Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Blaðsíða 21

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Blaðsíða 21
19 AÐALNIÐURSTÖÐUR 1. Gerð er grein fyrir könnun á fæði í skólum í Reykjavík haustið 1977 og vorið 1978. 2. Rannsóknin byggist á spurningaeyðublöðum (sjá mynd 1), sem hver þátttakandi átti að fylla út í skólanum 5 daga í r öð. 3. í skammtafjöldanum á dag, sem getur verið frá 0,01 (það minnsta sem reiknast) upp í 6,63, svo dæmi sé nefnt má sjá raunverulega neyslutíðni helstu fæðutegunda í Reykja- vík, sbr. 3. töflu. 4. Við samanburð á fæði 1938 - 40 og 1977 - 78 má sjá, að miklar breytingar hafa átt sér stað frá kreppuárunum til allsnægtaþjóðfélags. Það sem vekur athygli er eftirfarandi: a) Neysla fiskmetis hefur minnkað. b) Neysla kjötmetis hefur aukist nokkuð. c) Neysla brauðs hefur minnkað. d) Neysla mjólkurafurða, grænmetis og ávaxta hefur aukist. e) Sykurneysla hefur aukist mikið, aðallega vegna gífur- lega aukinnar sælgætis- og gosvatnsneyslu. 5. Um neyslu einstakra næringarefna: a) Kalk virðist við hæfi u.þ.b. 1 g á dag. b) Járn er greinilega of lítið (10 - 11 mg daglega) í fæði unglinga, Einnig er sláturneysla nú orðin hverfandi miðað við það sem áður var. c) Fituleysanleg vftamín A-, D- og E- virðast vera í heild sinni í lágmarki, en sérstaklega er skortur á D- og E- vítamíni, miðað við venjulegt dagsfæði. Þetta er að vísu talsvert bætt upp með vítamíngjöfum í heimahúsum, en þó ekki nærri til fulls hvað D- og E-vítamxn snertir, enda er besti D- og E-vítamíngjafi matvæla, fiskur og þá aðallega síldin, mun minni á borðum en áður. Mikil-

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.