Fréttablaðið - 03.11.2022, Síða 34
Eitt markmið verk-
efnisins er að leyfa
eldri myndum að njóta
sín á stóru tjaldi í kvik-
myndahúsi.
ninarichter@frettabladid.is
Bíótekið er verkefni Kvikmynda-
safns Íslands sem miðar að því að
gefa kvikmyndaáhugafólki tæki-
færi til að upplifa alls konar kvik-
myndir einn sunnudag í mánuði.
Eitt af markmiðum verkefnisins er
að leyfa myndunum að njóta sín á
stóru tjaldi í kvikmyndahúsi og er
leitast við að velja kvikmyndir sem
höfða til f lestra og breiðs aldurs-
hóps. Sýningarnar fara fram í Bíó
Paradís.
Þann 6. nóvember verða þrjár
kvikmyndir sýndar, Duggholu-
fólkið frá árinu 2007, kvikmynd
um hljómsveitina Sigur Rós sem
ber titilinn Heima, einnig frá árinu
2007, og að lokum Europa frá árinu
1991. Miðaverð er aðeins þúsund
krónur á hverja mynd og þeir sem
kaupa sig inn á allar myndirnar fá
hina þriðju fría. n
Gamlar og góðar ræmur aftur í bíó
Kvikmyndin Heima sem fjallar um Sigur Rós er sýnd á Bíóteki. MYND/AÐSEND
Loksins Airwaves aftur og fullur kraftur
Þeir sem fram koma í ár
Alina Amuri, Altin Gün, Altre
Di B, Alysha Brilla, Amyl & The
Sniffers, Anti Paalanen, Arlo
Parks, Árný Margrét, Arooj
Aftab, Árstíðir, Atli Örvars
son, Axel Flóvent, Bríet, Yot
Club, Brimheim, BSÍ, Cease-
tone, Chiiild, Combos, Cosby,
Countess Malaise, Crack Clo
ud, Daughters Of Reykjavík,
Dr. Gunni, Elia Lombardini,
Eliza Shaddad, Emmsjé Gauti,
Emotional Oranges, Ensími,
Eydís Evensen, Flott, Francis
Of Delirium, Go_A, Greyskies,
Gróa, Guðrið Hansdóttir,
Gugusar, HAM, Inspector
Spacetime, Janus Rasmussen,
JFDR, JóiPé, Júníus Mey
vant, Kaktus, Kamara, Klein,
Kóboykex, Kristján Hrannar,
Krummi, Kusk, Laufey, Lón,
Luca Fogale, Lùisa, Magnús
Jóhann, Marius DC, Metro-
nomy, Metteson, Múr, Nation
Of Language, Ólafur Kram,
Pale Moon, Porridge Radio,
Possimiste, Rakel, Röyksopp
(DJ), Russian.Girls, Same
heads, Skoffín, Skrattar, Snny,
Sóley, Sucks To Be You Nigel,
Superserious, Supersport!,
Svala, Sycamore Tree, Systur,
The Vintage Caravan, Post
Performance Blues Band,
Thumper, Tuys, Ultraflex, Una
Torfa, Unnsteinn, Unusual
Demont, Vök, Zöe.
Iceland Airwaves, uppskeru-
hátíð tónlistarfólks, hefst í
dag og er hátíðin haldin í 23.
sinn, nú eftir tveggja ára hlé.
Hægt er að nálgast fulla dag-
skrá hátíðarinnar á heima-
síðunniicelandairwaves.is.
ninarichter@frettabladid.is
Ceasetone
Ceasetone er verkefni Haf
steins Þráinssonar. Tónlistin
er indískotið sinematískt
rafpopp og farsælt samstarf
við söngkonuna Rakel hefur
skilað frábærum lögum á
borð við Ég var að spá, sem
JóiPé tók einnig þátt í, og
hið örlítið dekkra Egotopia.
Ceasetone minnir svolítið á
íslensk rokkbönd frá alda
mótum, kryddað með nú
tímalegum rafstefum.
Gugusar
Það er ekki Gusgus heldur
Gugusar. Þessi frábæra
tónlistarkona sló í gegn
aðeins 15 ára gömul
árið 2019 þegar
hún hlaut titilinn
Rafheili Músíktil
rauna. Hún gaf
út plötu árið
2020 og spilaði á
Airwaves sama
ár, og skildi tón
listarsenuna eftir
gersamlega gapandi
yfir snilli hennar og
hæfileikum. Það er
víst að það verður
þétt pakkað í áhorf
endaskaranum og
um að gera að mæta
snemma.
Kóboykex
Kántrískotið rafpopp frá Fær
eyjum er það sem Kóboykex
býður hlustendum upp á.
Heiðríkur frá Heygum og Sig
mund hafa báðir skapað sér
nafn í færeyskri tónlistarsenu
en leiða hér saman hesta sína
undir merkjum kúrekakexins.
Sigmund kemur úr pönkinu
og Heiðríkur er þekktur
fyrir angurværa, ljúfa rödd og
harmþrungin popplög. Niður
staðan er spennandi.
Metronomy
Breska elektrópoppsveitin Metronomy er ein
vinsælasta indísveit síðasta áratugar og hefur
getið sér gott orð fyrir frábærar plötur á borð við
The English Riviera frá 2011, og Love Letters frá
2014, svo að ekki sé minnst á hina nýjustu, Small
World sem kom út á þessu ári.
Altin Gün
Altın Gün er tyrkneska og þýðir gylltur dagur.
Sveitin spilar sækadelískt rokk og kemur frá
Amsterdam. Sveitin er stofnuð árið 2016 þegar
bassaleikarinn Jasper Verhulst auglýsti eftir tyrk
neskum tónlistarmönnum á Facebook. Sveitin
leikur rokkábreiður af tyrkneskri þjóðlagatónlist
í bland við frumsamið efni. Söngvarar sveitar
innar eru tveir, Merve Daşdemir og Erdinç Ecevit
Yıldız, af tyrkneskum uppruna en hinir fjórir
meðlimirnir koma frá Hollandi.
Arlo Parks
Anaïs Oluwatoyin Estelle
Marinho er tuttugu og tveggja
ára gömul bresk söngkona og
lagahöfundur. Hún sló í gegn
með fyrstu plötunni sinni, Col
lapsed in Sumbeams sem kom
út í fyrra. Hún var tilnefnd til
fjölda verðlauna á Brit Awards
sama ár og hlaut að auki hin
virtu Mercuryverðlaun fyrir
bestu plötu. Tónlist Arlo Parks
er ljúft tripphoppskotið
popp fyrir nýja kynslóð, með
vönduðum útsetningum og
grípandi laglínum.
26 Lífið 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR