Leikhúsmál - 01.06.1997, Síða 3
LEIKHÚSMÁL
Frá ritnefnd
/
slenskt leikhús missti mikið við fráfall Bríetar Héðinsdóttur nú í haust. Þetta
rit var eitt af hennar áhugamálum og má segja að hún hafi ýtt því úr vör. Fáir
voru betur til þess fallnir. Hún hafði góða yfirsýn yfir málefni leikhúss, hér og
víðar. Hún hafði unnið við allar helstu leiklistarstofnanir landsins, atvinnuleik-
húsin þrjú, óperuna, útvarp og sjónvarp, sem leikari og leikstjóri. Auk þess samdi
hún leikgerðir af nokkrum öndvegisskáldritum okkar. Hún var á sínum tíma
einn af frumherjum tilraunaleikhúss hér á landi, meðan Gríma var og hét.
Sem góður leikstjóri kunni hún að fá fólk til þess að vinna, sýna hvað í því býr.
Það kom sér vel þegar afla þurfti efnis í þetta málgagn leiklistarinnar, enda hefur
margur leikhúsmaðurinn sest við skriftir fyrir hennar orð og hingað til hefur
meira fallið til af frambærilegu efni en rúmast í ritinu. Vonandi er að sá áhugi
vaki enn og fólk sjái ástæðu til þess að fjalla um margvísleg málefni leikhússins.
En stærð rits sem þessa takmarkast vitaskuld af praktískum ástæðum.
Það er því stórt skarð fyrir skildi við útgáfu Leikhúsmála við fráfall okkar ágæta
forgöngumanns, Bríetar Héðinsdóttur. Hún var svo sem margir vissu kona ein-
örð, fjölgáfuð og hafði ríkan metnað fyrir hönd íslenskrar leiklistar, þar með talið
þessa rits. Sá sess sem hún skipaði við útgáfuna verður því vandsetinn.
Stjórn Félags íslenskra leikara ákvað þó að áfram skyldi haldið og jafnframt er
óbreytt samvinna við Leikstjórafélagið um útgáfuna. Á aðalfundi FÍL þann 17.
mars síðastliðinn voru kosnir tveir fulltrúar félagsins í ritnefndina til tveggja ára
og einn til vara, en leikstjórafélagið á einn fulltrúa í nefndinni.
í þessu fjórða hefti Leikhúsmála er með ýmsum hætti fjallað um starf og að-
stæður atvinnuleikhópanna. En gróskan á þeim vettvangi hefur verið með ólík-
indum. Leikhús spretta upp á hinum ólíklegustu stöðum og margar áhugaverðar
sýningar hafa litið dagsins ljós hjá leikhópunum, þrátt fyrir augljósa fjárhagslega
annmarka.
Þetta tölublað nýtur raunar að nokkru fyrninga frá fyrra hefti. Má þar nefna
seinni hluta greinar Nönnu Ólafsdóttur um rússneska ballettinn.
Ritnefnd elur með sér þá von að leikhúsfólk sjái til þess að útgáfa Leikhúsmála
haldi áfram af þeim metnaði sem lagt var upp með undir forystu Bríetar Héðins-
dóttur hvað varðar efni og alla gerð.
Forsíðumynd:
Hilmar Jónsson leikstjóri.
Ljósmynd: Lárus Karl
Efnisyfirlit
Leikárið framundan 4
Hvað er á döfinni? 6
Horft til framtíðar 7
Styrkirtil atvinnuleikhópa 7
Söngleikir og sumarleikhús 8
Bandalag sjálfstæðra atvinnuleikhúsa, Baal 10
Möguleikhús - barnaleikhús 12
Urðum að láta eins og þetta myndi reddast 14
Leikaraljóð 18
Um starf leikmynda- og búningahöfundar 19
Munið þið ...? 22
Noel Coward og önnur séní 23
„Þau dönsuðu eins og dansað er í Paradís" 27
Mylsna 31
LEIKHÚSMÁL Útgefandi: Félag íslenskra leikara Ritnefnd: Bergljót Arnalds leikari, Hávar Sigurjónsson leikstjóri, Jón Hjartarson leikari Varamaður: Pétur Eggerz Pétursson leikari Útlit og umbrot: Sigurþór Jakobsson Prentvinnsla: Prenthönnun ehf. Forsíðumynd: Hilmar Jónsson
3