Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Blaðsíða 20

Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Blaðsíða 20
Kristniboðssjúkrahúsið og holdsveikranýlendan við kristniboðsstöðina í Kendu. Kristniboðs-sjúkrahúsið í Kendu stendur uppi í hárri brekku, með útsýn yfir bakka Viktoríuvatnsins. Þar er rúm fyrir sjötíu sjúklinga, og er þar venjulega yfirfullt. Starfsfólkið er: einn læknir, þrjár hjúkrunarkonur frá Norðurálfu og fjórtán innlendir að- stoðarmenn. I fyrra veittum vér lækn- ishjálp hér um bil 1400 rúmliggjandi sjúklingum, sem þjáðust af alls konar sjúkdómum. 114 stórir læknisskurðir voru gerðir, sem næstum því allir tókust mjög vel. Af þeim sjúklingum sem koma og fara daglega, hafa 32,000 fengið lækn- ishjálp síðastliðið ár. Þetta allt hefir stöðugt fengið starfsfólki sjúkrahúss- ins meir en nóg að gera, en vér höf- um reynt blessun Guðs í starfi voru Aðkomnir sjúklingar bíða eftir læknishjálp fyrir utan Kendu-sjúkrahúsið í Afríku. að því að lækna líkama og sál þess- ara innfæddu Afríkumanna, sem lifa í því svartnættismyrkri hjátrúarinnar, er grúfir yfir þessari heimsálfu, þar sem eyðileggjandi siðvenjur og van- þekking á heilsufræði er ennþá ríkj- andi. I sambandi við sjúkrahúsið höfum vér holdsveikra nýlendu, sem vér vonum að geti innan skamms stækk- að svo, að vér getum tekið að oss alla holdsveika sjúklinga í þessu hér- aði; eru þeir yfir þúsund að tölu. Hinir innfæddu búa í sérstökum kof- um, og fá innspýtingu tvisvar í viku á sjúkrahúsinu. I þorpinu, þar sem hinir holdsveiku dvelja er allt í bezta lagi, hvað þrifnað og heilbrigð- isreglur snertir, og starfsfólk sjúkra- hússins hefir þar daglegt eftirlit með öllu. Lækningatilraunir þær, sem gerðar hafa verið á hinuin holdsveiku í Kavirondo-héraðinu hafa borið bezta árangur, síðan nýlendan þar var stofnuð. Dr. G. A. S. Madgwick, Kenya. 18

x

Í fótspor Meistarans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í fótspor Meistarans
https://timarit.is/publication/1727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.