Fréttablaðið - 03.11.2022, Side 36
Það er
ákveðin
fagurfræði
í loftinu og
hún er
kannski
köld, en
hún hýsir
vel innrætt
fólk og
hlýleikinn
kemur að
innan.
Högni Egilsson
Eldfjörug saga prýdd fjölda
mynda eftir Rán Flygenring.
Framhald af metsölubókinni
Bannað að eyðileggja sem
sló í gegn í fyrra.
NÝ BÓK EFTIR
GUNNA HELGA
2
BARNABÆKUR
26. OKT. - 1. NÓV.
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | Sunnudaga 12–16 | www.forlagid.is
SJÓNVARP
Guillermo del Toro's
Cabinet of Curiosities
Leikstjórn: Ýmsir
Dreifing: Netflix
Arnar Tómas Valgeirsson
Safnþættir, þar sem hver þáttur er
sjálfstæð saga, er skemmtileg týpa
af sjónvarpsefni. Eins og áhorfendur
hafa kynnst í gegnum Black Mirror
og The Twilight Zone býður formið
upp á sögur þar sem ekki er verið að
teygja lopann heldur koma sér beint
að efninu á skilvirkan hátt.
Nú hefur mexíkóski sérvitringur
inn Guillermo del Toro fært okkur
hryllingsþættina Cabinet of Curios
ities þar sem einvala lið átta leik
stjóra spreytir sig á að hræða, eða
að minnsta kosti vekja óhug, áhorf
enda á sirka klukkutíma. Sögusvið
og andrúmsloft þáttanna er ólíkt
og fær hver leikstjóri svigrúm til að
setja sinn eigin stimpil á þættina.
Þættirnir eru ansi mismunandi að
gæðum. Bestir eru The Viewing eftir
Panos Cosmatos og The Autopsy
eftir David Prior, en Outside eftir
Ana Lily Amirpour og Graveyard
Rats eftir Vincenzo Natali eru ansi
þéttir líka. Restin er á bilinu lala og
yfir í ágætt en jafnvel þegar þætt
irnir eru upp á sitt versta þá leiðist
manni aldrei.
Heilt yfir er fyrsta serían af Cab
inet of Curiosities skemmtileg og
fjölbreytt. Þrátt fyrir að þættirnir
séu misgóðir, og einn eiginlega alveg
hræðilegur, þá líður áhorfandanum
aldrei eins og hann hafi eytt of mikl
um tíma og er venjulega spenntur
að sjá hvað kemur næst. Vonandi
fáum við annan skammt fyrir næstu
hrekkjavöku. n
NIÐURSTAÐA: Fjölbreyttur hroll-
vekjupakki sem er á heildina litið
þess virði og verður vonandi fylgt
eftir með annarri seríu á næstu
árum.
Myrkviðir mublu
herra Guillermos
Hvað er í mublunni, Guillermo?
Á föstudag og laugardag fær
mathöllin á Hafnartorgi að
njóta sín í fyrsta sinn sem staf
rænt upplifunarrými, þegar
Högni Egilsson flytur lifandi
tónlist við Óratorinn, gagn
virkt stafrænt hljóð og mynd
verk, sem hann segir hið fyrsta
sinnar tegundar hér á landi.
ninarichter@frettabladid.is
Á Hafnartorgi við gömlu höfnina í
Reykjavík, er verslunarkjarni sem
inniheldur meðal annars mathöll.
Yfirbragð svæðisins er nútímalegt,
byggingarnar eru gráar og formin
hvöss. Innandyra er þó annað uppi
á teningnum, en íburðarmiklar inn
réttingar í hlýjum viðartónum, leð
ursófar og litaðar flísar ramma inn
fjölda veitingastaða. Þar inni hefur
nú risið fyrsta stafræna gallerí sinnar
tegundar í Reykjavík.
Fyllir svæðið skapandi orku
Högni Egilsson tónlistarmaður og
tónskáld er listrænn stjórnandi
svæðisins. „Hafnartorg nálgaðist mig
með þessa hugmynd, að fylla þetta
svæði með skapandi orku, með hug
myndir um að nýta þetta svæði á
menningarlegan máta,“ segir hann.
„Þá rak ég augun í þennan frá
bæra aðbúnað sem er búið að setja
upp hérna, níu skjái sem umlykja
rýmið. Þetta eru tveggja metra háir
LEDskjáir af bestu sort. Tæknilegur
aðbúnaður hérna er til fyrirmyndar.“
Að sögn Högna er hljóðvistin í
rýminu sérlega góð. „Það er hljóð
kerfi í loftinu. Ég fylgdist með teikn
ingum af þessu og þar var lagt til
grundvallar að hljóðvist og nærvera
væri góð,“ segir hann.
