Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Blaðsíða 14

Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Blaðsíða 14
/>' Myndirnar, taldar frá vinstri, sýna: 1. Lítil stúlka frá kristnu heimili. Er hún ekki hrein og hugguleg? 2. Minnismerki yfir hinum fyrstu píslarvottum. sem brenndir voru í Uganda. 3. Kofinn, sem hinn voidugi konungur Mteza og sonur hans, Mitianga, eru jarð- aðir undir. Þegar Mteza var grafinn þarna var 500 mönnum fórnað fyrir framan þennan kofa. 4. Hamingjusamir skírðir meölimi.r í Mityana rétt eftir að skírnarathöfnin fór fram. 5. Afríkanskur höfðingi biður um kristniboða. A landsvæði hans er enginn kristniboði innan 80 km. fjarlægðar. 6. Frá starfinu fyrir hina sjúku í Vestur-Afríku. Frá krisliniboðiim voram Það er ekki mögulegt í blaði eins og þessu, að flytja skýrslur, fréttir og kveðjur frá öllum þeim kristni- boðum. sem vér höfum sent út. En eins og vér höfum gerl að undan- anförnu, munum vér einnig í þessu kristniboðsblaði láta lesendur vora fá kveðju eða skýrslu frá einstöku manni úr þeirra hóp. Frá öllum hlutum hins heimsvíðtæka kristniboðssvæðis vors koma frásagnir um ríkidegan fram- gang og blessun. \ ér skulum byrja með litlu samtali við Friðthjóf Mud- erspach, kristniboða í Uganda. Hann er nú heima í fríi, og vér notum oss það til að biðja hann að segja oss dálítið frá, hvernig gengur á starfssvæði hans. „Fyrir ellefu árum byrjaði starf vort í Uganda. I mörg ár höfum vér að- eins haft tvo hvíta starfsmenn þar. og nú upp á síðkastið 3 4 kristni- boða, en allt fyrir það höfum vér nú 33 hvíldardagsskóla með hér um bil 1000 meðlimum. Af þeim eru 400 skírðir og teknir inn í söfnuðinn. I Uganda, eins og alls staðar ann- ars staðar í Afríku, er það skólastarf vort, sem veitir málefni Guðs mestan framgang. A hinuin þremur kristni- boðsstöðvum vorum höfum vér barna- skóla ineð 11 útiskólum. Þar að auki höfum vér kennaraskóla á einni stöð- inni fyrir innlenda unga menn. Frá þessum skóla höfuin vér smátt og smátt fengið nokkra kennara. Nú sem stendur höfum vér 31 innlend- an kennara og trúboða, og trúan hóp bóksala, sem breiða fagnaðarerindið með bókum og ritum út um landið.“ „Eru þá hinir innlendu trúir. eða falla þeir frá að nokkrum tíma liðn- um?“ spyrjum vér kristniboðann. „Þeir eru sannarlega mjög stað- fastir þrátt fyrir það að margir þeirra hafa orðið að líða mjög tnikið sakir trúar sinnar. Þeir standa fast á grund- velli Guðs orðs. Einn af innlendu kennurunum okkar veitti fagnaðarer- indinu viðtöku fyrir ári síðan. Hon- um var varpað í fangelsi, og síðar dæmdu yfirvöldin þar á staðnum hann í hegningarvinnu í heilan mán- uð til þ ess að fá hann til að kasta trúnni. En ekkert hefír megnað að 12 13

x

Í fótspor Meistarans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í fótspor Meistarans
https://timarit.is/publication/1727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.