Fréttablaðið - 03.11.2022, Síða 16
Hitt er svo
að það er
ófrávíkjan-
lega okkar,
Sjálfstæðis-
fólks, og
engra
annarra
að ákveða
hver leiðir
flokkinn.
Nýlega skrifaði ég grein í blaðið,
„Norska leiðin í auðlindamálum“.
Þar fjallaði ég um þá ákvörðun ríkis-
stjórnar Noregs, að taka afnotagjald,
auðlindagjald, af fiskeldisfyrirtækj-
um fyrir afnot þeirra af hafinu, fjörð-
um landsins, frá næstu áramótum.
Nýr póll tekinn í hæðina
Hér er eiginlega um nýja stefnumörk-
un að ræða, nýr póll tekinn í hæðina,
þar sem þau grunnverðmæti, sem fel-
ast í hafi, landi og lofti, eru endanlega
skilgreind sem sameign þjóðar, og, að
þeir einstaklingar eða þau fyrirtæki,
sem nýta sér þessa sameign, í rekst-
urs- og hagnaðarskyni, skuli greiða
leigu eða afnotagjald, auðlindagjald,
fyrir.
Þetta samræmist viðteknum við-
skiptaháttum, en leiga eða greiðsla
fyrir afnot er auðvitað viðtekin regla
í samskiptum og viðskiptum manna.
Umhverfið eyrnamerkt
þjóðinni og verðlagt
Þetta er líka spor í þá átt, að eyrna-
merkja umhverfið og opna augu
manna fyrir verðmætum þess og
eignarrétti almennings á því.
Hingað til hafa margir litið svo á,
að nýta mætti umhverfið, sem ekki
er í séreign, hér hafið, eins og enginn
ætti það, eða þá, að menn eignuðu
sér það sjálfir við notkun. Slíkum
viðhorfum er hér endanlega hafnað.
Umfang og eðli auðlindagjaldsins
– blómleg byggð
150 fyrirtæki stunda fiskeldi í
fjörðum Noregs. Mörg þeirra eru
fremur lítil, en eru þó mikilvæg fyrir
atvinnulíf síns byggðarlags. Ríkis-
stjórn Noregs vill ekki raska því
byggðajafnvægi, sem greinin skapar,
og ákvað því að beina auðlindagjald-
tökunni eingöngu að stærstu fyrir-
tækjunum.
Þessi fyrirtæki eru um fjórðungur
greinarinnar.
Auðlindagjaldið verður reiknað
á hagnað fiskeldisfyrirtækis, eftir
greiðslu reglulegs tekjuskatts, sem
öll fyrirtæki greiða, á þann hátt, að
20% þess hreina hagnaðar, sem eftir
stendur, renna til sveitarfélagsins,
sem fyrirtækið starfar í, og 20% til
ríkisins, þannig, að eigendur/hlut-
hafar fyrirtækjanna halda 60%.
Auðlindagjaldið mun skila norsk-
um sveitarfélögum, þar sem starf-
semin fer fram, 25 milljörðum ísl.
króna 2023 og norska ríkinu sömu
fjárhæð, alls 50 milljörðum.
Augljóst er, að þessar viðbótar-
tekjur sveitarfélaganna munu stór-
auka getu þeirra til uppbyggingar
innviða og bættrar þjónustu við
íbúa sína; tryggja blómlegt mannlíf
um dreifðar byggðir landsins.
Brýnt að stjórnvöld hér
bregðist við – bætt kaupsýsla
Mörg norsk fiskeldisfyrirtæki eru
nú þegar komin með rekstur sinn til
Íslands. Hér virðast þau geta komið
sér fyrir án nokkurra eða mikilla
greiðslna leyfa eða gjalda.
Í Noregi er það hins vegar svo, að
auk auðlindagjaldsins af hagnaði,
frá 1. janúar, er rekstursaðstaða til
fiskeldis boðin út, rekstursleyfin
seld hæstbjóðendum, og fær ríkið
stórfé fyrir.
Leyfi eru boðin út á tveggja ára
fresti. Á dögunum voru seld ný leyfi
fyrir 24.644 tonnum MTB, og fékk
norska ríkið um 50 milljarða ísl.
króna fyrir. 2020 fékk norska ríkið
90 milljarða fyrir þau rekstursleyfi,
sem þá voru seld.
Í Noregi greiða fiskeldisfyrirtæki,
sem sagt, fyrst fyrir rekstursleyfi og
svo bætast 40% af reksturshagnaði,
sem afnota- eða auðlindagjald, við.
Ef sá skilningur minn er réttur, að
hér kosti rekstursleyfi til fiskeldis
lítið sem ekkert, er því ekki nema
von, að Norðmenn flykkist hingað.
Þetta er þá um leið vísbending
um ótrúlegan sofandahátt íslenzkra
stjórnvalda. Þar virðist vanta nokk-
uð upp á nauðsynlegt kaupsýslu- og
peningavit.
Er því bráðbrýnt, að íslenzk
stjórnvöld átti sig á þessari stöðu
og bregðist f ljótt og rétt við! Það
viðbragð getur í raun aðeins verið,
að samræma íslenzkar reglur um
greiðslu fyrir rekstursleyfi, á grund-
velli útboðs, svo og innleiðingu
sama auðlindagjalds fyrir fiskeldi
hér og verður í Noregi.
