Iðnaður og verzlun


Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Qupperneq 18

Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Qupperneq 18
IÐNAÐUR OG VERZLUN 16 jafnvel þótt hin fagra Geirþrúður kæmi að heilsa upp á mig, er ég svo þreyttur, að ég býst ekki við, að hún gæti haldið fyrir mér vöku“. Rebmann horfði vantrúaraugum á vin sinn. „Jæja, þá hefir þú breytzt svo furðu sætir. Fyrir sjö árum síðan hefði enginn mannlegur máttur getað fengið þig til að samþykkja að sofa í gráa herberginu, jafnvel þótt þú hefðir átt að dvelja þar við þriðja mann. Hvar hefirðu öðlazt allt þetta hugrekki?" „Það var nú allt öðru máli að gegna fyrir sjö árum“, sagði Blendau og hló við. „Það breytist margt á skemmri tíma. Nú er ég orðinn fulltíða maður. Ég hefi búið í höfuðborginni í fimm ár, minnstu þess. Þú getur verið sann- færður um það, að ég veit nú of mikið til þess að trúa á gamlar þjóðsögur". „Jæja þá, góði vinur. Ég skal ekki koma með fleiri mótbárur. Hamingjan vaki yfir þér í nótt. Bridget, taktu ljósið og fylgdu herra Blendau inn í gráa herbergið“. Blendau bauð vini sínum góða nótt og fylgdist því næst með Bridget gömlu til hins alræmda gráa herbergis, sem var á annari hæð hallarinnar, yzt í einni álmunni. Gamla konan setti kert- in frá sér á snyrtiborð, annars vegar við ávalan spegil í fornfálegum, út- flúruðum ramma. — Henni virtist vera órótt innan brjósts í þessu eyði- lega herbergi. Hún kvaddi í skyndi og flýtti sér á burt. Hinn hugrakki ferðamaður stóð um stund og virti fyrir sér herbergið, sem hann eitt sinn hafði þekkt svo vel, og hafði í æsku hans fyllt hugann af hroll- kaldri hræðslu. Það var að öllu leyti eins og hann mundi eftir því. Hinn gríðarstóri járnofn bar ártalið 1616. Á bak við hann, í horninu, voru þröng- ar dyr. Efri hluti hurðarinnar var samsettur af fornum, þykkum gler- strendingum. Þar inn af lá langur, skuggalegur gangur, hringinn í kring um hallarturninn og niður til neðan- jarðarklefanna. Húsgögnin voru sex bronslitir stól- ar, tvö borð úr þungamálmi með fag- urlega bognum fótum og stór lokhvíla með grráum tjöldum úr þykku, gull- bryddu silki. Engu í herberginu hafði að öllum líkindum verið breytt i meira en öld, því að frá ómunatíð hafði kanslaraembættið í þessu litla kon- ungsríki gengið að erfðum hjá fjöl- skyldunni Rebmann. En hallardraugurinn Geirþrúður var þó elzt af þessu öllu. Hversu oft hafði Blendau ekki heyrt þá hræðilegu sögu! Þegar hann var barn, hafði hann heyrt fólkið pískra saman með hræðslu- glampa í augunum. Samkvæmt þessum fornu munnmælum hafði Geirþrúður þegar í barnæsku strengt þess heit, að helga guði allt líf sitt. Hún var i þann veginn að ganga í klaustur, þegar orð- Ávallt fyrirliggjandi allskonar efni til MIÐSTÖÐVARLAGNA »Natlonal<* — Katla og Miðxtöðvarofna. Allskonar hreinlætistæki, Baðker, Handlaugar, W. C. samstæður. Eldhúsvaskar og allt tilheyrandi. Isleifur Jónsson Byggingarvöruverzlun Aðalstræti 9 Reykjavík Sími 4280 í lofti á jörðu eða sjó. Hvert og hvar sem þór farið, er nauðsyniegt að hafa regnverjur. Lang heppílegast er að hafa með sér OLÍUFÖT, kápur og sjóhatta frá SJÓklœðagerð íslands. Þau eru lótt, hald góð og fara vel. Spyrjlð því fyrzt eftir beim. SJÓKL/EÐ AGERÐ ÍSLANDS Reykjavik — Siml 408S Sórtu í hálsi hás og þur hygðu að þessu stefi: Blöndahls nnenthol-brjóstsykur er bezta ráð við kvefi. DDEAB.@ASS!€

x

Iðnaður og verzlun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaður og verzlun
https://timarit.is/publication/1725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.