Fréttablaðið - 25.11.2022, Side 52
Nú styttist óðum í aðvent-
una og flestir eiga sínar hefðir
og siði sem tengjast henni.
Anna Björk Eðvarðsdóttir,
formaður Hringsins, er mikill
sælkeri og lífskúnstner og
elskar aðventuna. Hefðir á
aðventunni eru nátengdar
Hringnum og veit hún fátt
skemmtilegra en að taka þátt
í Jólabasar Hringsins.
sjofn@frettabladid.is
„Aðventan er skemmtilegur tími.
Þá hefst fjáröflun hjá okkur. Við
vorum að koma jólakortum í
búðir og Jólabasarinn var í byrjun
nóvember. Núna erum við á fullu
að undirbúa Jólakaffi og Jóla
happdrætti Hringsins, sem verður
haldið í Hörpu 4. desember næst
komandi. Við erum mjög spenntar,
það eru nærri þrjú ár síðan Jóla
kaffið var haldið síðast.
Ein af mínum hefðum er hurðar
kransinn á útihurðina mína og
lengi gerði ég kransinn sjálf. Þá
hittumst við nokkrar vinkonur og
gerðum stóra og bústna hurða
kransa, en svo hættum við því.
Síðan þá hefur góður vinur minn,
Sigþór í Hlín blómahúsi í Mosó,
gert geggjaða hurðarkransa fyrir
mig. Önnur hefð er að bjóða fjöl
skyldunni í Jólakaffið í Hörpu.
Það er sérstaklega gaman eftir að
ég eignaðist barnabörnin, en ég á
fjögur, Jólakaffið er fyrsta alvöru
aðventustemningin,“ segir Anna
full tilhlökkunar.
„Við hjónin reynum yfirleitt að
fara á einhverja tónleika, sem setur
mann í góðan jólagír. Svo fórum við
mæðgurnar í fyrstu aðventuferðina
okkar saman. Það er vonandi ný
hefð sem verður árleg héðan í frá.
Mér finnst nauðsynlegt að reyna
að gera sér hlutina eins auðvelda
og hægt er í jólaundirbúningnum
svo maður nái að njóta sín. Setja sér
ekki of stíft prógramm, það þarf
ekki að gera allt of mikið af öllu og
vera síðan með tárin í augunum,
örmagna og uppgefinn þegar
hátíðirnar eru búnar. Ég er svo sem
alveg sek um að hafa verið þar, hér
áður fyrr en ekki lengur, ég hef
þroskast, jólagleðin snýst ekki um
fullkomnun heldur gleði.“
Þegar kemur að því að setja upp
jólin gerir Anna það ekki fyrr en
aðventan hefst. „Ekki fyrr en á
fyrsta sunnudegi í aðventu eða
eftir Jólakaffið. Ég heiti mér því að
Jólagleðin snýst um gleði, ekki fullkomnun
Toblerone-kökurnar hennar Önnu líta vel út og kitla bragðlaukana.
Dásamlegt bollubrauð fyllt með gómsætu Nutella fyrir sælkerana.
skreyta minna á hverju ári. En það
gengur svona la, la, það læðist alltaf
meira og meira inn hjá mér eftir því
sem nær dregur jólum. Auðvitað á
maður alls konar uppáhaldsskraut
sem manni finnst nauðsynlegt að
hafa, annars koma ekki jólin. Jóla
tréð fer upp um 21. desember.“
Gústukökurnar toppurinn
Anna á sínar uppáhaldssmákökur
sem henni finnst ómissandi að
baka á aðventunni og á erfitt með
að gera upp á milli. „Ég get ekki sagt
bara eina, það er næstum eins og
að gera upp á milli barnanna sinna.
En ef ég verð þá eru Gústu kökur
samt þær sem allar aðrar súkku
laðibitakökur þurfa að stand ast
samanburð við, ég ólst upp við þær
hjá mömmu. Þær heita í höfuðið
á konu sem hún vann einu sinni
með, þær eru toppur. Samt eru
alltaf einhverjar sem eru að reyna
að taka sæti hennar. Núna eru það
nokkrar sem eru að berjast um
fyrsta sæti hjá mér, meðal annars
Toblerone og makadamíukökur
sem ég bakaði um daginn.“
Toblerone-kökurnar og
bollu brauð með Nutella
Hér sviptir Anna hulunni af
tveimur dásemdar uppskriftum
sem hún mælir með að lesendur
prófi á aðventunni. „Eins og ég
sagði áðan komu Tobleronekök
urnar svo sterkar inn að ég get ekki
legið á gleðinni ein. Hvaða Íslend
ingur elskar ekki Toblerone, þessa
yndislegu súkkulaðiþríhyrninga?
