Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Blaðsíða 19
17
Vatnsleysanleg vítamín eru eða þíamín (1,3 mg), B2 eða
ríbóflavín (1,4 mg), níasín eða "níkótinik-”sýra (17 mg), Bg
eða pyrídoxín (1,6 mg), B12 eSa "cynaeobalamín, cycobemín"
(3,0 microg), fólasín (400 microg), pantóþensýra (10 mg).
Hér eru upp talin þau vítamín af B-flokknum sem koma við sögu
sjúkdóma í fólki, þó sumt sé enn á huldu um verkanir þeirra.
Eins og fram kemur á töflunni er hæfilegur skammtur af þessum
vítamínum í venjulegu fæði haust og vor 1977 - 78 nema helst
fólasínsýru og pentóþensýru. Nokkur vafi mun þó vera á því
hvað mikið þarf af slíku.
C-vítamín: 74 - 79 mg (RS: 45 mg)
Það verður að telja að mjög vel sé séð fyrir C-vítamíni ef
dagskammturinn er um 45 mg, en hin mikla sítrusávaxtaneysla
gefur börnum milli 60-70 mg á dag og síðan bætist vítamín-
notkun enn ofan á þennan skammt. Öðru máli gegnir í rannsókn-
inni frá 1938 -40. Þá var víðast hvar töluvert mikill hörgull
á C-vítamíni og einnig á þýðingarmiklum B-vítamínum eins og
þíamíni (B-^) .
Fyrir stríð eða 1938 -39 sáust ekki ávextir á borðum á íslandi,
nema rétt um stórhátíðir.
Kalk: 1004 - 1188 mg (RS: 1000 - 1200 mg)
Sú dagsþörf sem hér er ráðlögð er í hærra lagi og allmiklu hærri
heldur en ráðlagt er í nýlegri töflu frá FAO/WHO. Liklegt er
að hérlendis verði kröfur að vera í hærra lagi vegna þess að
jarðvegur er yfirleitt kalkfátækur.
Samkvæmt skólarannsóknum vorið 1978 er meðalneysla kalks mjög
nálægt ráðlögðum skömmtum. Um haustið er magnið töluvert lægra
og eins í rannsókninni 1938 -40 og fer lægst niður í 71,6% af
ráðlögðu magni á haustmánuðum 1938-39. Aðalkalkuppsprettan
á Islandi er mjólk og mjólkurafurðir . Fósfór er mjög ríkulegur
í fæðu íslendinga, einkum vegna fiskneyslu og kemur sérstaklega
vel í ljós í könnuninni fyrir 40 árum. Kjöt er að sjálfsögðu
einnig góður fósfórgjafi.