Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2022, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 03.11.2022, Qupperneq 10
Við sem samfélag eigum ekki að unna okkur hvíldar fyrr en þessir vegakaflar eru komnir í ásættanlegt horf. Sigurður R. Ragnarsson ÓSKAJÓGÚRT ÞJÓÐARINNAR SÍÐAN 1972 – Nýjar umbúðir, sama góða bragðið. Síung í hálfa öld. Samtök iðnaðarins gagn- rýna harðlega niðurskurð til samgöngumála sem boðaður hefur verið í fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Stjórnarformaður íslenskra aðalverktaka segir frekari frestun nauðsynlegra fram- kvæmda stefna öryggi veg- farenda í hættu. ggunnars@frettabladid.is Í skýrslum sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga gerðu um ástand innviða á Íslandi árin 2017 og 2021 kom fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf þjóðvega landsins væri yfir 100 milljarðar. Greiningar hafa jafnframt leitt í ljós að vegir og brýr eru þeir inn- viðir landsins sem eru í hvað verstu ástandi. Samtök iðnaðarins lýsa yfir þung- um áhyggjum af þeim áformum ríkisstjórnarinnar að skera niður í samgönguframkvæmdum um hátt í fjóra milljarða fram til ársins 2024. Fjárlagafrumvarp ársins 2023 bíður nú afgreiðslu Alþingis. Á meðal þeirra framkvæmda sem stendur til að slá á frest, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, er tvöföldun Reykjanesbrautar við Straumsvík. Samtök iðnaðarins benda á að sú framkvæmd hafi verið tilbúin til útboðs frá því í júní. Verði fjár- lagafrumvarpið samþykkt óbreytt stefni í að framkvæmdir þar hefjist ekki fyrr en eftir tvö ár. Sigurður R. Ragnarsson, stjórnar- formaður Íslenskra aðalverktaka og varaformaður Samtaka iðnaðarins, segir gagnrýnina réttmæta. „Með því að draga með þessum hætti úr nauðsynlegum vegafram- kvæmdum er ekki einungis öryggi vegfarenda stefnt í hættu. Þetta setur líka rekstur þeirra fyrirtækja sem eru í bygginga- og mannvirkja- gerð úr skorðum. Þeirra bíður að draga úr framkvæmdum, fækka starfsfólki og losa tækjabúnað. Það er staðan sem blasir við þeim sem starfa í greininni,“ segir Sigurður. Með niðurskurðinum bætist þannig í uppsafnaða viðhaldsþörf í vegasamgöngum að mati Sigurðar. „Þetta mun reynast mjög kostn- aðarsöm skuldasöfnun því áætluð uppsöfnuð viðhaldsþörf vegna vega landsins er þegar á bilinu 110–130 milljarðar króna.“ Sigurður segir að ríki og sveitar- félögin hafi gert vel í heimsfaraldr- inum og fjárfest duglega í innviðum. „Það hefur verið töluverð uppbygg- ing á þessu sviði síðastliðin misseri en nú horfir svo við að í fjárlaga- frumvarpi næst árs verði aftur gert ráð fyrir niðurskurði.“ Hann bætir við að ef fari fram sem horfir verði engar framkvæmdir í gangi við þrjár meginumferðaræð- arnar til og frá höfuðborgarsvæðinu á næsta ári. „Þetta er dálítið nöturleg stað- reynd fyrir þessa þrjá mest eknu kafla vegakerfisins sem hafa jafn- framt að geyma hættulegustu vegar- kafla kerfisins. Við sem samfélag eigum ekki að unna okkur hvíldar fyrr en þessir vegakaflar eru komnir í ásættan- legt horf fyrir vegfarendur,“ segir Sigurður. n Telur öryggi stefnt í hættu með niðurskurði Sigurður R. Ragnarsson, stjórnarfor- maður ÍAV, segir að fari fram sem horfir verði engar framkvæmdir í gangi umhverfis höfuðborgar- svæðið á næsta ári. MYND/ BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON helgisteinar@frettabladid.is Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður samtaka leigjenda, segir það ekki koma sér á óvart að vandi leigjenda á húsnæðismarkaði fari vaxandi. Frumniðurstöður nýrrar rann- sóknar sem unnin var af Viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands benda til þess að 40 prósent fólks á leigu- markaði muni ekki geta safnað sér fyrir íbúð. Guðmundur segir öll gögn sýna að staða leigjenda þyngist eftir því sem fólk eldist. „Fyrir fjölskyldufólk eru meiri líkur á að lifa af hættulegar veirur en að komast af leigumarkaði eftir þrítugt. Ef þú ert eldri en 34 ára þá eru innan við tveggja prósenta líkur á að þú losnir af leigumarkaði. Aftur á móti eru 90 prósenta líkur á því að lifa af ebólaveiruna,“ segir Guð- mundur. Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er alfarið orðinn fjárfestingamark- aður að mati Guðmundar. Hann sé ekki þessi félagslegi markaður sem oft er talað um. „Húsnæði er skil- greint fyrst og fremst sem grund- vallarmannréttindi og þess vegna er þetta svo mikil öfugþróun.“ Hann bendir á að vísitala bygg- ingarkostnaðar hafi hækkað um 72,2 prósent frá árinu 2010 en vísi- tala húsnæðisverðs hækkað um 215 prósent. Á höf uðborgarsvæðinu er u um tvö þúsund íbúðir skráðar til skammtímaleigu. Það samsvarar þremur prósentum af öllum íbúð- um í Reykjavík. Til samanburðar er hlutfall slíkra íbúða 0,23 prósent í Stokkhólmi, eða tólf sinnum færri en í Reykjavík. Guðmundur telur að með því að þrengja skilyrði að lánsfé tryggi stjórnvöld að aðeins þeir sem séu vel stæðir fái að skuldsetja sig á meðan láglaunafólk endi á leigumarkaði. „Það er hins vegar til mjög einföld lækning við þessu. Það er aukið fram- boð á húsnæði, betri vernd fyrir leigj- endur og hömlur á leiguverð. Þessi lækning er notuð í löndum í kringum okkur,“ segir Guðmundur. n Viðbúið að vandi leigjenda á húsnæðismarkaði fari vaxandi Guðmundur Hrafn Arngríms- son, formaður samtaka leigj- enda. MYND/AÐSEND 10 Fréttir 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.