Fréttablaðið - 03.11.2022, Page 2

Fréttablaðið - 03.11.2022, Page 2
Ging gang gúllí gúllí Jólahúsin í Kópavogi fá engin verð- laun í ár. En kannski á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM benediktboas@frettabladid.is KÓPAVOGUR Lista- og menningar- ráð Kópavogs telur ekki raunhæft að gera skautasvell eða sérstakan jólabæ í ár vegna tímaskorts. Ráðið leggur þó til að taka umræðuna fyrr á næsta ári svo hægt sé að gera bæinn jólalegri. Hugmyndir sem komu einnig til ráðsins voru að gera jólakort Kópa- vogs þar sem helstu staðsetningar jólaviðburða koma fram og jólahús Kópavogs, sem væri samkeppni um jólalegasta húsið í bænum. Tíminn þótti þó ekki nægur en 51 dagur er til jóla. Elísabet Berglind Sveinsdóttir, formaður ráðsins, fékk það hlut- verk að útfæra hugmyndina í sam- starfi við starfsfólk menningar- mála. n Það verða engin jól í Kópavogi í ár Hvert rúm er sagt skipað á bráðamóttökunni sem er á geðdeild Landspítal- ans við Hringbraut. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Grímur Atlason, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar Landspítalinn segir það reglu að engum sem þurfi á bráðri þjónustu að halda sé vísað frá bráðamóttöku en svarar því ekki hvort verið sé að skoða slíkt tilfelli daginn sem veik kona svipti sig lífi fyrir skömmu. gar@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Landspítalinn neitar að tjá sig um konu sem lést í október og frænka hennar segir að hafi stytt sér aldur eftir að hafa komið að lokuðum dyrum á bráða- móttöku nóttina áður. Konan sem lést og var um fimm- tugt mun hafa átt við andleg veik- indi að stríða. Daginn sem útför hennar fór fram var birt í Morgun- blaðinu minningargrein sem ein frænka hennar skrifaði. „Eina helgina nú í október þegar vanlíðanin var að buga hana leitaði hún á bráðamóttökuna um nótt. Þar var henni tjáð að það væri sunnu- dagur og enga hjálp að fá fyrr en eftir hádegi. Ef hún hefði nú verið með hjartaáfall ætli henni hefði þá verið vísað frá? Öðru máli gegnir greinilega um sálaráfall!“ segir í minningargrein frænkunnar sem kveður konuna í kjölfarið hafa gripið til örþrifaráða. „Og hvað gat hún gert til að lina þjáninguna? Jú, hún fékk sér sund- sprett í ísköldum sjónum og lifði það ekki af. Þjáningum hennar er nú lokið en eftir sitja ættingjarnir í djúpri sorg sem seint verður lækn- uð,“ segir í minningargreininni. Fréttablaðið leitaði eftir svörum frá Landspítalanum um mál kon- unnar. „Er rétt að henni hafi verið vísað frá bráðamóttöku Landspítal- ans þegar hún leitaði aðstoðar þar þá um nóttina eða sólarhringana á undan?“ var spurt. „Ef svo er, getur þá verið að verkferlar spítalans séu ekki fullnægjandi til að takast á við bráðavanda af þessu tagi?“ Upplýsingafulltrúi Landspítalans svaraði því til að spítalinn gæti ekki tjáð sig um einstaka mál. „En starfs- reglur gera ráð fyrir að óvænt andlát skömmu eftir komu á spítalann séu tekin til skoðunar,“ segir í svarinu þar sem bent er á að móttaka vegna bráðs geðræns vanda sé opin allan sólarhringinn á Landspítala. „Sam- kvæmt verklagsreglum á engum í bráðri þörf á þjónustu að vera vísað frá.“ Í kjölfar þessa svars var Land- spítalinn spurður hvort slíkt mál væri til skoðunar vegna andláts sem orðið hefði á þeirri dagsetningu sem konan lést. „Liggur fyrir að engum í bráðri þörf á þjónustu hafi verið vísað frá spítalanum dagana 1. til 9. október?“ var einnig spurt. Engar nánari upplýsingar er hins vegar að hafa um þetta málefni frá Landspítalanum. „Vísa í fyrra svar,“ segir í svari upplýsingafulltrúans. Grímur Atlason, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar, kveðst hafa heyrt um mál konunnar þótt ekki hafi verið leitað til Geðhjálpar vegna þess. „Það eru f leiri svona mál í umræðunni og hafa verið í mörg ár,“ segir hann. Sorglegt sé að heil- brigðiskerfi ráði ekki við það sem sé í gangi. „Það er erfitt að setja sig í spor þeirra sem eru að vinna við þetta og geta ekki veitt þjónustu því öll úrræði eru full. Á bráðageðdeild er hvert rúm skipað og hvað ætlar fólk að gera þá?“ spyr framkvæmdastjóri Geðhjálpar. n Sögð hafa svipt sig lífi eftir synjun á bráðamóttökunni ljosid.is/ljosavinur Vildi að ég gæti átt venjulegan fimmtudags­ morgun með fjölskyldunni“ „ Garðar Örn Úlfarsson FJÖLMIÐLAR Garðar Örn Úlfars- son, fréttastjóri á Fréttablaðinu frá 2020, hefur verið ráðinn aðstoðar- ritstjóri. Garðar Örn á að baki langan feril í blaðamennsku, og var í hópi fyrstu blaðamanna Frétta- blaðsins við stofnun þess 2001. Sigmundur Ernir Rúnarsson er sem áður aðalritstjóri miðla Torgs sem gefur meðal annars út Frétta- blaðið, Markaðinn og DV og rekur sjónvarpsstöðina Hringbraut. n Garðar Örn ráðinn aðstoðarritstjóri ser@frettabladid.is AKU R E YR I Fjár festingar félagið Kaldbakur, sem meðal annars er í eigu Samherja, hefur keypt Lands- bankahúsið við Ráðhústorg á Akur- eyri. Sjö tilboð bárust og var tilboð Kaldbaks hæst, 685 milljónir króna. Fyrstu tillöguuppdrætti að hús- inu gerði Guðjón Samúelsson en gert var ráð fyrir mögulegri við- byggingu á austurhlið hússins. „Kaldbakur vill leggja sitt af mörkum til að varðveita húsið og glæða það frekara lífi til framtíðar,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson fram- kvæmdastjóri sem segir eigendur meðvitaða um tillögur Guðjóns. „Við munum skoða þessi mál í framhaldinu, þannig að nýting hússins verði sem best og sómi þess og bæjarprýði verði sem mest.“ n Kaldbakur kaupir Landsbankahúsið Skátahreyfingin á Íslandi fagnaði aldarafmæli sínu og áratug betur með hressilegri kvöldvöku í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ungskátar sungu hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 Fréttir 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.