Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Side 19

Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Side 19
IÐNAÐUR OG VERZLUN 17 rómurinn um fegurð hennar barst til eyrna greifa nokkrum, Hugo að nafni. Nótt eina brauzt hann inn í herbergi hennar, og það var einmitt þetta gráa herbergi. Með ofbeldi svifti hann hana æru og hreinlejka. Geirþrúður sór við krossinn, að hún hefði kallað á hjálp, en hver gat heyrt neyðaróp þessarar saklausu stúlku? — Hún var svo einmana í gráa herberg- inu, sem var svo langt frá öðrum í- veruherbergjum hallarinnar. Þessi svívirðilegi glæpur greifans hafði engar þær afleiðingar, sem komið gætú upp um hann, en hin ógæfusama Geirþrúður trúði skriftaföður sínum fyrir leyndarmálinu, og það hafði þær afleiðingar, að henni var synjað um leyfi til þess að ganga í klaustrið. Hinn helgi staður var henni lokaður æfilangt. En þar sem hún hafði ætlað að leyna þessu og gerast nunna, þrátt fyrir það, sem komið hafði fyrir, og freista þannig guðs, sagði skriftafað- irinn henrii, að hún yrði að þola þá hegningu að vera útlæg frá allri bless- un og friðlaus í þrjú hundruð ár. Hræðileg örvænting greip vesalings stúlkuna. Hún tók inn eitur og dó í gráa herberginu, aðeins nítján ára gömul. Hegningartímabilið var ekki úti og átti að vara enn í fjörutíu ár. Þangað til átti Geirþrúður að birtast á hverri nóttu í gráa herberginu. Blendau hafði oft heyrt þessa sögu, og hann hafði jafnvel átt tal við ýmsa, sem þóttust reiðubúnir að vinna eið að því, að þeir hefðu séð hana með eigin augum í gráa herberginu. Þeim bar öllum saman um, að hún hefði rýting í annari hendi, líklega til þess að reka í hjarta hins ástleitna ódrengs, og hún bæri kross í hinni hendinni, vafalaust í þeim tilgangi, að reyna að bjarga sálu þessa afbrotamanns frá tortím- ingu með því að bjóða honum tákn frelsarans, sem dó til þess að frelsa heiminn frá allri synd. Vofan kom hvergi í ljós nema í gráa herberginu, og af þeirri orsök hafði það lengst af verið mannlaust og autt. En þegar Kebmann hafði erft höllina og orðið kanslari, hafði hann breytt þessu draugaherbergi í gestaherbergi til þess að sýna hve gjörsamlega hann væri trúlaus á allar siíkar þjóðsögur og munnmæli. Blendau horfði stöðugt í kring um sig í herberginu. Þó hann hefði gortað af því, að trúa ekki lengur á drauga, var honum alls ekki rótt innanbrjósts. Hann læsti dyrunum, sem hann hafði komið inn um og einnig dyrunum með glerhurðinni, sem lágu út að langa, dimma ganginum. Hann slökkti á ööru kertinu, en setti hitt rétt hjá hvílunni, afklæddi sig, smeygði sér inn fyrir hvílutjöldin og undir sængina og fól sálu sína guði á vald. Því næst slökkti hann á hinu kertinu, lagðist með höf- Hinir vandlátu vita hvað þeir vilja --- Aldrei annað en öll búsáhöld BEZT FRÁ H. Bieri ng Laugaveg 3 Sími 4550 TIL JÓLANNA! Alikálfakjöt. Nautakjöt. Dilkakjöt. Hangikjöt. Gæsir. Rjúpur. •— Bökunaregg. Væntanlega eitthvað af grænmeti. Margar teg. niðursuðuvörur. Áskurður á brauð fl. teg. Ostar og Smjör frá Mjólkursamlagi Borgfirðinga, o. m. f 1., sem of langt yrði upp að telja. Kaupfélag Borgfirðinga Laugaveg 20. Sími 1511. | Til jólagjafa: [ Spænskar gmásögur.

x

Iðnaður og verzlun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaður og verzlun
https://timarit.is/publication/1725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.