Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Blaðsíða 17

Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Blaðsíða 17
inn. Við erum rétt komnir fram hjá eyjunni Krít, sem þið hafið víst allir heyrt nefnda. Nú, þegar ég hefi yfir- gefið fósturjörð mína í þriðja skipti, fyllist hjarta mitt innilegri þrá og bæn til Guðs um að hann vilji kalla marga unga liðsmenn sína út á hinn mikla kristniboðsakur. til að vinna það verk. sem bíður þess að verða framkvæmt svo fljótt sem mögulegt er. Fyrir nokkru síðan las ég grein í blaði, sem gaf mér mikið umhugs- unarefni. Þar stóð að heimurinn segi í dag: „Búið yður, búið yður. búið yður út í stríð og eyðileggingu.“ Hversu miklu æðra og göfugra er það starf, sem Guð hefir fengið börn- um sínum að framkvæma! Mætti því Guð af mikilli náð sinni útbúa og brynja hvern einstakling vor á meðal með trú og hugrekki til að bera hinn mikla og dásamlega sannleiksboðskap hans fram til sigurs og eilífs hjálp- ræðis fyrir þær ótal mörgu sálir, sem búa í mvrkri. en þrá ljós og VOn.“ Framh. á bls. 23. ERU ÞEIR H AMINGJUS AM ARI ? Framh. ai' bls. 7. bandi við hjáguðadýrkun heiðingj- anna. sem hver hálfvaxinn drengur verður að framkvæma. Til þess að sýna. að hann hafi hugrekki fidlorð- ins manns, verður hann að lifa dög- um saman matarlaus; hann er neydd- ur til að skríða gegnum mauraþúfu, fulla af stórum, svörtum maurum, sofa undir beru lofti. án þess að hafa nokkuð til að breiða ofan á sig, og hann verður að sætta sig við að láta stinga sig og skera í kroppinn á mörgum stöðum. Loks er farið með hann á vissan stað út í kjarrinu um hánótt. þar sem hann verður að leggja hendurnar á höfuðkúpu af manni, meðan rauðum pipar er núið í augun á honum. Þarna verður hann að hýrast alla nóttina, og heyra hrylli- leg hljóð allt í kring um sig, sem eiga að fá hann til að trúa því, að það séu raddir dáinna forfeðra hans. Þeir einir, sem hafa orðið að reyna þetta, vita, hvað hræðilegt það er. Fyrir áhrif kristinna kennara hefir gagnger breyting orðið á þessu. Þeir hafa öðlazt nýja lífsskoðun, og frið- ur hvílir yfír þeim í stað ótta. Eru þeir hamingjusamari? Já, sannarlega eru þeir það. L. Fdmonds, Nigería. Innfædd kona er að mylja hrísgrjón fyrir fjöl- skyldu sína.

x

Í fótspor Meistarans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í fótspor Meistarans
https://timarit.is/publication/1727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.