Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Qupperneq 19

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Qupperneq 19
FLugsýningin A Sandskeiðinu byrjendur, traust og sterk. Eftir það byrjuðu sjálfar flugæfingarnar. Flestir félagsmennirn- ir höfðu þó fengið að reyna svifflugu, sem tveir félagsbræður þeirra höfðu byrjað að smíða fyrir 2 árum og luku við um veturinn. I fyrstu var æft í Vatnsmýrinni, en um sumarið fór fé- lagið í hálfsmánaðar útilegu upp að Sauða- felli í Mosfellssveit og æfði þar. Vegna óhag- stæðs veðurs varð árangurinn af þeirri ferð ekki eins mikill og annars hefði orðið. Til þessa hafði svifflugan altaf verið hafin á loft með gúmíkaðlinum, en um haustið kaupir f élagið sér gamlan^þíl. Á hann er settur spilútbúnaður til að draga sviffluguna á loft, og eftir það er byrjað að æfa uppi á Sand- skeiði. Nokkru seinna kemur hingað þýzkur svifflugkennari, Carl Reichstein að nafni, og eftir það fara prófin að koma til sögu. Sunnu- dag í okt. standast 4 félagsmenn A-prófið, og næsta sunnudag aðrir 4. Þannig er haldið á- fram alla sunnudaga. Þegar veður leyfir, er svifflugan sundurtekin sett upp á bíl og ekið upp á Sandskeið, þar er hún skrúfuð saman og æft eins lengi og birta leyfir. Enda verður ár- angurinn svo góður, að í febrúar (1938) taka þeir fyrstu B-prófið. Það varð brátt sýnilegt að félagið þurfti nauðsynlega að eignast skýli fyrir sviffluguna uppi á Sandskeiði, og var bráðnauðsyn á að það kæmist fljótt upp, ekki hvað síst vegna þess að von var á þýzkum svifflugsleiðangri þá um sumarið, og var auðvitað nauðsynlegt að geta hýst þær svifflugur, sem með honum kæmu. Festi félagið því kaup á húsi, sem not- að hafði verið við byggingu orkuversins við Sogið. Jafnframt því að hafin var smíði á nýrri svifflugu, unnu félagsmenn að því, að flytja húsið upp á Sandskeið og reisa það þar. Er húsið hið myndarlegasta, það er rúmgott, yfir 20 m. á lengd og mjög rammbyggt. Með- an á þýzka svifflugleiðangrinum stóð voru þar venjulega geymdar 2 vélflugur og 3 svifflugur, þar af ein tveggja manna. Eins og gefur að skilja tóku þessar framkvæmdir svo mikinn tíma, að lítill sem enginn tími var aflögu til flugæfinga. I júlí kom svo þýzki svifflugleið- angurinn, sem varð félaginu til ómetanlegs gagns. Er nánar skýrt frá honum á öðrum stað í blaðinu. Þetta er í stuttu máli saga félagsins. Þegar litið er á hve ungt það er, verður árangurinn að teljast mjög góður. Yfir 20 félagsmenn hafa lokið A-prófi, 9 B-prófi og 5 C-prófi, þar af 2 meira C-prófi. Frá því að eiga ekki neitt hefir það efnast svo, að það á nú 3 svifflugur, 1 bíl og vandað skýli ásamt nauðsynlegum á- höldum. Samtals eru eignir félagsins metnar á kr. 10,200. En þetta er þó aðeins byrjun. ís- lenzku svifflugmennirnir eru aðeins byrjend- ur. Þeir eiga eftir að læra mikið til þess að geta notfært sér hin óviðjafnanlega góðu svif- flugskilyrði landsins til fulls. Foringi svifflug- Fyrsta svifflugan smíðuni FLUG

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.