Fréttablaðið - 25.11.2022, Side 74

Fréttablaðið - 25.11.2022, Side 74
ÞÆTTIR The Crown Netflix Leikstjórn: Jessica Hobbs o.fl. Handrit: Peter Morgan Leikarar: Imelda Staunton, Jonathan Pryce, Dominic West, Elizabeth Debicki og fleiri Oddur Ævar Gunnarsson Dramaþáttaröðin The Crown úr smiðju Netf lix og handritshöf- undarins Peter Morgan, er mætt á streymisveituna í fimmta sinn. Tvö ár eru síðan síðasta sería kom út og biðu margir þessarar með óþreyju. Að þessu sinni fara þau Imeld a St au nton og Jonathan Pryce með hlutverk þeirra Elísa- betar Bretlands- d rot t n i ng a r og Filippusar, í stað Oliviu Coleman og Tobias Men- zies sem fóru með hlutverkin í þriðju og fjórðu seríunni. Þá eru Dominic West og Elizabeth Debicki mætt í hlutverk Karls Bretaprins og Díönu prinsessu. Bæði hlutverkin eru líklega þau mikilvægustu í þetta sinn, enda hverfist söguþráður seríunnar um árin 1992 til 1997, eitt erfiðasta tímabilið í sögu bresku konungsfjölskyldunnar. Lítið er hægt að setja út á leikara í seríunni þó velta megi því upp hvort þeim Imeldu Staunton og Jonathan Pryce takist fullkomlega að setja sitt persónulega mark á hlutverk sem Claire Foy, Olivia Coleman, Matt Smith og Tobias Menzies hefur gengið svo vel að gera að sínum. Elísabet er hér mun kunnug- legri okkur í fimmtu seríunni en við höfum séð hana áður. Serían snýst meira og minna um erfitt hjónaband og skilnað Díönu og Karls og því fær Imelda ekkert sér- lega mikið að gera í seríunni, ívið minna en forverar hennar í hlutverkinu. Dominic West er fínn sem Karl, en helst til of my ndarleg ur á meðan Elizabeth Debicki hreinlega eignar sér seríuna sem svo gott sem nákvæm eftirmynd Díönu prins- essu, þannig að allar hreyfingar og taktar prinsessunnar endurfæðast á skjánum. Serían gerist eins og áður segir á einu erfiðasta tímabili konungsfjöl- skyldunnar og eru mörkin á milli þess sem er raunverulegt og þess sem hefur verið fært í stílinn, mjög óskýr, rétt eins og rætt hefur verið í Bíóvarpinu, hlaðvarpi Fréttablaðs- ins um þættina. Þannig hefur John Major, einn minnst eftirminnilegi forsætisráðherra Bretlands, meðal annars gagnrýnt framleiðendur fyrir að hafa aldrei haft samband við sig, en í þáttunum er gengið út frá nánu vinasambandi hans og skálduðum einkasamtölum við Elísabetu. Söguþræði þátt- anna hættir til að vera helst til of langdreginn á köfl- um og stundum fékk undirritaður á tilf inninguna að framleiðendur væru að draga söguna vísvitandi á langinn með alls konar mismikilvægum hliðar- sporum. n NIÐURSTAÐA: Fimmta sería af The Crown er að einhverju leyti þynnri sería en forverar hennar. Imelda Staunton fær minni skjá- tíma á meðan Elizabeth Debicki ber af sem Díana. Ótrúlegir Díönu-taktar og annus horribilis Imelda Staun- ton er ekki Um- bridge lengur, heldur Elísabet. Elizabeth Debicki um- turnast hreinlega í Díönu. Ný kvikmyndategund hefur rutt sér til rúms í hjörtum landans og það er Netflix-jóla- myndin. Reyndar hafa þessar kvikmyndir verið til í áraraðir undir merkjum Hallmark- stöðvarinnar og eru þekkt stærð í bandarísku sjónvarpi. ninarichter@frettabladid.is Í myndum af þessu tagi eru sterkir samnefnarar, svo mjög að það mætti hugsanlega nota þessa grein sem bingóspjald. Myndirnar eru með sérstæða uppbyggingu og eitt meg- inþema, sem er að sjálfsögðu hátíð ljóss og friðar. Aðrir mikilvægir þættir snúa að söguframvindu og persónusköpun. Í