Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Blaðsíða 8

Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Blaðsíða 8
að fórna til hjálpar meðbræðrum sín- um. Vér höfum hóp göfuglyndra inn- fæddra Afríkumanna, sannra Guðs- þjóna, sem inna af hendi ágætt starf. Margir frelsast frá djöfladýrkun og hræðilegri hjátrú; margir eru leiddir úr myrkrinu inn í hið dásamlega ljós fagnaðarerindis Krists. I stað þess að láta skottulæknana pína sig og kvelja, mánuðum og árum saman, til einkis annars en að flýta fyrir dauðanum, fær nú þetta fólk sökum þessa kristi- lega styrktarstari's, nauðsynlega lækn- ishjálp, og samtímis er sáluhjálpar- vonin kveikt í hjörtum þess. Það hefir óumræðilega blessun í för með sér að rétta bágstöddum bróður hjálparhönd, þó að hann búi fjarri oss. Ég gleðst nú við að hugsa um það, að margir eru til á ættjörð minni, sem finna til ábyrgðar þeirrar, er á þeim hvílir. og eru fúsir til að hjálpa þjáðum meðbræðrum, jafnt í fjarlægum löndum sem heima. S. Broberg, Sierra Leone. F AGN AÐ ARERINDIÐ TIL ALLS HEIMSINS. Framh. af bls. 4. Frásögn innlends manns. Meðan ég dvaldi í trúboðsheim- sókn fyrir nokkrum dögum síðan, hitti ég fyrverandi Múhameðstrúar- mann, sem nú trúir á sannan Guð. Við töluðum um mátt Guðs. Hann sagði: „Ég þakka Guði fyrir þann boðskap, sem fólk þitt hefir flutt hing- að út til vor. Þegar ég var fylgjandi Múhameð, átti ég son, en hann dó. Prestarnir sögðu mér að ég skyldi færa dánum foreldrum mínum fórnir. Eg gerði það. og eftir að ég hafði borgað prestunum ríflega. sögðu þeir við mig, að ég mundi aldrei missa barn framar. Nokkrum árum síðar eignaðist ég annan son. Þá fórnaði ég geit og svíni, og færði prestinum að gjöf peninga, hrísgrjón og fugla, og gaf hann mér í staðinn litla snúru, sem ég átti að binda um hönd konu minnar. En ég missti nú samt sem áður þennan son. Þá ákvað ég að reyna hinn sanna Guð. Kennarinn sagði, að ég ætti að trúa á Guð, og ég fór að sækja kirkju. Ári síðar ól kona mín tvíbura, son og dóttur. Ég fór með börnin til kirkju. og kennarinn bað fyrir þeim. Ekki færði ég einn einasta eyri í fórnargjöf, en ég reiddi mig á Guð, og bað hann hjálpar. Nú á ég sex börn, og ég hefi ákveðið að „búa í húsi Drottins langa æfi.“ Það eru mai’gar þúsundir í Afríku nú, sem hafa séð og reynt kraft fagnaðarboðskaparins, og þeir lyfta höndum sínum og hjörtum til hæða í innilegri bæn: „Komið hingað og hjálpið oss.“ Vilt þú ekki hlusta á þá með samúð, og gera oss mögulegt að verða við beiðni þeirra. T. R. Harding, Sierra Leone. 6 Sjúklingar á Xgoma-sjúkrahúsinu í Ruanda, Afríku.

x

Í fótspor Meistarans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í fótspor Meistarans
https://timarit.is/publication/1727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.