Fréttablaðið - 25.11.2022, Side 14

Fréttablaðið - 25.11.2022, Side 14
Þjóðverjar hafa hrund- ið af stað verkefni sem ætlað er að skapa skjöld til að vernda loftrýmið yfir Evrópu. Nánar á: jolathorpid.is Opið: Velkomin í Föstudaga kl. 17-21 Laugardaga kl. 13-18 Sunnudaga kl. 13-18 Löndin í austurhluta Evrópu reyna nú að styrkja loftvarnir sínar sem aldrei fyrr. Þjóð- verjar hafa sett af stað verk- efni sem á að skapa loftvarna- hjúp yfir Evrópu. gar@frettabladid.is EVRÓPA Flugskeytin sem rötuðu inn fyrir landamæri Póllands á dög- unum og urðu þar tveimur að bana, hafa vakið áhyggjur af öryggi loft- rýmisins yfir austurhluta Evrópu. Spænska stórblaðið El País segir frá því að NATO-þjóðir í austur- hlutanum hafi hert viðleitni sína til að styrkja loftvarnir sínar, til að hindra slíka atburði á meðan stríðið í Úkraínu stendur yfir. Þjóðverjar hafa boðið Pólverjum varnarkerfi sem þeir eiga í fórum sínum til vara og byggja á banda- rískum Patriot-loftvarnaflaugum, auk þess sem þeir vakta loftrýmið með orrustuþotum. Pólverjar þáðu boðið strax með þökkum, en þegar fréttir bárust af árásum Rússa síð- degis í fyrradag á innviði í Úkraínu, lagði varnarmálaráðherra Póllands, Mariusz Blaszczak, til að Patriots- f laugunum yrði frekar komið til Úkraínumanna. „Það myndi vernda Úkraínu frá frekara mannfalli og straumrofi og tryggja landamæri okkar til austurs,“ sagði Blaszczak á Twitter. El País bendir á að slík ráðstöfun þurfi bæði samþykki Þjóðverja, sem eiga umræddar f laugar og Banda- ríkjanna, þar sem f laugarnar eru framleiddar. El País segir að Evrópulöndin sem eigi landamæri að Rússlandi og hafi árum saman varað við hættunni af útþenslu- og heimsvaldastefnu Rússa, séu í hæstu viðbragðsstöðu. Pólland og Eystrasaltslöndin verji nú þegar dágóðum hluta þjóðar- tekna sinna til varnarmála og í Eist- landi, til að mynda, sé rætt um að auka framlögin enn frekar í þennan málaflokk. Atvikið í Póllandi hefur að sögn El País sett af stað viðvörunarbjöllur í Litáen, sem verið hafi meðlimur í NATO frá árinu 2004. Litáar vilja styrkja loftvarnir sínar eins f ljótt og auðið sé. Þjóðaröryggisráð Litá- en hafi samþykkt á mánudaginn að f lýta kaupum á meðaldrægum gagnflaugum. Haft er eftir ráðgjafa Gitanas Nauseda, forseta Litáens, að þetta sé forgangsmál til að tryggja öryggi, áður en toppfundur NATO fer fram í höfuðborginni Vilníus á næsta ári. Þjóðverjar hafa hrundið af stað verkefni sem ætlað er að skapa skjöld til að vernda loftrýmið yfir Evrópu. Fimmtán ríki eiga þegar aðild að verkefninu, sem felur í sér samhæfðar loftvarnir í samstarfi við NATO, til að bregðast við ógn- inni af Rússum. Pólverjar eiga ekki aðild að þessu verkefni en El País segir að líkur á þátttöku þeirra hafi aukist með fyrrnefndu samstarfi þeirra við Þjóðverja í kjölfar atviks- ins með flugskeytin sem sprungu á pólskri grundu. Þótt löndin næst Rússlandi hafi fengið endurnýjaðan áhuga á loft- vörnum sínum, bendir El País á að loftvarnabúnaður sem hafi verið til reiðu hafi að talsverðu leyti þegar verið sendur til Úkraínu. Afar tak- markað sé hvað standi til boða í þessum efnum. Slóvakar hafi til að mynda sent Úkraínu rússneskar S-300 loftvarnaf laugar og með því skilið eftir ákveðið gat í eigin vörnum. Svipað eigi við um önnur lönd. n Styrkja loftvarnir Evrópulanda eftir að flugskeytin tvö sprungu í Póllandi Úkraínumenn að störfum eftir að Rússar létu hríð S-300 flugskeyta dynja á borginni Zaporízja í október. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Anniken Huitfeldt, utanríkisráð- herra Noregs. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY gar@frettabladid.is ÚKRANÍA „Hversu örvæntingarfullt er árásarland orðið ef það vill frysta fólk í hel?“ spurði Anniken Huit- feldt, utanríkisráðherra Noregs, í viðtali við Verdens gang í gær. VG segir utanríkisráðherranum augljóslega ekki standa á sama um sprengjuregn Rússa í Úkraínu und- anfarna daga, þar sem þeir hafa náð að svipta 70 prósent Úkraínumanna rafmagni. „Þett er skýr sönnun þess að Rússland nær ekki árangri á víg- vellinum,“ sagði Huitfeldt við VG. n Sýni að Rússum sé að mistakast Pútín á fundi í Armeníu á miðvikudag. gar@frettabladid.is RÚSSLAND Danski hernaðarsérfræð- ingurinn Anders Puck Nielsen telur að Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, þurfi fljótlega að kveðja fleiri menn til vopna. Frásagnir af miklu tapi á vígvellinum og hermönnum sem neiti að berjast, gætu valdið her landsins vanda. Í samtali við Danmarks Radio segir Nielsen að agavandamál plagi her Rússa. Hermenn kvarti til dæmis undan skorti á vopnum, mat, þjálfun og tiltrú á yfirboðurum sínum. „Samanlagt er fjöldi þessara frásagna mjög mikill,“ hefur DR eftir honum. n Pútín þurfi nýja herkvaðningu 12 Fréttir 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.