myndum af þessu tagi er mjög mikið jólaskraut og kunnuglegir skrautmunir dúkka gjarnan upp aftur og aftur í mis- munandi senum. Einhver leiðinlegur deyr Það er yfirleitt stöðluð framvinda í upphafi sögu. Einhver aldraður og illa skrifaður karakter sem áhorf- endur þekkja lítið, deyr. Dauðinn getur líka komið í formi sambands- slita, uppsagnar eða allsherjar nið- urlægingar. Yfirleitt er hinn aðilinn í ónýta sambandinu hræðilegur, vinnan yfirborðsleg og lítið gef- andi og niðurlægingin fólgin í van- þóknun fólks sem áhorfandanum líkar ekki við. Aðalpersónan okkar kemur að hrokafulla manninum sínum með annarri konu, missir leiðinlegu vinnuna sína sama dag og lendir óvart á nærbuxunum fyrir framan fullt af vondu fólki. Allt í köku Það er mikilvægt að baka eitthvað á ögurstundu. Stundum er bakst- urinn söngur en það gegnir sama hlutverki. Aðalpersónan er hræði- legur bakari, en þegar allt veltur á bakstrinum, eða söngnum, þá tekst viðkomandi að framleiða eitthvað stórkostlegt. Baksturs- eða söngva- keppnin er sigruð og að sjálfsögðu gerist það fyrir framan nýja róman- tíska viðfangið. Hjálparvana stálpaður krakki Það er alltaf krakki einhvers staðar í sögunni sem þarf hjálp og það strax. Í miklum meirihluta tilfella er þetta systkini eða barn róman- tíska viðfangsins. Mjög oft er barnið búið að missa foreldri og á erfitt um jólin vegna þess. Upprifjunarsenur með látnu foreldri að gefa spiladós eða hengja jólaskraut á tré, eru líka nokkuð fastur liður. Aðalper- sónan sem hingað til hefur verið svolítið yfirborðsleg og upptekin af vinnunni sinni eða hraða borgar- lífsins, fær hér tækifæri til að þrosk- ast og verða að betri manneskju, í tæka tíð fyrir jólin. Skautasenan Einhver sem kann ekki á skauta þarf mjög nauðsynlega að fara á skauta. Skautunum má skipta út fyrir skíði. Þegar persónan sem kann hvorki á skauta né skíði dettur á hausinn, er klippt yfir í senu af viðkomandi með teppi og heitan drykk. Per- sónan þroskast við fallið þó að hún viti það ekki strax. Óvænt bónorð Óvænta bónorðið sem allir bíða eftir þarf að gerast á f lugvelli eða lestarstöð. Þetta er klassískt róman- tískt gamanmyndaminni en í jóla- myndunum kemur jólamarkaður einnig til greina, og ekki verra ef sjálfur jólasveinninn er þarna ein- hvers staðar á bak við, sem brýtur fjórða vegginn og blikkar mynda- vélina. Bónorðið kemur oftast frá karli sem í upphafi var leiðinlegur og ómögulegur, en varð svo í raun- inni svarið við öllum draumum aðalpersónunnar. Karlinn er mjög oft tengdur sveitalífinu eða jörðinni með einhverjum hætti og samband- ið við hann þroskar aðalpersónuna, sem í f lestum tilfellum endar á því að búa með honum úti í sveit, á eyju eða fjarri ys og þys borgarinnar og sínum gömlu gildum. n Ástin á amerískum jólum og játningar á ögurstundu Bónorð í amerískri jólamynd kemur oftast frá karli sem í upphafi var leiðinlegur og ómögulegur, en varð svo í rauninni svarið við öllum draumum aðalpersónunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Aðalpersónan er hræðilegur bakari en þegar allt veltur á bakstrinum, eða söngnum, tekst viðkomandi að framleiða eitthvað stórkostlegt. Aðalpersónan okkar kemur að hrokafulla manninum sínum með annarri konu, missir leiðinlegu vinnuna sína sama dag og lendir óvart á nær- buxunum fyrir framan fullt af vondu fólki. 52 Lífið 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.