Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Qupperneq 6
IÐNAÐUR OG VERZLUN
4
Húsmæður!
Flest af þessu fæsi i næsfu verslun:
KREMKEX
matarkex
PIPARKÖKUR
MARIE
CREAM CRACKERS
BLANDAÐARKÖKUR
Frón er orðið, fil þess að fá réffa kexið á borðið
en þær eru ekki tæmandi um
þessi efni, því að eins og fyrr
var getið, skortir mjög á, að
fullkomnar upplýsingar séu fyr-
ir hendi um iðju- og iðnaðar-
störf í landinu.
Til þess þó að gefa einhverja
hugmynd um, hve iðnreksturinn
er orðinn mikill með þjóðinni,
skulu hér birt nokkur atriði úr
skýrslum um árið 1934.
Þá voru í Reykjavík 147 iðn-
fyrirtæki, sem greinast þannig:
10 prentsmiðjur, 4 smjöidíkis-
gerðir, 9 sælgætis- og efnagerð-
ir, 3 brugg, 20 bakarar, 3 skipa-
smíðastöðvar, 5 járnsmiðjur, 5
blikksmiðjur, 16 klæðskerar, 8
ýmsar fatagerðir, 2 efnalaugar,
21 trésmiðja, 3 þvottahús, 2 gufu
pressanir, 7 saumastofur, 7 hár-
greiðslustofur, 3 kemisk iðnfyr-
irtæki, 2 kassagerðir, 5 veiðar-
færagerðir, 5 ýmiskonar verk-
smiðjurekstur og 12 smærri verk-
stæði. Þessi fyrirtæki greiddu í
laun kr. 3.195.857,77.
Utan Reykjavíkur voru 79 fyr-
irtæki, sem greiddu í laun kr.
853.220,67.
Auk þess 5 ríkisfyrirtæki, í
Reykjavík og utan hennar, sem
greiddu í laun kr. 609.119,32.
Alls greiddu þessi fyrirtæki í
laun árið 1934 kr. 4.658.177,76.
í þessari skýrslu er þó ekki
byggingariðnaður', nema verk-
stæðisvinna, og ekki heldur hand-
iðnir. En þetta ár var flutt inn
byggingarefni fyrir um 7 mill-
jónir króna, og það er talið svara
til þess, að byggt hafi verið fyr-
ir um 14 milljónir króna. Og at-
vinnutekjur iðnaðarmanna við
byggingar í Reykjavík eru tald-
ar hafa verið um kr. 2153180.
Þessar tekjur skiptast þannig:
20 húsagerðarmenn (byggingar-
meistarar) kr. 113500, 108 múr-
arar kr. 394200, 290 trésmiðir
kr. 976720, 82 málarar, krónur
277980, 21 rörlagningamaður kr.
78750, 78 rafvirkjar kr. 269022,
16 veggfóðrarar, kr. 43008.
Atvinnutekjur handiðnamanna
í Reykjavík voru 1934 ltr. 605891
og skiptast þannig: 31 bílavið-
gerðarmaður kr. 111259, 13
söðlasmiðir kr. 35256, 50 skó-
smiðir kr. 139900, 27 gullsmiðir
kr. 82592, 27 bókbindarar kr.
88642, 31 rakari kr. 148242.
Islenzkur iðnaður á mikla
framtíð fyrir höndum. Skilning-
ur á gildi hans í þágu þjóðar-
innar eykst hraðfara. Ötulir
menn eru þar yfirleitt að verki,
og augu hins opinbera eru að
opnast fyrir því, að einmitt á
þessu sviði eru stórkostlegir at-
vinnumöguleikar handa komandi
kynslóðum.
I
i3