liverpool, er svo stjarna liðsins en hann hefur í mörg ár gert vel í Evrópu en er nú í herbúðum Monaco. „Japanir hafa í mörg ár gert vel í Þýskalandi. Í vik- unni sáum við bara Daichi Kamada með Frankfurt þar sem hann var hetja í Meistaradeildinni. Takefusa Kubo er öflugur þarna en hann var vonarstjarna og fór 18 ára til Real Madrid. Þar lenti hann í brekku en er nú að vakna til lífsins eftir að hafa verið seldur til Real Sociedad, hann er bara 21 árs. Minamino er skærasta stjarnan í þessu, hann er í stóru hlut- verki hjá Monaco í ár eftir að hafa verið í vandræðum með spilatíma hjá Monaco. Japan á alveg að horfa til þess að stríða Þýskalandi og Spáni, þeir gerðu vel á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og við munum eftir frægum leik við Belgíu þar sem þeir voru agalegir klaufar. Þeir leika sér að Kosta Ríka og þá þarf bara einn sigur til viðbótar. Ég hef trú á að það gætu orðið óvænt úrslit í þessum riðli,“ segir sparkspekingur Frétta- blaðsins. n Alvaro Mor­ ata, framherji Spánar, er um­ deildur en fær alltaf traustið. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur n Utan vallar Hörður Snævar Jónsson hordur @frettabladid.is Íslandsmóti karla í knattspyrnu er lokið en í fyrsta sinn í sögunni voru 27 leikir á lið. Fyrir tímabilið var ákveðið að lengja mótið og tví- skipta deildinni eftir 22 umferðir. Lengi hefur verið kallað eftir fjölgun leikja í efstu deildum, bæði karla og kvenna. Karlarnir fóru af stað í ár og stefnt er að því að lengja mótið hjá konunum á allra næstu misserum. Því miður fyrir þetta nýja fyrir- komulag var engin spenna á toppi deildarinnar þetta tímabilið, það hefði verið ákjósanlegt til að aug- lýsa ágæti deildarinnar. Það má þó halda því til haga að engin spenna hefði verið í 22 leikja móti enda voru yfirburðir Breiðabliks gríðar- legir allt frá upphafi móts. Spennan var hins vegar mjög mikil á botni deildarinnar og það var ekki fyrr en í næstsíðustu umferð sem ljóst var að stórveldið FH væri ekki að falla úr deildinni, Leiknir féll úr deildinni í næst- síðustu umferð og ÍA féll svo úr deildinni á lokadegi mótsins þó að fyrir leik hafi verið ljóst að það yrðu örlögin. Þá var það ekki 100 prósent öruggt fyrr en á síðasta laugardag. Um er að ræða vel heppnaða breytingu að mínu mati, auðvitað Döpur umræða áhrifafólks í fótboltanum er ekki allt fullkomið í fyrstu til- raun en það er afskaplega dapurlegt að sjá hvernig áhrifafólk í fótbolt- anum reynir að tala mótið niður. Knattspyrnusamfélagið hefur ekki efni á því að tala eigin vöru niður, það er því dapurt að heyra og lesa þegar áhrifafólk innan leiksins fer ófögrum orðum um breytinguna. Notuð hafa verið stór lýsingarorð, margir röf la undan lengd tíma- bilsins en enginn leikmaður röflar þegar hann tekur við launum í 12 mánuði á ári. Staðreynd málsins er nú ein- faldlega sú að gríðarlegt launa- skrið hefur verið í efstu deild karla síðustu ár og stærstur hluti leik- manna fær verulegar upphæðir greiddar í hverjum mánuði. Það er því hálf dapurt að kvarta undan því að þurfa að sinna vinnunni sóma- samlega í sjö mánuði á ári. Íslensk félagslið hafa átt í vandræðum í Evr- ópu og eitthvað þurfti að gera. Fleiri leikir er augljós fyrsta breyting. Ekki var allt fullkomið á fyrsta ári Bestu deildar karla, þá hluti þarf að laga en til að íþróttin vaxi og dafni þurfa allir að róa í sömu átt og tala fótboltann upp en ekki niður. n 18 Íþróttir 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.