Fréttablaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 74
ÞÆTTIR The Crown Netflix Leikstjórn: Jessica Hobbs o.fl. Handrit: Peter Morgan Leikarar: Imelda Staunton, Jonathan Pryce, Dominic West, Elizabeth Debicki og fleiri Oddur Ævar Gunnarsson Dramaþáttaröðin The Crown úr smiðju Netf lix og handritshöf- undarins Peter Morgan, er mætt á streymisveituna í fimmta sinn. Tvö ár eru síðan síðasta sería kom út og biðu margir þessarar með óþreyju. Að þessu sinni fara þau Imeld a St au nton og Jonathan Pryce með hlutverk þeirra Elísa- betar Bretlands- d rot t n i ng a r og Filippusar, í stað Oliviu Coleman og Tobias Men- zies sem fóru með hlutverkin í þriðju og fjórðu seríunni. Þá eru Dominic West og Elizabeth Debicki mætt í hlutverk Karls Bretaprins og Díönu prinsessu. Bæði hlutverkin eru líklega þau mikilvægustu í þetta sinn, enda hverfist söguþráður seríunnar um árin 1992 til 1997, eitt erfiðasta tímabilið í sögu bresku konungsfjölskyldunnar. Lítið er hægt að setja út á leikara í seríunni þó velta megi því upp hvort þeim Imeldu Staunton og Jonathan Pryce takist fullkomlega að setja sitt persónulega mark á hlutverk sem Claire Foy, Olivia Coleman, Matt Smith og Tobias Menzies hefur gengið svo vel að gera að sínum. Elísabet er hér mun kunnug- legri okkur í fimmtu seríunni en við höfum séð hana áður. Serían snýst meira og minna um erfitt hjónaband og skilnað Díönu og Karls og því fær Imelda ekkert sér- lega mikið að gera í seríunni, ívið minna en forverar hennar í hlutverkinu. Dominic West er fínn sem Karl, en helst til of my ndarleg ur á meðan Elizabeth Debicki hreinlega eignar sér seríuna sem svo gott sem nákvæm eftirmynd Díönu prins- essu, þannig að allar hreyfingar og taktar prinsessunnar endurfæðast á skjánum. Serían gerist eins og áður segir á einu erfiðasta tímabili konungsfjöl- skyldunnar og eru mörkin á milli þess sem er raunverulegt og þess sem hefur verið fært í stílinn, mjög óskýr, rétt eins og rætt hefur verið í Bíóvarpinu, hlaðvarpi Fréttablaðs- ins um þættina. Þannig hefur John Major, einn minnst eftirminnilegi forsætisráðherra Bretlands, meðal annars gagnrýnt framleiðendur fyrir að hafa aldrei haft samband við sig, en í þáttunum er gengið út frá nánu vinasambandi hans og skálduðum einkasamtölum við Elísabetu. Söguþræði þátt- anna hættir til að vera helst til of langdreginn á köfl- um og stundum fékk undirritaður á tilf inninguna að framleiðendur væru að draga söguna vísvitandi á langinn með alls konar mismikilvægum hliðar- sporum. n NIÐURSTAÐA: Fimmta sería af The Crown er að einhverju leyti þynnri sería en forverar hennar. Imelda Staunton fær minni skjá- tíma á meðan Elizabeth Debicki ber af sem Díana. Ótrúlegir Díönu-taktar og annus horribilis Imelda Staun- ton er ekki Um- bridge lengur, heldur Elísabet. Elizabeth Debicki um- turnast hreinlega í Díönu. Ný kvikmyndategund hefur rutt sér til rúms í hjörtum landans og það er Netflix-jóla- myndin. Reyndar hafa þessar kvikmyndir verið til í áraraðir undir merkjum Hallmark- stöðvarinnar og eru þekkt stærð í bandarísku sjónvarpi. ninarichter@frettabladid.is Í myndum af þessu tagi eru sterkir samnefnarar, svo mjög að það mætti hugsanlega nota þessa grein sem bingóspjald. Myndirnar eru með sérstæða uppbyggingu og eitt meg- inþema, sem er að sjálfsögðu hátíð ljóss og friðar. Aðrir mikilvægir þættir snúa að söguframvindu og persónusköpun. Í