Fréttablaðið - 03.11.2022, Síða 8
Kynslóð-
irnar nú til
dags eru
vanar
öryggis-
vörnum
sem eru
með örygg-
ið í fyrir-
rúmi.
Hilmar
Snorrason
Mannskæðustu sjóslys Íslands
Mesta sjóslys Íslandssögunnar
átti sér stað þann 6. júlí 1942
þegar skipalestin QP-13 sigldi
inn í tundurduflabelti norður
af Straumsnesi, nyrst á Vest-
fjörðum.
Skipalestin samanstóð af nítj-
án kaupskipum sem voru ýmist
á leiðinni til Bandaríkjanna
eða Bretlands ásamt nokkrum
vopnuðum fylgdarskipum og
tundurduflaslæðara.
Á leið skipanna var tundur-
duflabelti sem Bretar höfðu
lagt til varnar gegn þýskum her-
skipum en sjö sjómílna breið
renna var í beltinu þar sem
skipin gátu siglt gegnum. Vegna
slæmra veðurskilyrða og mis-
skilnings sigldi lestin hins vegar
á tundurduflabeltið og fórust
þar nokkur skip.
Þrátt fyrir að í kjölfarið hafi
mikil þrekraun verið unnin í
björgunarstarfi við erfiðar að-
stæður fórust yfir tvö hundruð
í slysinu.
Annað mannskætt sjóslys
við Ísland átti sér stað þegar
hollenska skipið Het Wapen
van Amsterdam strandaði á
Skeiðarársandi 19. september
1667 á leið frá Austur-Indíum.
Um tvö hundruð manns voru
um borð í skipinu en aðeins 60
þeirra björguðust eftir mikla
hrakninga.
Margir töldu að skipið hefði
borið dýrmætan farm og hefur
það stundum verið kallað gull-
skipið. Í gegnum árin hafa verið
gerðar margar tilraunir til að
finna skipið í sandinum, meðal
annars með drónum og málm-
leitartækjum, en án árangurs.
Síðastliðinn áratug hefur
banaslysum sjómanna við
strendur landsins fækkað
verulega og hefur ekkert
banaslys orðið síðustu fimm
ár. Áfanganum var fagnað
í fyrsta sinn árið 2008. Var
þetta í áttunda sinn á þret-
tán árum sem engin bana-
slys urðu. Öryggiskennd hjá
nútímasjómönnum er mun
meiri.
Samgöngustofa kynnti í gær nýtt
miðlægt skráningarkerfi sem gerir
útgerðum kleift að tilkynna slys og
atvik tengd sjómönnum rafrænt.
Með því er markmiðið að auðvelda
útgerðum að uppfylla lagalega til-
kynningarskyldu sína en auk þess
geta sjómenn sjálfir, óháð starfstitli,
skráð slys og atvik þar sem litlu mátti
muna að slys hefði orðið.
„Sem meðlimur í rannsóknar-
nefnd á slysum á sjó og skólastjóri
Slysavarnaskólans veit ég að það
hefur verið hörgull á því að sjó-
menn tilkynni sjóslys. Slys hafa jafn-
vel verið tilkynnt árum eftir að þau
komu upp, en með þessum búnaði
geta einstaklingarnir farið sjálfir inn
og tilkynnt þetta undir eins. Það er
enn í ábyrgð skipstjóra að tilkynna
hvert tilvik, en það er ekkert að því
að fá fleiri tilkynningar. Með þessum
hugbúnaði erum við að færa okkur
í rafrænt umhverfi,“ segir Hilmar
Snorrason, skólastjóri í Slysavarna-
skóla sjómanna, sem situr í rann-
sóknarnefnd samgönguslysa á sjó, í
samtali við Fréttablaðið þegar hann
ræðir þessa nýjung.
