Leikhúsmál - 01.06.1997, Síða 10
LEIKHÚSMÁL
Bandalag sjálfstæðra
atvinnuleikhúsa, Baal
/
síðasta almanaksári frumsýndu Baal-
leikhúsin 27 sýningar, þau fóru í 5
leikferðir til útlanda og í leikferðir
innanlands og þess utan voru á árinu 1996
sýnd áfram nokkur verk sem frumsýnd
höfðu verið 1995. Nærri lætur að á síðasta
ári hafi fjöldi gesta á sýningar Baal-leikhús-
anna verið á bilinu 80 til 100 þúsund. I þessu
greinarkorni ætlar undirritaður að fjalla
laust og fast um Baal-leikhúsin almennt,
starfsumhverfi þeirra og hvaða stuðning þau
fá og hvert hlutverk þeirra er og hugsanlega
verður í framtíðinni.
Baal-leikhúsin
Baal er formlegur félagsskapur þeirra sem
vinna að sviðslistum utan stóru leikhús-
anna. Þegar við tölum um stóru leikhúsin er
auðvitað átt við Þjóðleikhúsið, Leikfélag
Reykjavíkur, Leikfélag Akureyrar, íslensku
óperuna og Islenska dansflokkinn. Baal
starfar eftir ákveðnum reglum, á sér stjórn
og starfsvenjur og fulltrúa sem koma fram
fyrir hönd bandalagsins. Að forminu til má
rekja tilurð Baal aftur að miðjum níunda
áratugnum, en saga leikhópanna nær auð-
vitað miklu lengra aftur og verður hún von-
andi slcráð áður en langt um líður.
En hvers vegna kjósa sviðslistamenn að
starfa að list sinni utan stóru leikhúsanna?
Við þessari spurningu er vitanlega ekki til
neitt eitt svar. Öll leikhús, stór og lítil, hafa
trúi ég eitt og sama markmiðið: að búa til
gott leikhús fyrir áhorfendur sína. Hvað
,gott‘ er getur menn hinsvegar greint á um.
Flestir leikhúslistamenn þekkja goðsögnina
um frelsið utan stofnananna, frelsi sem
einnig gerir kröfur um frumkvæði og
ábyrgð. Og hvert okkar þekkir ekki sögurnar
um hræringarnar á sjöunda áratugnum þeg-
ar athafnaþyrstir listamenn tóku höndum
saman og fóru að skapa leikhús og leiklist
sem þeim fannst svara kalli tímans um ann-
an frásagnarhátt, aðrar áherslur og nýjar
leiðir. Hinn nýi tími þurfti ný handtök. List
leikhússins er forgengileg og nútíminn er
ekki minnugur, en í goðsagnaþokunni grill-
um við í Grímu og systur hennar og heyrum
óminn af orðum einsog ,sannfæring‘, ,frelsi‘,
,hugsjón‘ og ,skuldbinding‘. Gott ef við sjá-
um ekki útlínur baráttu- og byltingarmanna
sem trúðu því að leikhúsið gæti og ætti að
hafa áhrif á samfélagið og samtímann. „Allt
leikhús er í eðli sínu pólitískt.“ Leikhús sem
baráttutæki og Alþýðuleikhúsið ferðaðist
um með sýningar sem höfðu ákveðinn boð-
skap. Það eina sem réttlætti leikhúsið væri
að það hefði áhrif á áhorfendur sína, að ffá
því ættu áhorfendur að fara betri menn. Trú
manna var, og reyndar er, að í litlu leikhús-
unum ættu menn auðveldara með að vinna
eftir sínum eigin, persónulegu hugmyndum
um hvernig gott leikhús ætti að vera. Þeir
einir bæru alla ábyrgð, listræna sem og fjár-
hagslega, og að þeirra væri að taka ákvarð-
anir að öllu er lyti að því að koma hugmynd-
unum heim og saman. Og kannski er þetta
að einhverju leyti andsvar þeirra sem vilja
sporna gegn því að vera einvörðungu tann-
hjól heldur vilja vera vélin sjálf.
Svo er sú skoðun einnig til, að leikhús-
listamenn starfi á vegum sjálfstæðu atvinnu-
leikhúsanna vegna þess að það sé af ein-
hverjum ástæðum ekki þörf fyrir þá í stóru
leikhúsunum. Víst er að margt gott leikhús-
fólk er um hituna þegar um leiklistarstörf er
að ræða, en framhjá því verður ekki litið að á
undanförnum árum hefur það gerst oftar en
einu sinni að listamenn hafa sagt samning-
um sínum hjá stóru leikhúsunum lausum til
að starfa á vegum Baal-aranna. Hér á landi
hefur það reyndar tíðkast - sem ekki þekkist
svo mjög t.d. hjá frændum okkar í Skandin-
avíu - að listamenn vinna oft jöfnum hönd-
um í stóru leikhúsunum og sjálfstæðu leik-
húsunum. Trúlega til hagsbóta fýrir báða
aðila og leiklistina í landinu.
Margt hefur auðvitað breyst á þeim ára-
tugum sem liðnir eru frá því Gríma og
Frum-Alþýðuleikhúsið voru og hétu. En
ásetningurinn er vitanlega sá sami hjá leik-
húslistamönnum í dag og hann var þá: að
búa til betri leiklist. Fjölbreytnin er trúlega
meiri nú en þá, það eru einfaldlega fleiri
leikhús og fleiri sýningar. Og vonandi hreyf-
umst við ffam á við hvað gæði og innihald
listar okkar varðar.
Styrkveitingar og starfsumhverfi
Baal-leikhúsanna
Tæplega 50 leikhús sóttu um styrk til
Menntamálaráðuneytisins vegna verkefna
sem þau hyggjast ráðast í á árinu 1997. Fjöldi
þeirra verkefna sem þessi leikhús óska eftir
stuðningi við, er liðlega 70. Eftir því sem
næst verður komist biðja þau í heild um
stuðning á bilinu 150 til 250 milljónir króna
fyrir árið 1997. Menntamálaráðuneytið
styður starf Baal-leikhúsanna með beinum
fjárframlögum sem nemur 16 milljónum
króna árið 1997. Þess utan er núna tryggt í
nýjum lögum um starfslaun listamanna, að
100 mánaðarlaun skulu árlega renna til ein-
stakra listamanna sem eru að vinna að verk-
efnum á vegum Baal-leikhúsanna.
Reykjavíkurborg styður starf Baal-leik-
húsanna beint með fjárframlögum í gegnum
menningarmálanefnd. Hvað sá stuðningur
er hár er ekki ákveðið í ijárlögum borgarinn-
ar hverju sinni. Einnig koma leikhúsin að
verkefnum tengdum stofnunum borgarinn-
ar. Þá hafa Baal-leikhúsin verið í þó
nokkrum samvinnuverkefhum við stóru
leikhúsin, mest við Leikfélag Reykjavíkur, á
undanförnum misserum. Utan þessa opin-
bera stuðnings þá leita leikhúsin eftir stuðn-
ingi fyrirtækja og jafnvel einstaklinga til að
fjármagna uppsetningar sínar.
Það sjá allir sem vilja sjá, að miðað við
umfang og starf Baal-leikhúsanna er stuðn-
ingur við þau langt ffá því að vera fullnægj-
andi eða ásættanlegur og það þarf á næstu
misserum að gera verulegar úrbætur hvað
það varðar.
Atvinnuleikhúsin á höfuðborgarsvæðinu
munu í framtíðinni skiptast í nokkrar meg-
indeildir: Baal-leikhúsin, Islensku óperuna,
Leikfélag Reykjavíkur, Islenska dansflokkinn
10