myndum af þessu tagi er mjög mikið jólaskraut og kunnuglegir skrautmunir dúkka gjarnan upp aftur og aftur í mis- munandi senum. Einhver leiðinlegur deyr Það er yfirleitt stöðluð framvinda í upphafi sögu. Einhver aldraður og illa skrifaður karakter sem áhorf- endur þekkja lítið, deyr. Dauðinn getur líka komið í formi sambands- slita, uppsagnar eða allsherjar nið- urlægingar. Yfirleitt er hinn aðilinn í ónýta sambandinu hræðilegur, vinnan yfirborðsleg og lítið gef- andi og niðurlægingin fólgin í van- þóknun fólks sem áhorfandanum líkar ekki við. Aðalpersónan okkar kemur að hrokafulla manninum sínum með annarri konu, missir leiðinlegu vinnuna sína sama dag og lendir óvart á nærbuxunum fyrir framan fullt af vondu fólki. Allt í köku Það er mikilvægt að baka eitthvað á ögurstundu. Stundum er bakst- urinn söngur en það gegnir sama hlutverki. Aðalpersónan er hræði- legur bakari, en þegar allt veltur á bakstrinum, eða söngnum, þá tekst viðkomandi að framleiða eitthvað stórkostlegt. Baksturs- eða söngva- keppnin er sigruð og að sjálfsögðu gerist það fyrir framan nýja róman- tíska viðfangið. Hjálparvana stálpaður krakki Það er alltaf krakki einhvers staðar í sögunni sem þarf hjálp og það strax. Í miklum meirihluta tilfella er þetta systkini eða barn róman- tíska viðfangsins. Mjög oft er barnið búið að missa foreldri og á erfitt um jólin vegna þess. Upprifjunarsenur með látnu foreldri að gefa spiladós eða hengja jólaskraut á tré, eru líka nokkuð fastur liður. Aðalper- sónan sem hingað til hefur verið svolítið yfirborðsleg og upptekin af vinnunni sinni eða hraða borgar- lífsins, fær hér tækifæri til að þrosk- ast og verða að betri manneskju, í tæka tíð fyrir jólin. Skautasenan Einhver sem kann ekki á skauta þarf mjög nauðsynlega að fara á skauta. Skautunum má skipta út fyrir skíði. Þegar persónan sem kann hvorki á skauta né skíði dettur á hausinn, er klippt yfir í senu af viðkomandi með teppi og heitan drykk. Per- sónan þroskast við fallið þó að hún viti það ekki strax. Óvænt bónorð Óvænta bónorðið sem allir bíða eftir þarf að gerast á f lugvelli eða lestarstöð. Þetta er klassískt róman- tískt gamanmyndaminni en í jóla- myndunum kemur jólamarkaður einnig til greina, og ekki verra ef sjálfur jólasveinninn er þarna ein- hvers staðar á bak við, sem brýtur fjórða vegginn og blikkar mynda- vélina. Bónorðið kemur oftast frá karli sem í upphafi var leiðinlegur og ómögulegur, en varð svo í raun- inni svarið við öllum draumum aðalpersónunnar. Karlinn er mjög oft tengdur sveitalífinu eða jörðinni með einhverjum hætti og samband- ið við hann þroskar aðalpersónuna, sem í f lestum tilfellum endar á því að búa með honum úti í sveit, á eyju eða fjarri ys og þys borgarinnar og sínum gömlu gildum. n Ástin á amerískum jólum og játningar á ögurstundu Bónorð í amerískri jólamynd kemur oftast frá karli sem í upphafi var leiðinlegur og ómögulegur, en varð svo í rauninni svarið við öllum draumum aðalpersónunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Aðalpersónan er hræðilegur bakari en þegar allt veltur á bakstrinum, eða söngnum, tekst viðkomandi að framleiða eitthvað stórkostlegt. Aðalpersónan okkar kemur að hrokafulla manninum sínum með annarri konu, missir leiðinlegu vinnuna sína sama dag og lendir óvart á nær- buxunum fyrir framan fullt af vondu fólki. 52 Lífið 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.