„Þegar það verður slys á sjó er til-
kynningarskylda hjá öllum þeim
sem um það vita, að tilkynna það
til rannsóknarnefndarinnar, en það
hefur verið hörgull á því. Menn hafa
iðulega munað að senda tilkynn-
ingu inn til Sjúkratrygginga Íslands
og talið jafnvel að með því væri það
jafngildi að senda rannsóknarnefnd-
inni, en það er ekki. Þetta kerfi veitir
okkur vonandi betri yfirsýn.“
Koma þessu í verkferla
Hilmar segir mikilvægt að koma
þessu kerfi í daglega verkferla hjá
sjómönnum þar sem forvarnargildið
geti reynst afar mikilvægt.
„Það er okkar að koma þessu inn í
verkferla og gera þetta að eðlilegum
hluta af starfinu, að meðal fyrstu við-
bragða eftir slys sé að tilkynna þau.
Það getur reynst heilmikil forvörn í
þessu. Sjómaður sem lendir í slysi og
telur sig hafa verið klaufa þegar slys
kemur upp og sleppir að tilkynna
atvikið, en það getur verið að annar
sjómaður geti lært af mistökunum
og gæti sín í slíkum aðstæðum. Starf
okkar í skólanum gengur að mörgu
leyti út á forvarnir,“ segir Hilmar sem
segir tvær tegundir slysa algengastar.
„Fallvarnir eru algengustu slysin,
bæði hér og á heimsvísu. Ef ég ætti að
telja upp algengustu slysin þá tengj-
ast þau líklegast stungusárum, enda
meginþorri okkar sjómanna eru
fiskimenn sem vinna með hnífa og
eru að skera sig. Slíkur skurður getur
leitt til taugaskemmda sem hafa
langtímaáhrif. Það þekkja margir
sjómenn að vera með kalda putta,“
segir Hilmar og heldur áfram:
„Ég veit um tilvik þar sem ein-
staklingar voru ekki vissir um hvort
það ætti að tilkynna atvikið, en við
tölum alltaf um mikilvægi þess að
tilkynna frekar meira en minna. Það
er engin yfirheyrsla sem fylgir því,
en það tryggir að atvikið er á skrá.
Ef það kemur upp síðar að það séu
langtímaáhrif af slysinu, þá er auð-
veldara að rekja hvernig slysið bar
að og hvaða afleiðingar voru. Þetta
er líka mikilvægt fyrir sjómanninn,
ef slysin eru ekki skráð getur hann
misst af bótum eða rétti á sjúkra-
kostnaði og sjúkraþjálfun.“
Hilmar hefur verið í þessum geira
í tæp þrjátíu ár og segir drauminn að
eiga slysalaust ár, en hann segir nýja
kerfið vonandi skref í þá átt.
„Fjöldi slysa er ekki mælanlegur í
fjölda tilkynninga, það getur verið
að sama mál sé ekki tilkynnt eða
tvítilkynnt. Ef tilkynningarnar
leiða til bættra forvarna getum við
bætt vinnulag til frambúðar. Ég á
mér þann draum að það verði engin
slys eitt árið. Við náum því, “ segir
Hilmar. „Þetta tól er gríðarlega öfl-
ugt í þeirri vegferð að komast að núll
slysa markinu.“
Alvarlegum slysum fækkað
Hilmar hefur starfað við rannsókn
sjóslysa í tæpa þrjá áratugi en hann
segist sjá mælanlegan mun í fjölda
alvarlegra tilvika og segir hann
margþætta ástæðu þar að baki.
„Þegar ég byrjaði í rannsóknar-
nefnd sjóslysa árið 1995 vorum við
að eiga við miklu fleiri alvarleg slys.
Þá var algengara að einstaklingar
urðu örkumla, en sem betur fer eru
atvikin í dag flest minni háttar. Það
hefur greinileg breyting átt sér stað,
alvarlegum slysum fer fækkandi
og um leið hefur tilkynningum til
Sjúkratrygginga líka fækkað,“ segir
Hilmar. Það sé samspil margra
þátta, meðal annars betri hvíldar
skipverja.
„Það er önnur breyting sem ekki
má horfa fram hjá. Á stærstum hluta
skipa hér á landi eru komnar tvær
áhafnir, skiptiáhafnir. Menn eru
úthvíldari og ég er alveg sannfærður
um að það hafi jákvæð áhrif.“
Hann segir að það sé einnig við-
bragðsaðilum að þakka.
