Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Blaðsíða 17

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Blaðsíða 17
PYZKI SVIFFLUG- Ludwig, Baumann, Springob LEIÐANGURINN Einn viðburðinn á sviði flugmálanna hér á síðastliðnu ári, verður að telja heimsókn Svif- flugleiðangursins þýzka. Hafði samist um það milli Flugmálafélags Islands og Aero-Club von Deutschland, að hinn síðarnefndi sendi hingað leiðangur til þess að vekja eftirtekt á svifflugi og kenna þessa sérkennilegu íþrótt. Leiðangurinn kom hingað í júní-mánuði og hið bezta að heiman búinn bæði um forustu, kennara og allan útbúnað. Aðaltæki leiðangurs- ins voru ein vélfluga (Klemm), tveggja manna sviffluga (Kranich), og þrjár svif- og renni- flugur (Minemoa, Grunau Baby og Zögling), auk þess fylgdi bifreið með sérstökum vinduút- búnaði til þess að hefja flugur til flugs, og all- ur annar útbúnaður sem með þurfti. Var þetta allt af fullkomnustu gerð. Þegar leiðangurinn hélt heimleiðis, 28. júlí gaf foringi hans þessa skýrslu um árangurinn: Alls höfðu verið flogin 331 mótorflug og mót- orflug með svifflugu í eftirdragi, 163 vindu- svifflug og 156 renniflug. Á vegum leiðangurs- ins hafði verið lokið eftirfarandi prófraunum: 7 A-próf, 4 C-próf 14 C-flug og 1 fimm klukku- stunda svifflug. Þrír nemendur höfðu lokið æf- ingum við að stjórna svifflugu dreginni af vél- flugu. Þá var fundið hentugt svæði fyrir hinar ýmsu tegundir brekku- og svifflugs og staðir þessir reyndir. Um 30 ungir menn úr Reykjavík nutu meiri og minni tilsagnar leiðangursmanna, voru það félagar úr Svifflugfélagi Islands. Þetta félag hafði upphaflega notið kennslu aðaistofnanda síns, Agnars Kofoed-Hansen, en í fyrravetur hafði það notið tilsagnar þýzka flugkennarans Reichsteins. Höfðu nokkrir nemendanna, sem lengst voru komnir, lokið B-prófi áður en svif- flugleiðangurinn kom til sögunnar. Auk þessa bættust svo í námsmannahópinn 8 menn frá Svifflugfélagi Akureyrar, sem einnig hafði notið tilsagnar Reichsteins. Bæði þessi félög áttu renniflugu sem félagsmenn höfðu smíðað, og voru þær notaðar við æfingarnar. Bækistöð leiðangursins og svifflugæfing- anna var á Sandskeiðinu og höfðust kennarar og nemendur þar við í tjöldum. En Svifflugfé- lag íslands hafði með aðstoð góðra manna, af miklum dugnaði unnið að því að flytja hús, sem keypt hafði verið austan frá Sogi og koma því upp á Sandskeiðinu, áður en leiðangurinu kæmi, en hús þetta er fyrst og fremst notað sem skýli fyrir flugtækin. Lét herra Baumann svo um mælt, að vand- fundin mundi sú höfuðborg, sem ætti aðra eins aðstöðu til iðkunar svifflugi svona nærri sér, eins og Reykjavík, því frá náttúrunnar hendi veitti Sandskeiðið og allt nágrenni Vífilfells ein hin fullkomnustu náttúruskilyrði sem hugs-> anleg væru í þágu svifflugíþróttar. Lauk starfsemi leiðangurs þessa með almennri flugsýningu, flugdegi. Sóttu flugsýninguna ca. 5—6 þúsund manns, en hún fór fram á Sand- Framh. á síðu 20. FLUG 15

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.