Makadamíuhnetur eru dásam
legar, svo kremaðar og mjúkar. Svo
er það annað hráefni sem flestir
elska líka en það er Nutella. Hér
er það notað sem fylling í geggjað
bollubrauð, með sítrusundirtón,
svolítið italiano, algjört æði. Fallegt
á borði, ljúffengt og mjög auðvelt
að baka það. Svo frystist það vel, ef
þú vilt gera það fyrir fram er það
auðvelt.“
Toblerone- og
makadamíukökur
18–20 stykki
1 ½ bolli hveiti
1 bolli haframjöl
½ tsk. salt
½ tsk. matarsódi
250 g Toblerone, gróft saxað
1 bolli léttristaðar makadamíu-
hnetur, gróft saxaðar
¾ bollar brætt smjör
1 bolli púðursykur
¼ bolli sykur
2 stór egg
1 tsk. vanilludropar
Byrjið á því að hita ofninn í 180°C.
Gerið tvær ofnplötur klárar með
bökunarpappír. Blandið saman
hveiti, haframjöli, salti, matar
sóda, Toblerone og makadamíu
hnetum í stóra skál og setjið til
hliðar. Hrærið saman smjör,
púðursykur og sykur í annarri skál,
bætið síðan egginu og vanillu
dropunum saman við og þeytið.
Hellið blöndunni yfir þurrefnin og
blandið síðan öllu vel saman. Setjið
1 matskeið af deigi með um það bil
5 sentimetra bili á bökunarplötu,
ekki hafa of lítið bil á milli þeirra,
þrýstið síðan létt ofan á þær. Bakið
í 12–15 mínútur þar til kökurnar
eru ljósgylltar og ysti kanturinn
byrjaður að verða stökkur, en eru
enn mjúkar í miðjunni. Takið af
plötunni og setjið á grind til að
kólna.
Nutella-bollubrauð
400 g sigtað hveiti
80 g sykur
6 g þurrger
1 egg
Börkur af 1 sítrónu
50 g smjör brætt
1 ½ dl volg mjólk
Nutella eftir smekk
Til að pensla með
1 eggjarauða
Mjólk eftir smekk
Byrjið á því að sigta hveiti í stóra
skál, setjið restina af hráefnunum
fyrir utan mjólkina út í hveitið og
blandið létt saman með fingrun
um. Bætið mjólkinni út í og hnoðið
deigið mjög létt saman í kúlu með
höndunum í skálinni. Smyrjið
deigkúluna með olíu og setjið plast
yfir skálina og látið deigið hefast
í 1 klukkustund á volgum stað.
Smyrjið 20 sentimetra kringlótt
springform vel að innan. Hnoðið
deigið upp og skiptið í 10 bita.
Formið hvern bita í kringlóttan
hring á borðinu og setjið 1 teskeið
af Nutella í miðjuna á hverjum
deighring og lokið honum svo vel
með því að klípa endana saman,
setjið síðan kúluna í formið. Allt
deigið er klárað á sama hátt og
formið fyllt. Látið hefast á volgum
stað í 1 klukkustund með plasti
yfir. Þeytið eggjarauðu og mjólk
saman í litla skál og penslið
bollurnar með blöndunni. Hitið
ofninn í 180°C með blæstri og
bakið í 20–25 mínútur. Látið kólna
og síðan er flórsykri drussað yfir.
Berið fram með góðum kaffibolla
eða heitum tebolla. n
Anna Björk er mikill sælkeri og töfrar
fram tvær dásamlegar uppskriftir
sem eiga vel við á aðventunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Allar nánari upplýsingar um Jólamarkaðinn
í Heiðmörk, Jólaskóginn á Hólmsheiði og
jólatrjáasölu á Lækjartorgi má finna á
heidmork.is
6 kynningarblað A L LT 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR