Fréttablaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 4
Samtals hafa Íslög feng-
ið greiddar tæplega
217 milljónir frá fjár-
málaráðuneytinu og
Lindarhvoli frá 2016.
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
JEEP® COMPASS TRAILHAWK 4XE
ALVÖRU JEPPI – ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
JEEP.IS
PLUG-IN HYBRID
ÓMISSANDI HLUTI
AF FJÖLSKYLDUNNI
EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX!
Linda Dröfn
Gunnarsdóttir,
framkvæmda
stýra Kvenna
athvarfsins
lovisa@frettabladid.is
SAMFÉLAG Í dag hefst í Gallerí
Fold uppboð á verkum til styrktar
Kvennaathvarfinu.
„Kvennaathvarfið er neyðarat-
hvarf og þar er ávallt pláss en það
er farið að þrengja ansi vel að
athvarfinu og aðstaða til að taka
viðtöl, sinna hópastarfi og starfs-
mannaaðstaða er af mjög skornum
skammti. Mest aðkallandi eru þó
aðgengismálin, en gamla húsnæðið
er ekki aðgengilegt öllum konum
og það er eitthvað sem er mjög
brýnt að bæta,“ segir Linda Dröfn
Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra
Kvennaathvarfsins.
Uppboðið hefst klukkan 17 í Gall-
erí Fold. Boðið verður upp á veiting-
ar og tónlistaratriði. Á heimasíðu
Kvennaathvarfsins má lesa meira
um söfnunina og hvernig má leggja
henni lið. n
Kvennaathvarfið
safnar fyrir húsi
Milljarðar fara í súginn vegna
skaðlegrar áfengisneyslu, 3–5
prósent af þjóðarframleiðslu.
Á sama tíma og Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin hvetur
ríki til að minnka áfengis-
neyslu um 10 prósent er
áhersla á Íslandi á aukið frelsi
og þjónustu, að sögn verk-
efnisstjóra hjá landlækni.
bth@frettabladid.is
LÝÐHEILSA Rafn M. Jónsson, verk-
efnisstjóri hjá Embætti landlæknis,
gagnrýnir andvaraleysi íslenskra
stjórnvalda gagnvart skaðsemi
áfengisneyslu hér á landi. Mót-
sagnir séu í áherslum og umræðu
um áfengismál.
Í erindi sem Rafn f lutti á ráð-
stefnu SÁÁ um fíknivanda í gær á
Hilton Nordica, þar sem kallað er
eftir auknu samstarfi milli aðila,
sagði Rafn rannsóknir sýna að sam-
félagslegur fórnarkostnaður sem
hlytist af neikvæðum afleiðingum
áfengisneyslu hér á landi væri 3
til 5 prósent af vergri þjóðarfram-
leiðslu.
Á sama tíma og stjórnvöld opn-
uðu nýjar leiðir til að auka aðgengi
að áfengi með lagabreytingum,
nú síðast með því að heimila sölu
beint frá framleiðendum, ykist
nýgengi skorpulifrar um 10 prósent
árlega og margt f leira mætti nefna
um fórnarkostnaðinn.
Stór hluti krabbameina tengist
ofneyslu áfengis og alkóhólismi er
fjölskyldusjúkdómur sem veldur
geigvænlegum skaða, að því er fram
kom á ráðstefnunni. Þrjár milljónir
manna deyja árlega vegna áfengis-
neyslu, langflestir í Evrópu þar sem
Fulltrúi landlæknisembættisins
gagnrýnir stjórnvöld í áfengismálum
Frá ráðstefnu
SÁÁ um fíkni
vanda í gær sem
haldin var á
Hilton Nordica.
MYND/GRÍMUR
KOLBEINSSON
Ég brýni stjórnmála-
menn til að sýna hug-
rekki í þessum efnum.
Rafn M. Jónsson,
verkefnisstjóri
hjá Embætti
landlæknis
olafur@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Frá því í ágúst 2018
og út júlí 2022 hafa Íslög, lítil lög-
mannsstofa í eigu hjónanna og
lögmannanna Steinars Þórs Guð-
geirssonar og Ástríðar Gísladóttur,
fengið 76,2 milljónir króna greiddar
frá fjármálaráðuneytinu fyrir lög-
fræðiþjónustu. Þetta eru 55 prósent
af öllum lögfræðikostnaði ráðu-
neytisins á þessum tíma.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu
í gær gerði Sigurður Þórðarson, sem
var settur ríkisendurskoðandi til
að fylgjast með framkvæmd samn-
ings milli fjármálaráðuneytisins og
Lindarhvols ehf. sem falið var að
selja eignir sem ríkið fékk í stöðug-
leikaframlag frá þrotabúum föllnu
bankanna, alvarlegar athugasemdir
við starfsemi Lindarhvols.
Meðal þess sem Sigurður gagn-
rýndi í greinargerð voru mjög
mikil umsvif Steinars Þórs á vegum
stjórnar Lindarhvols. Á þeim tveim-
ur árum sem félagið starfaði greiddi
Lindarhvoll tæpar 120 milljónir til
lögmannsstofu Steinars Þórs. Frá
því að starfsemi Lindarhvols var
Háar fjárhæðir án útboðs til lítillar lögmannsstofu
mest er drukkið að sögn Rafns.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
in, WHO, hefur lagt til við aðildar-
ríki að þau bregðist við vaxandi
meðvitund um skaðsemi drykkju.
WHO hvetur lönd til að setja stefnu
sem hafi að markmiði að minnka
áfengisneyslu um 10 prósent.
Á sama tíma bendir Rafn á að
Íslendingar auki aðgengi að áfengi
sem aldrei fyrr og sé beint sam-
band milli aukins vanda og aukins
aðgengis. Frumvarp liggur fyrir
Alþingi um að ÁTVR verði heimilt
að selja áfengi á sunnudögum.
„Þegar Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin spyr mig sem ráðgjafa
íslenskra stjórnvalda hvert við
stefnum, þá svara ég: Við erum
ekki að standa okkur,“ sagði Rafn
í erindi sínu.
Til marks um aukningu í neyslu
má nefna að Íslendingar drukku
um fjóra lítra af hreinu alkóhóli
árið 1989 en núna átta. Á sama tíma
og drykkja eykst er minna fé varið
til forvarna en áður.
„Ég brýni stjórnmálamenn til að
sýna hugrekki í þessum efnum. Það
er ekki nóg að einblína bara á frelsi
og þjónustu, við þurfum heildar-
myndina,“ segir Rafn. n
hætt í febrúar 2018 hefur félagið
greitt lögmannsstofunni röskar 20
milljónir, samtals 140,5 milljónir.
Samtals hafa Íslög fengið greiddar
tæplega 217 milljónir frá fjármála-
ráðuneytinu og Lindarhvoli frá
2016. Eru þá ótaldar greiðslur frá
Seðlabankanum en Steinar Þór
hefur sinnt ýmsum verkefnum fyrir
Eignasafn Seðlabanka Íslands.
Samkvæmt reglugerð fjármála-
ráðuneytisins um vöru- og þjónustu-
kaup ber opinberum aðilum að fara
í opið útboð sé verðmæti verkefna
meira en 18,5 milljónir króna. n
olafur@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Stuðningsmenn Guð-
laugs Þórs Þórðarsonar í Kópavogi og
Reykjavík eru æfir út í Bjarna Bene-
diktsson og stuðningsmenn hans
vegna þess sem þeir kalla bolabrögð.
Í samtali við Fréttablaðið sakaði
rótgróinn trúnaðarmaður flokksins
Jón Gunnarsson um að hafa gengið
fram með ógeðfelldum hætti við að
bola 30 fulltrúum úr Kópavogi út af
landsfundi á tækniatriði.
Brynjar Níelsson, formaður kjör-
bréfanefndar, segir ýmis vandamál
hafa komið upp varðandi kjörbréf.
Verið sé að reyna að leysa úr þeim
til að sem flestir verði sáttir. Erfitt
sé hins vegar að gera öllum til hæfis.
Einnig hefur verið fullyrt að verið
sé að dusta rykið af aflögðum Sjálf-
stæðisfélögum og kjósa frá þeim
fulltrúa andstætt reglum flokksins.
Brynjar segir ýmis álitamál vera uppi
og tíminn naumur. „Þetta er ekkert
nýtt í f lokknum í kringum lands-
fundi og prófkjör,“ segir hann. n
Ásakanir um
bolabrögð Bjarna
4 Fréttir 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