Leikhúsmál - 01.06.1997, Page 8
LEIKHUSMAL
Söngleikir
og sumarleikhús
Þessa dagana er verið oð æfa söngleikinn Evítu en hann verbur frumsýndur í Islensku óperunni í byrjun júní.
Andrea Gylfadóttir söngkona fer með titilhlutverkið í sýningunni.
Síðan Hárið var sett upp sumarið ’94
hefur hver söngleikurinn verið sýndur
á fætur öðrum og gengið með ein-
dæmum. Eru ,sumar-söngleikir‘ tískubóla
eða er þetta hefð sem er komin til að vera?
Ég fékk til mín þá Stefán Baldursson þjóð-
leikhússtjóra, Magnús Geir Þórðarson leik-
stjóra og Ingvar E. Sigurðsson leikara til að
ræða örlítið um söngleiki og sumarleikhús.
Hvers vegna haldið þið að þessir sumarsöng-
leikir séu svona vinsœlir?
Ingvar: Þeir hafa verið vel gerðir. Það er
gott fólk sem hefúr staðið að þeim og það
hefur ekki verið kastað til hendinni.
Stefán: Tónlistin skiptir mjög miklu máli
og hún hefur verið vel unnin. Þarna hafa
komið við sögu landsliðsmenn úr poppinu.
Þessi popptónlist höfðar til mjög breiðs
hóps. Krakkar alveg niðrí 10 ára aldur hafa
gaman af henni. Það hefur verið mikill áhugi
á söngleikjum meðal ungs fólks og í
menntaskólunum hafa margir söngleikir
verið settir upp. Það má segja að nokkurs
konar söngleikjaalda hafi ríkt síðustu ár og
áhuginn skilar sér ekki hvað síst í þessum
sumarsöngleikjum.
Magnús: Eftir að Hárið sannaði að svona
sýningar geta gengið hefur fólk meiri kjark
til að ráðast í uppsetningar að sumarlagi.
Ingvar: Markaðssetning hefur líka hjálpað
til. Fjölmiðlar hafa sýnt þessu mikinn áhuga
og útvarpsstöðvarnar hafa verið duglegar að
spila tónlistina.
En af hverju hafa þetta aðallega verið söng-
leikir? Þýðir ekki að setja upp dramatískar
sýningar að sumri til?
Magnús: Það er ekkert sem segir að söng-
leikir geti einir gengið enda hafa líka verið
settar upp annars konar sýningar að sumri
til. Hins vegar held ég að með hækkandi sól
þrái fólk meiri léttleika en í svartasta
skammdeginu.
Stefán: Þau leikhús og leikhópar sem fá
litla sem enga styrki verða að setja upp vin-
sælar sýningar til að geta gengið. Það er stað-
reynd að fólk sækir frekar sýningar sem eru
8