Leikhúsmál - 01.06.1997, Qupperneq 5
LEIKHÚSMÁL
Nýr íslenskur söngleikur í uppsiglingu. Aöstandendur í byrjun æfinga á stóra svibi Borgar-
leikhússins.
Benóný Ægisson (fremst t.v.) höfundur söngleiksins og abrir forsprakkar sýningarinnar:
Stigur, Þórarinn, Ken, Jón, Þórunn og KK meb gítarinn.
17. aldar harmleikurinn Leitt hún skyldi
vera skækja eftir John Ford hefur gengib í
allan vetur á Smíbaverkstæbi Þjóbleik-
hússins vib miklar vinsældir. Nú i maí
hefur Þjóbleikhúsinu verib bobib ab koma
meb sýninguna á leiklistarhátíb ungs leik-
húsfólks í Stokkhólmi. A myndinni eru
Stefán Jónsson, Hilmir Snær Gubnason og
Margrét Vilhjálmsdóttir.
Marta Nordal og Þorsteinn Bachmann sem
Dilja og Steinn Ellibi í Vefaranum mikla fró
Kasmír.
stjóri, en dansahöfundur er Kenn Oldfield.
Leikmynd gerir Stígur Steinþórsson en bún-
inga Þórunn Sveinsdóttir. Alls munu nær
tuttugu leikarar og tónlistarmenn koma
fram í sýningunni. Frumsýning er áætluð í
lok ágúst.
Leikfélag Reykjavíkur heldur sínu striki
með íslenskt afmælisár. Á litla sviði Borgar-
leikhússins hófust nú í apríl æfingar hjá
félagsinu á öðru nýju íslensku verki. Það er
eftir Kristínu Ómarsdóttur og nefnist Ástar-
saga. Leikurinn gerist í Reykjavík á okkar
dögum, nánar tiltekið í Öskjuhlíðinni. Leik-
endur eru þrír: Árni Pétur Guðjónsson,
Þorsteinn Gunnarsson og Þórhallur Gunn-
arsson. Leikstjóri er Auður Bjarnadóttir, sem
hingað til er þekktust af starfi við ballet sem
dansari og danshöfundur, en hún var við
leikstjórnarnám í London á síðasta vetri og
þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni hennar
hjá atvinnuleikhúsi. Leikmynd gerir Þórunn
Jónsdóttir. Þetta verk verður á fjölum í sept-
ember.
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar frumsýndi 11. apríl sl.
leikgerð Halldórs E. Laxness og Trausta
Ólafssonar eftir skáldsögunni Vefarinn mikli
frá Kasmír. Þetta var afmælissýning Leik-
félags Akureyrar í tilefni af 80 ára afmæli
félagsins og var sérstök hátíðarsýning þann
19. apríl en þann dag árið 1917 var félagið
stofnað.
Samkomuhúsið á Akureyri þar sem Leik-
félagið hefur verið til húsa í 80 ár er orðið
90 ára gamalt og þarf mikilla lagfæringa við
til þess að geta gegnt því hlutverki að hýsa
nútíma leikhús. Akureyrarbær, sem er
eigandi hússins, hefur nú veitt 20 milljónir
króna til endurbóta á Samkomuhúsinu og
verður þeim fyrst og fremst varið til þess að
bæta aðstöðu sýningargesta, lagfæra sjón-
línur úr sal og setja í salinn ný sæti fýrir
gesti. Einnig verður lögð hitaveita í húsið.
Hins vegar verður lítil sem engin breyting
gerð til batnaðar á aðstöðu starfsfólks
hússins.
Framkvæmdir við hitaveitulögn og end-
urbætur á salnum eru um það bil að hefjast
og er vonast til þess að þeim verði lokið fýrir
áramót. Það er því ljóst að Leikfélagið mun
sýna að minnsta kosti eitt til tvö verkefni á
Renniverkstæðinu á næsta leikári. Sem
stendur bendir þó allt til þess að Samkomu-
húsið muni á næstu árum verða leikhús
Akureyringa, einkum eftir að Akureyrarbær
féll frá þeirri hugmynd að festa kaup á hús-
næði Nýja bíós við Ráðhústorg og koma þar
upp fullkominni aðstöðu til þess að reka
leikhús.
5