Aðstaða fyrir 21. aldar list
Högni segir hugmyndina hafa
kviknað snemma, um að þarna væri
fullkomin aðstaða til sýninga á 21.
aldar list. „Þá tala ég um list sem
vinnur með miðla 21. aldarinnar,
myndlist sem er búin til með aðstoð
algríma og nýjustu tækni. Þess vegna
koma þessir skjáir svo sterkir inn. Í
samstarfi við Karlssonwilker erum
við búnir að búa til gagnvirka hljóð
og myndupplifun sem er 30 mínútna
löng og heitir Óratorinn.“
Karlssonwilker er hönnunarstofa í
New York undir forystu Hjalta Karls
sonar og Jan Wilker. Stofan hefur
starfað frá aldamótum og vinnur á
alþjóðlegum vettvangi með fyrir
tækjum og menningarstofnunum af
ýmsu tagi, að hönnun vörumerkja,
merkinga og umbúða, auk staf
rænnar hönnunar, hreyfihönnunar
og umhverfishönnunar. Meðal við
skiptavina Karlssonwilker má nefna
Stafræn list fær samastað við höfnina
Högni Egilsson
tónskáld og
tónlistarmaður
er listrænn
stjórnandi
Hafnartorgs.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
MoMA, Nintendo, Samsung, Puma,
Guggenheim og Rockefellersjóðina.
Högni lýsir verkinu svo, að þarna
sé hljóðleg og myndræn upplifun þar
sem gestir ganga um rýmið og upp
lifa hljóð frá mismunandi stöðum.
„Öll lýsingin verður sett niður og það
verður myrkur, eina lýsingin kemur
frá þessum skjáum sem gefa frá sér
mismunandi form og liti. Það eru
kóðar sem þýða hljóðið inn í mynd
og þetta er framleitt af generatívri
gervigreind,“ segir hann.
Ákveðin köld fagurfræði
Nokkur umræða hefur skapast um
yfirbragð svæðisins, og því jafnvel
lýst sem vindasömu og kuldalegu.
Það stendur ekki á svari hjá Högna,
sem segist kjósa að sjá möguleika,
fegurð og gleði hvert sem hann
lítur. „Hér er vissulega vindasamt
og húsin eru grá. Þau eru hönnuð í
anda strúktúralisma. Það er ákveð
in fagurfræði í loftinu og hún er
kannski köld, en hún hýsir vel inn
rætt fólk og hlýleikinn kemur að
innan,“ segir hann.
„Auðvitað er borgin alltaf að
stækka og fólk alls staðar að safnast
saman í Reykjavík. Það eru gleðitíð
indi að hér sé ný byggð, nýr kjarni
og stefna. Það er ekki hægt að pína
fólk til að gera neitt, en hér er frá
bær matur, hægt að fara í Hörpu,
á höfnina og í búðir. Ég fagna því
sem borgarbúi að það sé til fólk
sem þorir að taka þriggja milljarða
króna lán og gera eitthvað fallegt,“
segir Högni.
Að virkja nýja nýmiðlasenu
Hann ítrekar að sitt verkefni sé að
hrista upp í hlutverki svæðisins. „Við
viljum gera list, eitthvað sem fangar
hugann. Ég hugsa: Hey, þið eruð búin
að setja upp frábæra aðstöðu sem er
þessir skjáir. Virkjum núna íslensku
grasrótar audiovisualsjónhljóð
senuna sem á ótrúlega mikið af
ungum nýmiðlalistamönnum sem
eru að vinna listina sína í tölvum.
Þau setja kannski gervigreindina
á netið eða eitthvað, en það hefur
hingað til ekki verið til staður þar
sem þessir höfundar geta sýnt verk
sín.“
Högni segist að fyrra bragði ekki
vilja fara út í að útskýra meiningu
eða merkingu Óratórsins. „Verkið
er fullkomlega abstrakt, brotið úr
meiningu. Þetta er margskynjunar
verk. Þú skynjar það í hljóði og ljósi.
Það er enginn texti, engir hlutir sem
vísa í veruleika sem við lifum í held
ur er þetta allt bundið við framand
legt svið, svo að við notum illskiljan
legt mál,“ segir Högni og hlær.
„Listin er til að ögra skilningi
okkar á umheiminum og við erum
að virkja nýsköpunina í tilfinninga
lífi svæðisins.“ n
28 Lífið 3. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