„Annað sem hefur breyst er að
við erum með nýrri skip og betri
búnað. Svo hefur þyrla Landhelgis-
gæslunnar komið mönnum á undra-
verðum hraða undir læknishendur
þegar þess er þörf. Það eru ofsalega
margir þættir sem koma að þessu,
Samgöngustofa á hlut í þessu með
aðhaldi sínu og tryggingarfélögin
með sínum áherslum á forvarnir. Það
eru margir sem eiga hlut í þessu. Svo
er það skólinn, þó að ég sé auðvitað
ekki hlutlaus þar.“
Hugarfar sjómanna breyst
Þar sem Hilmar nálgast þrjá áratugi
í starfi sér hann sýnilegan mun á
viðhorfi sjómanna sem setjast á
skólabekkinn í fyrsta sinn í dag og
þegar hann var að hefja störf.
„Okkur hefur tekist að koma að
þekkingu hjá sjómönnum sem þeir
eru að nýta sér, en þetta snýst um
breytt viðhorf. Það er eitt að kenna,
en annað hvernig sjómaðurinn
vinnur úr því. Við tölum mikið um
áhættumat, að sjómaðurinn geri
sér stöðugt grein fyrir stöðunni í
staðinn fyrir að velta fyrir sér hvað
fór úrskeiðis eftir á. Sjómaðurinn
getur sannarlega unnið mikið for-
varnarstarf á eigin skipi með því að
hafa augun og eyrun opin og horfa
gagnrýnum augum á umhverfið.
Þetta kerfi er um leið möguleiki til
þess.“
Hilmar er glettinn þegar hann
rifjaði upp fyrstu árin sem nám-
skeiðið þeirra varð að skyldufagi
og eldri sjómenn þurftu að setjast
á skólabekk.
„Slysavarnaskóli sjómanna var
settur á laggirnar árið 1985 og átta
árum síðar var hann gerður að
skyldufagi fyrir sjómenn. Það voru
margir fúlir á sínum tíma, þeir
kunnu og vissu þetta allt og þurftu
ekkert á þessu að halda. Í dag eru
kynslóðir sjómanna sem þekkja
ekkert annað og tala um mikilvægi
þess að sitja þetta námskeið og við-
halda þekkingunni. Það skiptir máli
að hamra járnið til að upplýsing-
arnar komist inn,“ segir Hilmar og
tekur undir að það sé meiri öryggis-
kennd í yngri kynslóðinni.
„Kynslóðirnar nú til dags eru
vanar öryggisvörnum sem eru með
öryggið í fyrirrúmi. Hlutum eins
og hjálmaskyldu á reiðhjólum og
sætisbeltum í bíl. Maður man eftir
því að heyra hérna að menn sem
komu utan af landi keyrðu aldrei
með bílbelti í heimabyggðinni, bara
í Reykjavík, en öryggismenningin er
allt önnur í dag. Það fer enginn út á
þilfar á skipi hjálmlaus lengur. Ég
trúi því varla að það gerist.
Það er stutt síðan það var fyrsta
árið án banaslyss og það hafa mörg
ár fylgt eftir. Það hafa aðrar þjóðir
horft til þessa og velt fyrir sér hvað
við höfum verið að gera. Stór hluti
af því er að við erum með kynslóðir
sjómanna sem þekkja ekkert annað
en að fara í gegnum menntunina,“
segir Hilmar og bætir við að helsta
þróunin sé í hugarfari sjómanna.
„Menn átta sig á því að þeir vilji
komast heim. Skipin hafa tekið
framförum, en í enda dagsins er
það sjómaðurinn sem hefur tekið
hvað mestum framförum í þessum
málum.“ n
Alvarlegum sjóslysum fækkað til muna
Hilmar Snorra-
son, skólastjóri
Slysavarnaskóla
sjómanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Þegar slys
verður á sjó
hvílir tilkynn-
ingarskylda á
öllum þeim sem
um það vita.
Hörgull er þó á
að slys séu til-
kynnt.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
Kristinn Páll
Teitsson
kristinnpall
@frettabladid.is
8 Fréttir 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR