Leikhúsmál - 01.06.1997, Blaðsíða 11
LEIKHÚSMÁL
Af þeim atvinnuleikhópum sem hér hafa starfab undanfarin ár á „frú Emilía" lengsta sögu od baki.
Kirsuberjargaröurinn var sýndur þar 7994.
og Þjóðleikhús. Skipting þessi hefur verið að
skýrast á allra síðustu árum með tilkomu
sjálfstæðra leikhúsa sem eru með fasteignir í
rekstri. Loftkastalinn og Möguleikhúsið eru
að kaupa sitt húsnæði, Skemmtihúsið er
beinlínis byggt sem allsherjar vinnu-
stofa/leikhús íyrir leikhúslistamenn, Kaffi-
leikhúsið er hluti af stærri eign Hlaðvarpans,
Höfðaborgin er með leikhús í rekstri, Baal er
með Tjarnarbíó í rekstri og Hermóður og
Háðvör er með sitt leikhús í Hafnarfirði í
rekstri.
En spurt er hvernig eigi að fjármagna
þetta vaxandi starf Baal-leikhúsanna. Skoð-
un undirritaðs á þessu er sáraeinföld. Það er
alveg ljóst að krafa listamanna og almenn-
ings er sú að hér sé rekin öflug leiklist at-
vinnumanna, sem er viðbót og utan við starf
stóru leikhúsanna. Því er eðlilegt að sann-
gjarn stuðningur opinberra aðila komi til.
Við vitum öll hvað leikhús kostar og það eru
til leiðir að meta það hvernig hægt væri að
styðja við bakið á Baal-leikhúsunum svo
sanngjarnt sé.
Hlutverk Baal-leikhúsanna
Hafa Baal-leikhúsin einhverju því hlutverki
að gegna sem stóru leikhúsin sinna illa eða
ekki? Svarið við þessu er auðvitað já. Mér er
minnisstætt svar leikhússtjóra, sem þá var
nýráðinn, við þeirri spurningu hverjar yrðu
hans aðaláherslur hvað verkefnaval varðaði
og hverju hann myndi breyta frá tíð fyrir-
rennara síns. Hann svaraði því til að verk-
efnaval væri eiginlega ekki í hans eða neins
annars valdi. Það væri bundið í lögum hvað
leikhúsið ætti að sýna! Nú man ég ekki leng-
ur hvort leikhússtjórinn bætti við einhverju
kómísku úrdráttar-trikki við þessa staðhæf-
ingu, en í henni finnum við reyndar sér-
stöðu sjálfstæðu leikhúsanna. Stóru leikhús-
in starfa eftir ákveðnum lögum, bæði sínum
eigin og opinberum, skrifuðum og óskrifuð-
um. Þar eru margar deildir með margvísleg
hlutverk, margt fólk að störfum með mis-
munandi þarfir og áhugamál, stórar og dýr-
ar byggingar í rekstri og áhorfendur sem
hafa oft fyrirfram ákveðnar væntingar til
leikhússins. Leikhúsið verður að sýna fulla
og viðurkennda ábyrgð í öllu sínu starfi og
verður að keppast við að halda að meira eða
minna leyti einhverjum óljósum ,standard‘
gagnvart samfélaginu.
Sjálfstæðu leikhúsin eru ekki undir þessa
sök seld og hlutverk þeirra í leikhúsflórunni
því annað. Vissulega eru áhugamál, áherslur
og listræn sýn þessara leikhúsa afar mis-
munandi og í húsi þeirra mörg herbergi.
Meðan eitt leikhúsanna er kannski með fín-
legt og hefðbundið yfirbragð, er annað
þekkt fyrir tilraunastarf. Það þ.riðja er
kannski með aðaláherslu á að þróa einhverja
eina vinnuaðferð, meðan hið fjórða vill
sprengja allt sem það sér sem staðnaðar og
lífvana venjur. En hvert sem þessi leikhús
stefna í listrænu tilliti, þá eiga þau þó öll eitt
sameiginlegt: allt sem þau gera er gert á for-
sendum og ábyrgð þeirra einstaklinga sem
þar starfa hverju sinni. Hóparnir geta
hringsnúist kringum naflann á sjálfum sér
án tillits til neins annars en þess að þurfa að
endingu að bera ábyrgð á útkomunni af
þeim snúningi. Og einmitt í þessu getur ver-
ið fólginn sá kraftur og það nýjabrum sem
leikhúsinu er nauðsynlegt á öllum tímum.
Auðvitað munu Baal-leikhúsin, rétt eins og
önnur leikhús sunnan Svalbarða, halda
áfram að setja upp bæði góðar og slæmar
leiksýningar, en hlutverk þeirra verður eftir
sem áður að vera vettvangur tilrauna,
ögrunar, nýjabrums og umfram allt, áhættu.
Lokaorð
Það mætti halda lengi áfram að tala um
Baal-leikhúsin. Það mætti til dæmis ræða
um peningamál frá ýmsum sjónarhornum,
Leiklistarráð og úthlutun styrkja frá
menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg,
hlutverk þeirra sem vinna mest á vettvangi
Baal-leikhúsanna í uppeldi og kennslu í
leiklist á vegum grunn- og framhaldsskóla,
starf þeirra í þágu áhugaleiklistar á íslandi,
gildi og galla á samstarfi Baal-leikhúsanna
og stóru leikhúsanna, listrænar áherslur
o.s.frv., o.s.frv. Ég ætla hinsvegar að láta
staðar numið hér og lýsa eftir vangaveltum
annarra um hlutverk og mikilvægi Baal-
leikhúsanna, eða bara leikhúsa yfirleitt, í
samfélagi okkar.
Ifyrstu viku mars 1997
Þórarinn Eyfjörð
11