Fréttablaðið - 03.11.2022, Qupperneq 6
Af þessum sökum fer
engin endur skoðun
fram og gömlu héraðs-
dómarnir eru látnir
standa.
Víðir Smári
Peter sen, dós-
ent við laga deild
Há skóla Ís lands
Neysla orkudrykkja hjá unglingum á
Íslandi virðist stigmagnast eftir því
sem þeir eldast. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
kristinnpall@frettabladid.is
LÝÐHEILSA Í nýrri æskulýðsrann-
sókn Menntavísindastofnunar
Háskóla Íslands kemur í ljós að
fjöldi þeirra sem neyta orkudrykkja
daglega margfaldast á milli áttunda
og tíunda bekkjar. Þá segjast rúm-
lega tíu prósent nemenda í fjórða
bekk, á aldursbilinu níu til tíu ára,
neyta orkudrykkja í hverri viku.
Niðurstöðurnar leiða í ljós að af
þeim tæplega 2.900 unglingum í
tíunda bekk sem svöruðu spurn-
ingum um orkudrykki sagðist rétt
rúmlega helmingur drekka að
minnsta kosti einn orkudrykk á
viku.Tæp fjögur prósent sögðust
drekka orkudrykki oft á dag og 4,4
prósent sögðust drekka einn á dag.
Unglingar á höfuðborgarsvæð-
inu voru sólgnari í orkudrykki en
jafnaldrar þeirra annars staðar á
landinu þar sem hlutfallið var 4,6
prósent í Reykjavík sem drekka
orkudrykk daglega og rúm fimm
prósent úr Kópavogi segjast drekka
fleiri en einn orkudrykk á dag.
Það er veruleg aukning á neyslu
orkudrykkja miðað við niðurstöð-
urnar úr sömu könnun meðal nem-
enda í áttunda bekk þar sem þrír
fjórðu sögðust aldrei drekka orku-
drykki. Í hópi nemenda í áttunda
bekk sögðust 1,2 prósent þeirra
sem svöruðu könnuninni drekka
orkudrykk daglega og sami fjöldi
f leiri en einn orkudrykk á dag.
Alls tók 2.491 nemandi þátt í fjórða
bekk og segist stærstur hluti hóps-
ins, 1.657 börn, aldrei neyta orku-
drykkja.
Af þeim sögðust 2,2 prósent
drekka orkudrykk eiginlega alla
daga, önnur 2,1 prósent drekka
orkudrykki 3-6 daga vikunnar og
6,4 prósent drekka orkudrykki einn
til tvo daga í viku. n
Tíu prósent fjórðu bekkinga drekki orkudrykki vikulega
Í úrskurði Endurupptöku-
dóms í máli Ívars Guðjóns-
sonar birtist augljós togstreita
milli Endurupptökudóms
og Hæstaréttar. Fá dæmi eru
um slíka deilu milli tveggja
hliðsettra dómstóla í íslenskri
réttarsögu.
benediktarnar@frettabladid.is
DÓMSTÓL AR Á mánudag féllst
Endurupptökudómur á beiðni
Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi
forstöðumanns eigin fjárfestinga
Landsbankans, um endurupptöku á
hans hlut að markaðsmisnotkunar-
máli bankans fyrir Hæstarétti.
Togstreitu milli Hæstaréttar og
Endurupptökudóms sem þar kemur
fram má rekja til þess að í desember
á síðasta ári heimilaði Endurupp-
tökudómur endurupptöku á máli
Styrmis Þórs Bragasonar, fyrr-
verandi forstjóra MP banka, og var
málið flutt að nýju fyrir Hæstarétti.
Hæstiréttur komst að þeirri
niðurstöðu fyrir um fjórum vikum
síðan að Endurupptökudómur hefði
átt að nýta tiltekna heimild í lögum
um meðferð sakamála og vísa mál-
inu til Landsréttar í stað Hæsta-
réttar, af því að í Landsrétti mætti
taka skýrslur af aðilum og vitnum.
Málinu var vísað frá Hæstarétti þar
sem ekki var hægt að fá munnlega
sönnunarfærslu til að geta dæmt í
málinu, þar sem hún gat ekki farið
fram fyrir réttinum á grundvelli
núgildandi laga.
Á mánudag kom sama staða
aftur upp í máli Ívars Guðjóns-
sonar en Endurupptökudómur
vísaði því máli aftur til Hæstaréttar
í stað Landsréttar. Endurupptöku-
dómur túlkar lögin á þann hátt að
ofangreint ákvæði eigi aðeins við
mál sem hafa áður sætt meðferð
hjá Landsrétti. Mál bæði Ívars og
Styrmis voru rekin áður en Lands-
réttur kom til sögunnar.
Víðir Smári Petersen, dósent við
lagadeild Háskóla Íslands, segir
það áhugavert að hér séu tveir hlið-
Ágreiningur Endurupptökudóms og
Hæstaréttar þýðir dæmafáa pattstöðu
gar@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Plastúrgangur frá
garðyrkjustöð sem losaður var í
landi Spóastaða í Bláskógabyggð
hefur nú loks verið fjarlægður,
þremur árum eftir að hin ólöglega
losun fór fram. Plastið hafði verið
blandað jarðefnum.
Þegar tilkynning barst um losun-
ina á árinu 2019 hafði Bláskógabyggð
samband við fyrirtækið Terra sem
sá um hirðu frá garðyrkjustöðinni
og fór fram á að plastið yrði fjarlægt.
Terra hugðist ráðast í það verkefni
en fyrir sex vikum kom það fram á
fundi framkvæmdanefndar sveitar-
félagsins að ekki hefði orðið af því.
Valgeir M. Baldursson, forstjóri
Terra, segir hreinsun svæðisins nú
á lokastigi. Handvömm hafi orðið til
þess á sínum tíma að plastið fylgdi
með jarðefnunum á losunarstaðinn
og síðan hafi farist fyrir að fjarlægja
það.
Ekki hafi verið um mikið magn
að ræða. Sá sem rekið hafi garð-
yrkjustöðina hafi blandað plastinu
í gróðurúrgang sem ekki hefði átt
að gera.
„En hvort sem þetta var lítið
magn átti ekki plast að fara þarna
niður. Það er verið að leggja loka-
hönd á frágang á svæðinu núna,
verið að sigta mold og ná úr plast-
inu,“ segir forstjóri Terra. n
Terra sigtar loksins plastúrgang úr jarðveginum
ragnarjon@frettabladid.is
ASÍA Norður- og Suður Kórea hafa
sent f lugskeyti að ströndum hvor
annarrar í stigvaxandi átökum milli
þjóðanna.
Norður-Kórea skaut f leiri f lug-
skeytum í gær en nokkru sinni
áður á einum degi, 23 skeytum. Eitt
þeirra lenti einungis 60 kílómetrum
frá borginni Sokcho í Suður-Kóreu.
Suður-Kórea svaraði fyrir sig með
því að skjóta þremur sprengjum
úr lofti að sjónum rétt fyrir innan
landamæri Norður-Kóreu.
Norður-Kóreumenn hafa sagt að
flugskeytasendingar þeirra séu svar
við miklum heræfingum Suður-
Kóreu sem framkvæmdar hafa verið
í samstarfi við Bandaríkin.
Yfirvöld í Pyongyang hafa varað
við því að verði ekki hætt við æfing-
arnar muni þjóðirnar „greiða versta
gjald sögunnar“. n
Norður-Kórea
aldrei skotið fleiri
flaugum á dag
Valgeir M.
Baldursson,
forstjóri Terra
segir hreinsun
svæðisins á
lokastigi.
FRÉTTABLAÐIÐ/
PJETUR
Endurupptökudómstóll vísaði máli Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjársfestinga Landsbank-
ans, aftur til Hæstaréttar fyrr í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON
settir dómstólar sem hafi hvor sína
túlkun á tilteknu lagaákvæði um
endurupptöku sakamála.
„Það er alveg ljóst að Hæstiréttur
er bundinn af ákvörðunum Endur-
upptökudóms um endurupptöku
málsins, en hann hefur sjálfstæða
skoðun á beitingu þessarar heim-
ildar. Endurupptökudómur lítur
aftur á móti svo á að hann sé ekki
bundinn af túlkun Hæstaréttar, að
túlkun Hæstaréttar á þessu laga-
ákvæði sé ekki fordæmisgefandi
fyrir sig. Þetta eru tveir turnar að
tala saman og við höfum aldrei lent
í þessu áður að tveir hliðsettir dóm-
stólar á æðsta stigi séu ósammála
um svona lagaatriði,“ segir Víðir.
Að sögn Víðis er það ekki óheil-
brigt eða óeðlilegt í sjálfu sér að
dómstólar séu ósammála, og nefnir
dæmi um að slíkt þekkist til dæmis
í Þýskalandi. Nú sé hér komin upp
ákveðin pattstaða og það sé lög-
gjafans að leysa úr ágreiningnum.
„Hér eru tveir dómstólar sem eru
ósammála og það er í raun enginn
sem getur leyst úr þeim ágreiningi
nema löggjafinn. Það er brýnt að
mínu mati að löggjafinn ráði bót á
þessu, því það er ákveðin pattstaða
eins og staðan er núna, þar sem
Endurupptökudómur telur að sér sé
ekki heimilt að vísa máli til Lands-
réttar, nema að það hafi áður verið
dæmt fyrir Landsrétti. Hæstiréttur
telur sig á móti við þessar aðstæður
ekki geta framkvæmt munnlega
sönnunarfærslu. Af þessum sökum
fer engin endurskoðun fram og
gömlu héraðsdómarnir eru látnir
standa,“ segir Víðir. n
Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu.
jonthor@frettabladid.is
DAN MÖRK Marg rét Þórhildur
Danadrottning fundaði í gær með
leiðtogum stjórnmálaf lokkanna
í Danmörku vegna nýafstaðinna
kosninga í landinu. Þar lýstu þeir
fyrir henni skoðun sinni á því
hvernig næsta ríkisstjórn ætti að
líta út.
Flestir þeirra eiga að hafa mælt
fyrir því að Mette Frederiksen, for-
maður Jafnaðarmannaf lokksins,
myndi leiða nýja ríkisstjórn. Hún
hafði fyrr í gær skilað inn afsagnar-
bréfi sínu sem forsætisráðherra til
drottningarinnar.
Flokkur hennar hlaut 27,5 prósent
atkvæða, sem kalla mætti stórsigur,
og f lokkurinn er því sá stærsti á
danska þinginu. Því er gert ráð fyrir
að hún muni halda umboðinu til
að mynda nýja ríkisstjórn í Dan-
mörku. n
Mette í vænlegri
stöðu eftir sigur
Mette Fredrik-
sen, formaður
Jafnaðar-
manna-
flokksins
6 Fréttir 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