Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 14
Þjóðverjar hafa hrund- ið af stað verkefni sem ætlað er að skapa skjöld til að vernda loftrýmið yfir Evrópu. Nánar á: jolathorpid.is Opið: Velkomin í Föstudaga kl. 17-21 Laugardaga kl. 13-18 Sunnudaga kl. 13-18 Löndin í austurhluta Evrópu reyna nú að styrkja loftvarnir sínar sem aldrei fyrr. Þjóð- verjar hafa sett af stað verk- efni sem á að skapa loftvarna- hjúp yfir Evrópu. gar@frettabladid.is EVRÓPA Flugskeytin sem rötuðu inn fyrir landamæri Póllands á dög- unum og urðu þar tveimur að bana, hafa vakið áhyggjur af öryggi loft- rýmisins yfir austurhluta Evrópu. Spænska stórblaðið El País segir frá því að NATO-þjóðir í austur- hlutanum hafi hert viðleitni sína til að styrkja loftvarnir sínar, til að hindra slíka atburði á meðan stríðið í Úkraínu stendur yfir. Þjóðverjar hafa boðið Pólverjum varnarkerfi sem þeir eiga í fórum sínum til vara og byggja á banda- rískum Patriot-loftvarnaflaugum, auk þess sem þeir vakta loftrýmið með orrustuþotum. Pólverjar þáðu boðið strax með þökkum, en þegar fréttir bárust af árásum Rússa síð- degis í fyrradag á innviði í Úkraínu, lagði varnarmálaráðherra Póllands, Mariusz Blaszczak, til að Patriots- f laugunum yrði frekar komið til Úkraínumanna. „Það myndi vernda Úkraínu frá frekara mannfalli og straumrofi og tryggja landamæri okkar til austurs,“ sagði Blaszczak á Twitter. El País bendir á að slík ráðstöfun þurfi bæði samþykki Þjóðverja, sem eiga umræddar f laugar og Banda- ríkjanna, þar sem f laugarnar eru framleiddar. El País segir að Evrópulöndin sem eigi landamæri að Rússlandi og hafi árum saman varað við hættunni af útþenslu- og heimsvaldastefnu Rússa, séu í hæstu viðbragðsstöðu. Pólland og Eystrasaltslöndin verji nú þegar dágóðum hluta þjóðar- tekna sinna til varnarmála og í Eist- landi, til að mynda, sé rætt um að auka framlögin enn frekar í þennan málaflokk. Atvikið í Póllandi hefur að sögn El País sett af stað viðvörunarbjöllur í Litáen, sem verið hafi meðlimur í NATO frá árinu 2004. Litáar vilja styrkja loftvarnir sínar eins f ljótt og auðið sé. Þjóðaröryggisráð Litá- en hafi samþykkt á mánudaginn að f lýta kaupum á meðaldrægum gagnflaugum. Haft er eftir ráðgjafa Gitanas Nauseda, forseta Litáens, að þetta sé forgangsmál til að tryggja öryggi, áður en toppfundur NATO fer fram í höfuðborginni Vilníus á næsta ári. Þjóðverjar hafa hrundið af stað verkefni sem ætlað er að skapa skjöld til að vernda loftrýmið yfir Evrópu. Fimmtán ríki eiga þegar aðild að verkefninu, sem felur í sér samhæfðar loftvarnir í samstarfi við NATO, til að bregðast við ógn- inni af Rússum. Pólverjar eiga ekki aðild að þessu verkefni en El País segir að líkur á þátttöku þeirra hafi aukist með fyrrnefndu samstarfi þeirra við Þjóðverja í kjölfar atviks- ins með flugskeytin sem sprungu á pólskri grundu. Þótt löndin næst Rússlandi hafi fengið endurnýjaðan áhuga á loft- vörnum sínum, bendir El País á að loftvarnabúnaður sem hafi verið til reiðu hafi að talsverðu leyti þegar verið sendur til Úkraínu. Afar tak- markað sé hvað standi til boða í þessum efnum. Slóvakar hafi til að mynda sent Úkraínu rússneskar S-300 loftvarnaf laugar og með því skilið eftir ákveðið gat í eigin vörnum. Svipað eigi við um önnur lönd. n Styrkja loftvarnir Evrópulanda eftir að flugskeytin tvö sprungu í Póllandi Úkraínumenn að störfum eftir að Rússar létu hríð S-300 flugskeyta dynja á borginni Zaporízja í október. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Anniken Huitfeldt, utanríkisráð- herra Noregs. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY gar@frettabladid.is ÚKRANÍA „Hversu örvæntingarfullt er árásarland orðið ef það vill frysta fólk í hel?“ spurði Anniken Huit- feldt, utanríkisráðherra Noregs, í viðtali við Verdens gang í gær. VG segir utanríkisráðherranum augljóslega ekki standa á sama um sprengjuregn Rússa í Úkraínu und- anfarna daga, þar sem þeir hafa náð að svipta 70 prósent Úkraínumanna rafmagni. „Þett er skýr sönnun þess að Rússland nær ekki árangri á víg- vellinum,“ sagði Huitfeldt við VG. n Sýni að Rússum sé að mistakast Pútín á fundi í Armeníu á miðvikudag. gar@frettabladid.is RÚSSLAND Danski hernaðarsérfræð- ingurinn Anders Puck Nielsen telur að Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, þurfi fljótlega að kveðja fleiri menn til vopna. Frásagnir af miklu tapi á vígvellinum og hermönnum sem neiti að berjast, gætu valdið her landsins vanda. Í samtali við Danmarks Radio segir Nielsen að agavandamál plagi her Rússa. Hermenn kvarti til dæmis undan skorti á vopnum, mat, þjálfun og tiltrú á yfirboðurum sínum. „Samanlagt er fjöldi þessara frásagna mjög mikill,“ hefur DR eftir honum. n Pútín þurfi nýja herkvaðningu 12 Fréttir 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.