Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Blaðsíða 7
ÍÐNÁÐUR OG VERZLUN
5
Samial við Goffa Bernhöff.
Síglaði sölumaðurinn
„Við þurfum að eignast sölumenn, sem skapa sölumögu-
leika — og um leið hverfa markaðsvandkvæðin og sölu-
tregðan“. C a s s o n.
— Fyrsta skilyrðið til þess að
vera góður sölumaður, segir
Gottfred Bernhöft, eða Gotti, er:
að vera árvakur og mannglögg-
ur. Vakandi og sofandi verður
sölumaðurinn að hafa hugann við
það, hvað þessa eða hina verzl-
unina muni helzt vanhaga um —
nú eða á næstunni, og hvaða
vörur hann geti selt við vægustu
verði, þannig, að báðir aðilar
megi vel við una. Sölumanninum
ber að sýna það í verkinu, að
hann er hafinn hátt yfir allt rex
og smámunasemi — og hann má
aldrei erfa neitt, sem miður
skyldi við nokkura. mann! Já,
skapgóðir verðum við að vera.
Eg hefi fylgt þeirri reglu, að
séu viðskiptamenn mínir ekki
allskostar ánægðir með skiptin,
þá bæti eg þeim það upp strax
í dag, eða næst er við gerum
kaup saman.
— Hvað skylduð þér koma í
margar verzlanir daglega, í er-
indum sölumennskunnar?
— Mér hefir talizt, að eg komi
til jafnaðar í 15—20 verzlanir
á dag. Allt búðarfólk eru beztu
kunningjar mínir, og þá má eg
ekki gleyma blessuðum bökurun-
um, því margri heitri bollunni
hafa þeir nú stungið upp í mig,
þegar mér hefir verið kalt á
morgnana. En nú er eg mikið til
hættur að heimsækja bakara.
— Gangið þér nú beint til
verks, þegar þér lokið á eftir yð-
ur búðarhurðinni ?
— Nei, það geri eg sannar-
lega ekki. Ekkert er jafn mis-
ráðið og að byrja strax að tala
um „business“, því þá er við-
kvæðið oftast, að nóg sé til af
öllu — eða þá, að keppinautur-
inn hafi verið að fara með stóra
pöntun.
— Hefir sölumaðurinn frjáls-
ar hendur um að bæta fyrir
vöruskemmdir eða önnur ófyrir-
sjáanleg óhöpp?
— Það á hann að minnsta
kosti að hafa — og það hefi eg.
Það eina, sem mér var lagt á
hjarta, þegar eg kom hingað til
H. Benediktsson & Co., sem
sendisveinn fyrir 18 árum, var
það, að viðskiptamaðurinn hefði
æfinlega rétt fyrir sér. Þessu
hefi eg aldrei gleymt — og þó
að heimskulegt „business“-bragð
kunni að þykja af þessum orð-
um, þá hefir samt ekkert heil-
ræði gefizt mér betur í lífinu!
— En nú getur viðskipta-
mönnum yðar yfirsézt, eins og
öðru dauðlegu fólki.
— Já, ekki er það ólíklegt, en
eg trúi því bara ekki — alls
ekki. Og það er nóg.
Bezt er að hefja máls á því,
að segja einhverjar „fréttir", og
gá um leið, hvort ekki vantar
eitthvað í hillurnar. Smátt og
smátt kann þá að upplýsast, að
það er hitt og þetta, sem vantar,
og „fyrir rest“ hafði þá keppi-
nauturinn aldrei komið!
— Einu sinni sagði erlendur
sölumaður mér frá því, að hann
hefði verið á söluferð fyrir hljóð-
færaverksmiðju og komið í verzl-
un, þar sem allt var yfirfullt af
vörum, svo fyrirsjáanlegt var, að
ekki mundi þar verða bætt við
vörum. En þó gekk sölumaður-
inn á fund kaupmanns og sagði:
— Eg sé, að þér hafið nógar
Sérgreinar:
V ef naðaivörur
Skófatnaður
Hreinlætisvörur
Snyrtivörur
HEILDVERZLUN
s
I G.
A
R N A L D S
REYKJAVÍK