Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Blaðsíða 11

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Blaðsíða 11
arverkfræðings má telja að úrlausn'n hafi feng- ist. Aðalvöllurinn verður á tununum á suðaust- urhluta Vatnsmýrarinnar, þar sem land liggur hæst. Síðan liggja fjórar 80 m. breiðar brautir um völlinn í höfuðvindáttir. Þar sem brautirnar liggja um lægra land, verður fyllt upp með jarðvegi og ösku, og ættu brautirnar með þessu móti að verða nothæfar fyrir stærstu innan- landsfarþegaflugvélar. Lokræsi verða mjög þétt og völlurinn ætti því að verða vel þur og not- hæfur, nema ef til vill í mestu vorleysingum, meðan klaka hefir þá ekki leyst að fullu úr jörðu. Eigi alllítið atriði í þessu máli er það, að til er hér í höfuðstaðnum flugskýli, sem rúmar ca. 5 flugvélar í senn. Er hér átt við Vatnagarða- flugskýli Hafnarsjóðs Reykjavíkur. Þar eð frambúðarflughöfn sjóflugvéla verður að sjálf- sögðu við Skerjafjörð, mætti flytja Vatna- garðaskýlið og reisa á hinum væntanlega flug- velli. Mundi það spara æðimikinn kostnað, mið- að við það, að þurfa að reisa þar hæfilegt flug- skýli frá grunni. Flugskýlið í Vatnagörðum Meðan verið er að koma upp ílugvell i í Reykjavík, þarf að sjálfsögðu að ákvarða og lagfæra lendingastaði hvarvetna úti um land, en þegar þetta hvorttveggja er komið í fram- kvæmd, þá hefir verið rutt úr vegi stærstu hindruninni fyrir því, að víðtækar og reglu- bundnar flugsamgöngur geti hafist með land- flugvélum hér á landi. Merkin sýna hvar lent hefir verið á landflugve'lunum síðan rannsókna- flugið byriaði s. I. júnímánuð. TILRAUNA-PÓSTFLUG Þegar eru tilraunir byrjaðar með póstflutn- ing á TF—SUX-flugvélinni á eftirfarandi staði og tekist vel. Vík—Kirkjubæjarklaustur— Höfn í Hornafirði. Er nú í ráði að bæta við Fagurhólsmýri — Breiðdalsvík — Fáskrúðs- firði og síðar Héraðinu. Væri mjög tilvalið að eitthvert afdrep væri til fyrir vélina í Höfn í Hornafirði, því hraði flugvélarinnar leyfir ekki að komast fram og til baka samdægurs, þegar koma þarf við á Austfjörðunum. Slíkt skýli þyrfti ekki að kosta mikið og ef- laust myndi Hafnar-kaupstaður verða hjálp- legur til að tryggja enn betur þessar sam- göngubætur. FLUG 9

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.