Afnot sjávarútvegsins
af fiskimiðunum
Íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa
haft mikinn hagnað af sínum fisk-
veiðum, fiskverkun og fisksölu. Var
hagnaður þeirra 11 stærstu 2021
um 60 milljarðar króna, og hafa
þau byggt upp eigiðfé upp á 400
milljarða króna.
Búið er að þrefa og þjarka mikið
um sanngjarnt auðlindagjald, sem
sjávarútvegurinn skuli greiða þjóð-
inni, en um það hefur engin sátt
náðst. Síðasta auðlindagjaldið,
sem undirritaður veit um, fyrir
árið 2020, nam 4,8 milljörðum. Í
heildarsamhengi rétt upp í nös á
ketti.
Væri norska leiðin
grundvöllur fyrir þjóðarsátt?
Væri ekki ráð, að fylgja fordæmi
frænda okkar í Noregi og innleiða
hér leigugjald, afnotagjald, af okkar
sameiginlegu íslenzku fiskimiðum
– auðlindagjald – sem næmi 20% af
árlegum hagnaði fyrir sveitarfélög,
20% fyrir ríkið og eigendur/hlut-
hafar fyrirtækjanna héldu 60%!?
Með þessum hætti hefðu sveitar-
félög fengið 12 milljarða fyrir árið
2021 og ríkið aðra 12 milljarða.
Fyrir árið 2020 hefði auðlinda-
gjaldið reyndar verið minna en
helmingur af þessu, vegna þess, að
þá var af koma sjávarútvegsfyrir-
tækja mun lakari, en, það er ein-
mitt málið; með þessum hætti væru
hagsmunir útgerðar og þjóðar þeir
sömu, við öll með samtengda hags-
muni. Öll í sama báti. n
Norska leiðin getur skapað þjóðarsátt í auðlindamálum
Ole Anton
Bieltvedt
samfélagsrýnir og
dýraverndarsinni
Augljóst er, að þessar
viðbótartekjur sveitar-
félaganna munu
stórauka getu þeirra til
uppbyggingar innviða
og bættrar þjónustu
við íbúa sína; tryggja
blómlegt mannlíf um
dreifðar byggðir lands-
ins.
Miðað við umræðu í fjölmiðlum
síðustu daga mætti ætla að svo sé
ekki.
Hver f jölmiðillinn á fætur
öðrum hefur ritað fréttaskýringu
eða fengið prófessor í viðtal til að
útskýra fyrir okkur Sjálfstæðisfólki
að núverandi formaður Sjálfstæð-
isf lokksins eigi persónulega aðild
að ríkisstjórninni og að forystu-
fólk samstarfsf lokkanna muni að
líkindum slíta ríkisstjórninni verði
hann ekki áfram í brúnni. Þetta er
fjarstæðukenndur málf lutningur.
Enginn einn maður er stærri en
f lokkurinn og það er f lokkurinn
sem á aðild að stjórnarsamstarf-
inu.
Það er auðvitað ekkert sem
bendir til þess að forystufólk
Framsóknar og Vinstri grænna
ætli raunverulega að slíta ríkis-
stjórnarsamstarf inu verði nýr
formaður kjörinn á landsfundi
Sjálfstæðisf lokksins um helgina.
Þau hafa starfað lengi og vel með
Guðlaugi Þór líkt og með Bjarna
Benediktssyni. Mig rekur meira að
segja minni til þess að bæði Katrín
og Sigurður Ingi hafi f lutt Guðlaugi
glimrandi lofræður í fimmtugs-
afmæli hans fyrir örfáum árum.
Ekki bendir það til þess að traust
skorti milli þessara stjórnmála-
manna. Hitt er svo að það er ófrá-
víkjanlega okkar, Sjálfstæðisfólks,
og engra annarra að ákveða hver
leiðir f lokkinn. Stuðningsfólk ann-
arra f lokka myndi svo sannarlega
ekki taka því af léttvægni ef ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins væru að
skipta sér af innri málefnum sam-
starfsf lokka Sjálfstæðisf lokksins
í ríkisstjórn. Við Sjálfstæðisfólk
eigum aldrei að líða slík afskipti af
starfi okkar f lokks. Þetta veit Katr-
ín Jakobsdóttir og hefur gefið það
skýrt til kynna að hún hafi ekki í
hyggju nein afskipti af landsfundi
Sjálfstæðisflokksins.
Formaður Sjálfstæðisflokksins á
að veljast út frá þeim eiginleikum
sem hann býr yfir, m.a. leiðtoga-
hæfni, tengslum við grasrótina
og möguleikum hans á að styrkja
stöðu f lokksins. Það skiptir auð-
vitað máli að forystufólk haf i
hæfileika til að ná trausti og trún-
aði ólíks fólks, innan sem utan
þingsins, þar er Guðlaugur Þór síst
veikari fyrir á svellinu en Bjarni
Benediktsson.
Á sunnudaginn kemur er mikil-
vægt að við sjálfstæðisfólk kjósum
okkur leiðtogann sem við viljum,
ekki leiðtogann sem andstæðingar
okkar í stjórnmálum vilja að við
sættum okkur við. Við megum ekki
láta óttann grípa okkur, heldur
kjósa þann sem líklegastur er til að
leiða f lokkinn til sigurs. Við þurf-
um að kjósa Guðlaug Þór sem nýjan
formann Sjálfstæðisflokksins. n
Sjálfstæðisflokkurinn er aðili að ríkisstjórninni
Ísak Einar
Rúnarsso n
landsfundar-
fulltrúi í Garðabæ
16 Skoðun 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